Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

33. fundur 18. desember 2024 kl. 16:15 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 124

Málsnúmer 2411019FVakta málsnúmer

Fundargerð 124. fundar byggðarráðs frá 27. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

    Mál áður á dagskrá 121. fundar byggðarráðs þann 11. nóvember 2024. Farið yfir stöðu mála og tillögur að uppgjöri Sögufélags Skagfirðinga vegna Byggðasögu Skagafjarðar ræddar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Sögufélag Skagafjarðar í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Lagt fram erindi frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi, dagsett 24. nóvember 2024 þar sem borin er upp ósk um fjárstuðning vegna vitundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi (The Slow Movement in Iceland) um ávinning þess að hægja á í íslensku samfélagi og að kynna fyrirbærið hæglæti (Slow eða Simple living) fyrir þjóðinni.

    Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2024, "Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála".

    Umsagnarfrestur er til og með 20.12.2024.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:

    Ég tek undir mikilvægi þess að einfalda og samræma leyfisferla til að tryggja skilvirkni og hraða í stjórnsýslunni. Hins vegar eru nokkur atriði gagnrýniverð varðandi frumvarpið og mögulegar afleiðingar þess fyrir náttúruvernd og umhverfisrannsóknir:

    Frumvarpið leggur til heimild fyrir Umhverfis- og orkustofnun til að beita flýtimeðferð fyrir leyfisveitingar þegar framkvæmdir tengjast orkuskiptum eða kolefnishlutleysi. Þótt þessi markmið séu vissulega mikilvæg, má ekki gera þau að undankomuleið fyrir skerta umfjöllun um umhverfisáhrif. Tryggja þarf að flýtimeðferð grafi ekki undan vandaðri greiningu og tryggingu þess að framkvæmdir samræmist markmiðum um náttúruvernd.

    Með frumvarpinu er lögð áhersla á að Umhverfis- og orkustofnun sameini mörg leyfi í eitt og veiti einnig undanþágur frá friðlýsingu á friðuðum svæðum. Ég hef miklar áhyggjur af því að samþjöppun þess valds hjá einni stofnun dragi úr faglegu eftirliti, gagnrýni og fjölbreyttum sjónarmiðum sem nauðsynleg eru við leyfisveitingar og friðlýsingar. Náttúruverndarstofnun og aðrar sjálfstæðar stofnanir þurfa áfram að hafa skýrt og óháð hlutverk í leyfisferlum.

    Frumvarpið opnar möguleika á framkvæmdum innan friðlýstra svæða með sameiningu leyfisumsókna og undanþága frá friðlýsingum. Þetta er óásættanlegt nema tryggt sé að slíkar ákvarðanir séu teknar með bindandi umsögnum Náttúruverndarstofnunar og með ströngum skilyrðum til að vernda viðkvæma náttúru. Undanþáguheimildir þarf að túlka þröngt og tryggja að þær séu undantekning en ekki reglan.

    Einföldun leyfisferla má ekki koma niður á lýðræðislegri aðkomu almennings, eins og kveðið er á um í Árósasamningnum. Frumvarpið þarf að tryggja að almenningur hafi raunverulegt aðgengi að upplýsingum, aðkomu að ákvarðanatöku og möguleika til að kæra ákvarðanir sem varða umhverfið. Birting stjórnvaldsákvarðana á vefsíðum er ekki nægjanleg trygging fyrir gagnsæi.

    Að lokum vil ég leggja áherslu á að náttúruvernd er ekki hindrun í vegi sjálfbærni heldur grundvöllur hennar. Einföldun ferla og flýtimeðferð má aldrei verða á kostnað náttúrunnar, og því þarf að endurskoða þetta frumvarp með tilliti til þeirra miklu verðmæta sem náttúran okkar er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
    "Ég tek undir mikilvægi þess að einfalda og samræma leyfisferla til að tryggja skilvirkni og hraða í stjórnsýslunni. Hins vegar eru nokkur atriði gagnrýniverð varðandi frumvarpið og mögulegar afleiðingar þess fyrir náttúruvernd og umhverfisrannsóknir: Frumvarpið leggur til heimild fyrir Umhverfis- og orkustofnun til að beita flýtimeðferð fyrir leyfisveitingar þegar framkvæmdir tengjast orkuskiptum eða kolefnishlutleysi. Þótt þessi markmið séu vissulega mikilvæg, má ekki gera þau að undankomuleið fyrir skerta umfjöllun um umhverfisáhrif. Tryggja þarf að flýtimeðferð grafi ekki undan vandaðri greiningu og tryggingu þess að framkvæmdir samræmist markmiðum um náttúruvernd. Með frumvarpinu er lögð áhersla á að Umhverfis- og orkustofnun sameini mörg leyfi í eitt og veiti einnig undanþágur frá friðlýsingu á friðuðum svæðum. Ég hef miklar áhyggjur af því að samþjöppun þess valds hjá einni stofnun dragi úr faglegu eftirliti, gagnrýni og fjölbreyttum sjónarmiðum sem nauðsynleg eru við leyfisveitingar og friðlýsingar. Náttúruverndarstofnun og aðrar sjálfstæðar stofnanir þurfa áfram að hafa skýrt og óháð hlutverk í leyfisferlum. Frumvarpið opnar möguleika á framkvæmdum innan friðlýstra svæða með sameiningu leyfisumsókna og undanþága frá friðlýsingum. Þetta er óásættanlegt nema tryggt sé að slíkar ákvarðanir séu teknar með bindandi umsögnum Náttúruverndarstofnunar og með ströngum skilyrðum til að vernda viðkvæma náttúru. Undanþáguheimildir þarf að túlka þröngt og tryggja að þær séu undantekning en ekki reglan. Einföldun leyfisferla má ekki koma niður á lýðræðislegri aðkomu almennings, eins og kveðið er á um í Árósasamningnum. Frumvarpið þarf að tryggja að almenningur hafi raunverulegt aðgengi að upplýsingum, aðkomu að ákvarðanatöku og möguleika til að kæra ákvarðanir sem varða umhverfið. Birting stjórnvaldsákvarðana á vefsíðum er ekki nægjanleg trygging fyrir gagnsæi. Að lokum vil ég leggja áherslu á að náttúruvernd er ekki hindrun í vegi sjálfbærni heldur grundvöllur hennar. Einföldun ferla og flýtimeðferð má aldrei verða á kostnað náttúrunnar, og því þarf að endurskoða þetta frumvarp með tilliti til þeirra miklu verðmæta sem náttúran okkar er."

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 125

Málsnúmer 2411027FVakta málsnúmer

Fundargerð 125. fundar byggðarráðs frá 4. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Málið síðast rætt á 118. fundi byggðarráðs 23. október 2024. Skíðadeild Tindastóls hefur sent sveitarfélaginu frekari upplýsingar um rekstur svæðisins.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • 2.2 2412001 Frístundaakstur
    Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. desember 2024 þar sem annars vegar er verið að þakka fyrir fyrirkomulag frístundaferða þar sem ekið er með börn frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók. Aksturinn er tilraunaverkefni til áramóta og hefur verið mikið nýttur af börnum til íþróttaiðkunar. Þess er einnig farið á leit við sveitarfélagið að fyrirkomulaginu verði haldið áfram eftir áramót og jafnvel skoðað að aka bæði frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók og aftur til baka frá Sauðárkróki í Varmahlíð og á Hofsós. Undir erindið rita U.Í. Smári, Neisti, Knattspyrnudeild Tindastóls og Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

    Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa málinu til félagsmála- og tómstundanefndar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um afstöðu nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lögð fram merkjalýsing fyrir jörðina Enni L146518 í Skagafirði en með henni eru einnig ytri merki jarðarinnar hnitsett og skipt út hluta jarðarinnar sem fær heitið Enni II. Upprunajörðin mun heita Enni I og halda landnúmerinu L146518.
    Mælingar fóru fram á vettvangi 13. júní 2024. Mælingar annaðist Ásta Birna Jónsdóttir hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. Starfsmenn skipulagsfulltrúa Skagafjarðar hafa yfirfarið merkjalínur og gera ekki athugasemdir við að skrifað sé undir merkjalýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að skrifa undir merkjalýsinguna fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 2 mál færð í trúnaðarbók byggðarráðs Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 125 Lagðar fram til kynningar fjárhagsupplýsingar vegna reksturs sveitarfélagsins tímabilið janúar-október 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 125. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 126

Málsnúmer 2412008FVakta málsnúmer

Fundargerð 126. fundar byggðarráðs frá 11. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 126 Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins. Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskólinn í Varmahlíð - Innanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 29. nóvember sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Trésmiðjan Stígandi hf. átti lægsta tilboð sem nam 117,8% af kostnaðaráætlun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar og að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 126. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 126 Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024. Stærstu liðir til hækkunar rekstrar eru greiðslur til félagsmanna KÍ sem eru hluti af yfirstandandi kjaraviðræðum, lækkaðar tekjur leikskóla um vegna verkfalls, uppgjör við tónlistarkennara auk þess sem aukin útgjöld eru í viðhaldi gatna, aukin launakostnaður í dagvöl og búsetukjarna. Þessum útgjöldum er mætt með auknum framlögum en áætlanir gerðu ráð fyrir frá jöfnunarsjóði, auknum útsvarstekjum en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Einnig er fjárfestinga og efnahagsbreytingar í viðaukanum þar sem verið er að auka við fjármagni í framkvæmdir sem voru vanfjármagnaðar, lækka liði áætlunar þar sem ekki var unnt að ráðast í framkvæmdir á áætlun en einnig eru framkvæmdir við aðlögun útleigueiningar á Faxatorgi. Dregið er úr væntum tekjum af eignasölu og lægri gatnagerðargjöldum en áætlað var. Útistandandi eru 40 milljónir sem mætt er með lækkun handbærs fjár.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 126 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
    Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 27. nóvember sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá tveimur einstaklingum.

    Byggðarráð samþykkir stefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þjónustustefna Skagafjarðar 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 126 Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2025 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurfelling gatnagerðargjalda, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 29

Málsnúmer 2411026FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 2. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 29 Mál áður á dagskrá 28. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Umsækjendur voru boðaðir til viðtals við fulltrúa nefndarinnar ásamt fulltrúum Karlakórsins Heimis og kvenfélags Seyluhrepps þann 22. nóvember sl.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða tillögu þeirra fulltrúa sem sátu fundinn að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til samninga við þau Snorra Snorrason og Sigríði Jónínu Helgadóttur (Tenór slf.) um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.

    Bókun fundar Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 29. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með átta atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 34

Málsnúmer 2411021FVakta málsnúmer

Fundargerð 34. fundar fræðslunefndar frá 12. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 34 Skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar skólaárið 2024-2025 lagt fram. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatalið með öllum greiddum atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 34 Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 16. október og 19. nóvember 2024 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 34 Breytingar á gjaldskrá leikskóla 2025 lagðar fram. Breytingin felst í því að kafli um innheimtu hefur nú verið settur inn í gjaldskrá en áður var sá kafli í innritunarreglum leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á upphæð í áður samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána með öllum greiddum atkvæðum. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 34 Tillaga að uppfærðum reglum um innritun barna í leikskólum Skagafjarðar lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 34 Tillaga að uppfærðum innritunarreglum fyrir frístund í Skagafirði lögð fram í samræmi við umræður á síðasta fundi. Í uppfærðum reglum er gert ráð fyrir að frístund sé lokuð í haust- og vetrarfríum grunnskóla. Þá er einnig lagt til að heilsdagsopnun sé aðeins í boði þegar skráð börn eru átta eða fleiri þar sem að lágmarksmönnun eru alltaf tveir starfsmenn. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 34 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2025, sem eru eftirfarandi: 23. janúar, 20. febrúar, 20. mars, 15. apríl og 15. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslunefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkæðum.

6.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16

Málsnúmer 2411023FVakta málsnúmer

Fundargerð 16. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 28. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16 Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gerð verði rafræn notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá möguleika í hirðingu dýrahræja sem fram komu á íbúafundi í Ljósheimum sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar. Niðurstöður könnunarinnar verða ekki bindandi en verða hafðar til hliðsjónar við ákvarðarnatöku í málaflokknum. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna málið áfram og gert er ráð fyrir að könnunin verði gerð í byrjun desember. Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16 Umræða um fjallskilasamþykkt Skagafjarðar. Þar sem miklar breytingar hafa orðið á búfjárhaldi í sveitum Skagafjarðar þykir ljóst að uppfæra þurfi fjallskilasamþykktir og breyta fyrirkomulagi nefndanna.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi vinni málið áfram og skili drögum að uppfærðri fjallskilasamþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að hækka eingöngu verðlaun fyrir vetrarveiði refa og stuðla þannig að aukinni vetrarveiði. Gjaldskrá fyrir unna refi og minnka veturinn 2024 - 2025 verður því eftirfarandi:

    Verðlaun fyrir unna refi og minka veturinn 2024-2025,
    Grendýr kvótasettir refir 21.000 kr.
    Hlaupadýr kvótasettir refir 10.500 kr.
    Vetrarveiddir kvótasettir refir 12.500 kr.
    Fengnar ógotnar læður apríl-maí (skrokk skilað) 20.000 kr.
    Refir utan kvóta (óráðnar skyttur) 1.000 kr.
    Minkar kvótasettir 11.500 kr.
    Minkar utan kvóta (óráðnar skyttur) 2.500 kr.
    Útkall vegna tjóns af völdum refa eða minka, að beiðni Umhverfis- og Landbúnaðarfulltrúa 15.000 kr.

    Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 16 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnir drög að uppfærðri samþykkt um hunda og kattahald. Afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

7.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17

Málsnúmer 2412014FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 12. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Sigfús Ólafur Guðmundsson deildarstjóri atvinnu- menningar og kynningarmála kynnti hvernig haga mætti rafrænni notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá fjóra möguleika sem fram komu varðandi hirðingu dýrahræja á íbúafundi sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar í Ljósheimum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að halda íbúakönnun vegna málsins.
    Allir þeir sem skráðir eru greiðendur gjalds vegna förgunar dýrahræja geta kosið í könnuninni sem stendur til 20 desember.
    Nánari upplýsingum og slóð á könnunina verður dreift á samfélagsmiðlum og heimasíðu Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Kynntar voru breytingar á umboðsmannakerfi snjómoksturs í dreifbýli.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að framvegis verði tveir aðilar tengiliðir íbúa við Vegagerðina vegna helmingamoksturs vega í stað sex aðila áður. Annarsvegar verkstjóri þjónustumiðstöðvar og hinsvegar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Skagafjarðar. Með þessu vonast nefndin til að þjónusta verði skilvirkari og betri fyrir íbúa. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi frá 1. jan. 2025 og verður kynnt frekar á heimasíðu Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda og kattahald lögð fram.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Tillaga að breytingu á gjaldskrá um hunda og kattahald lögð fram.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi lagði fram tillögu að ráðningu á nýjum aðila í vetrarveiði refa og minka.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga frá samningi við Andra Val Ómarson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Farið yfir umsókn Gunnars Eysteinssonar um beitarhólf við Hofsós sem auglýst voru fyrr á árinu.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með átta atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Moltu ehf. sem gildir frá 1 jan 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17 Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Víðilundsvegar af vegaskrá þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilyrði c.-liðar2. mgr. 8 gr.vegalaga nr. 80/2007 um fasta búsetu og lögheimili. Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 63

Málsnúmer 2411024FVakta málsnúmer

Fundargerð 63. fundar skipulagsnefndar frá 14. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 63 Íris Anna Karlsdóttir og Hlynur Torfi Torfason ráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynntu vinnuvefsjá fyrir endurskoðun Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta aðalskipulagsbreytingu fyrir “Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 309/2023, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/309 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að aðalskipulagsbreytingunni “Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði“ og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar í samræmi við 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við auglýsta deiliskipulagstillögu fyrir "Hofsós sorpmóttaka- og gámasvæði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 206/2023, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/206 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Hofsós sorpmóttaka- og gámsvæði og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 208/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208 .

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði með óverulegum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 63 Farið yfir innsendar umsagnir við "Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 208/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1156 . Innsendar umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða Tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 63 Birgir Gunnarsson, einn þinglýstra eigendenda jarðarinnar Gautastaða, landnúmer 146797, í Stíflu, Skagafirði, óskar f.h. landeigenda Gautastaða skv. umboði dags. 08.11.2024, eftir samþykki skipulagsnefndar á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar á móti Tungu, landnr. 146914, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 784903 útg. 27. okt. 2021, breytt dags. 06. nóv. 2024, og merkjalýsingu dags. 07.11.2024. Afstöðuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Landamerki í hjálögðum uppdrætti sýna túlkun landeigenda á landamerkjalýsingu dags. 02. júní 1886 og örnefnaskrá Skagafjarðarsýslu, tekin saman af Páli Sigurðssyni.
    Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus landamerki, árituð af landeigendum Gautastaða, L146797, og Tungu, L146914. Einnig meðfylgjandi umboð landeigenda Gautastaða, dags. 08.11.2024, þar sem Birgi Gunnarssyni er veitt umboð til þess að árita gögn sem varða uppmælingu og hnitsetningu ytri landamerkja jarðarinnar, fyrir hönd annarra landeigenda.

    Mál nr. M001275 hefur verið stofnað í landeignarskráningarkerfi HMS.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu á hnitsettum landamerkjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 63 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 52 þann 21.11.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 63. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 64

Málsnúmer 2412015FVakta málsnúmer

Fundargerð 64. fundar skipulagsnefndar frá 12. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 64 Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, Eyjólfur Sigurðsson f.h. Ártorgs ehf., Þórarinn G. Sverrisson f.h. Öldunnar stéttarfélags og Jóhannes Kári Bragason f.h. Frímúrarastúkunnar Mælifells, þinglýstra lóðarhafa og eigenda fasteigna á iðnaðar- og athafnalóðunum Borgarmýri 1, landnr. 143222, og Borgarmýri 1A, landnr. 200074, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Borgarmýrar 1 og 1A að sunnan-, vestan- og norðanverðu. Að austanverðu, upp að Borgarmýri, ná mörk skipulagssvæðis að götu. Stærð skipulagssvæðis er 6.988 m². Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Fyrir liggur deiliskipulag fyrir Borgarmýri 1, samþykkt í Byggðaráði Skagafjarðar, með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, þann 03.07.2024. Undir lok skipulagsferils sýndi þarfagreining að framtíðarsýn lóðarhafa kallaði á meiri uppbyggingu en gert var ráð fyrir. Samþykki sveitarfélagið umsókn þessa og nýtt deiliskipulag öðlast gildi, eftir meðferð skv. skipulagslögum og ógildar því fyrri skipulagstillögu.
    Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að meginforsendur liggi fyrir í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 og því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Emil Þór Guðmundsson byggingatæknifræðingur sækir um fyrir hönd Sels ehf. landeigenda Hofsstaðasels L146407 um stofnun byggingarreits í landi Hofsstaðasels. Meðfylgjandi er uppdráttur varðandi Hofsstaðasel L146407 ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Einnig meðfylgjandi yfirlýsing undirrituð af landeigendum aðliggjandi jarða, þar sem fram kemur að fyrirhuguð byggingaráform hafa verið kynnt þeim og ekki séu gerðar athugasemdir við umsóknina.
    Á afstöðumynd í mkv. 1:500 eru hnit á byggingarreit ásamt staðsetningu á húsi mælt frá byggingarreit.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 9. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi, f.h. Arons Más Jónssonar. Umsókn um leyfi til að byggja forstofu og geymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 44 við Freyjugötu á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3352, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.12.2024, ásamt viðauka, uppdráttur númer A-202.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr., 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Freyjugata 44 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 4. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Sigurði Óla Ólafssyni, f.h. IC2 ehf. Umsókn um leyfi til að breyta aðalinngangi Sauðárkróksbakarís sem stendur á lóðinni nr. 5 við Aðalgötu.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100 og A-101, dagsettir 20.11.2024.
    Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsett 3. desember 2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á staðsetningu aðalinngangs Sauðárkróksbakarís og tekið verði tillit til þessa við vinnu nýs deiliskipulags fyrir Gamla bæinn á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson, f.h. Páfastaða ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Páfastaðir, landnr. 145989, á Langholti, Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum Páfastaða gagnvart aðliggjandi landeignum, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77830400, dags. 09. okt. 2024 og merkjalýsingu fyrir Páfastaði, dags. 09.10.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing unninn á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus merki.
    Hnitsett landamerki eru unnin skv. landamerkjabréfi fyrir Páfastaði, dags. 5. maí 1883, sem var þinglýst á Staðarþingi þann 14. júní 1883 og GPS mælingu þann 19. ágúst 2024. Að austanverðu ræður Húseyjarkvísl (Djúpakvísl) merkjum, skv. landamerkjabréfi dags. 5. maí 2024.
    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001128.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu á hnitsettum landamerkjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Sigurjón Einarsson verkefnastjóri varna gegn landbroti hjá Landi og skógi, áður Landgræðslunni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörn í landi Reykja.
    Með umsókninni fylgir verklýsing, samþykki veiðifélagsins, umsögn frá Hafrannsóknarstofnun og leyfi frá Fiskistofu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Bakkavörn í Svartá fyrir landi Reykja - Beiðni um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Vegna máls nr. 2406259 - Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð ? Furulundur ? Grenndarkynning. Lögð fram gögn og samningur Seðlabanka Íslands og Seyluhrepps dags. ágúst 1982.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og ganga frá lóðarmálum og lóðarleigusamningum á grundvelli framlagðra gagna og gildandi reglna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Dagur Torfason landeigandi Reykja L146213 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir veg að Fosslaug. Fyrirhugaður vegur verður í landi Reykja L146213.

    Leitað til þess að hafa veginn uppá melum þar sem þess er kostur svo rask verði sem minnst en þar sem vegurinn fer yfir mýri þarf að grafa skurði meðfram honum. Þar sem landi verður raskað verður land grætt upp.
    Norðurhlutinn vegarins verður í gamalli reiðleið sem er nú sundurgrafin af vatnsrennsli, þar verður farið í frekari jarðabætur.
    Í dag er mikil umferð ferðamanna að Fosslaug og hefur verið ákall um að fá betri og öruggari leið þar að.
    Vegurinn mun hafa óveruleg áhrif í landslagi.

    Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
    Einnig meðfylgjandi tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 4.11.2024 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu vegtengingar við Héraðsdalsvegs (754) og tölvupóstur dags. 11.12.2024 frá Minjastofnun Íslands þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Veglagning að Fossalaug - Reykir L146213 - Beiðni um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 53 þann 05.12.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

10.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer

Vísað frá 126. fundi byggðarráðs frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024. Stærstu liðir til hækkunar rekstrar eru greiðslur til félagsmanna KÍ sem eru hluti af yfirstandandi kjaraviðræðum, lækkaðar tekjur leikskóla um vegna verkfalls, uppgjör við tónlistarkennara auk þess sem aukin útgjöld eru í viðhaldi gatna, aukin launakostnaður í dagvöl og búsetukjarna. Þessum útgjöldum er mætt með auknum framlögum en áætlanir gerðu ráð fyrir frá jöfnunarsjóði, auknum útsvarstekjum en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Einnig er fjárfestinga og efnahagsbreytingar í viðaukanum þar sem verið er að auka við fjármagni í framkvæmdir sem voru vanfjármagnaðar, lækka liði áætlunar þar sem ekki var unnt að ráðast í framkvæmdir á áætlun en einnig eru framkvæmdir við aðlögun útleigueiningar á Faxatorgi. Dregið er úr væntum tekjum af eignasölu og lægri gatnagerðargjöldum en áætlað var. Útistandandi eru 40 milljónir sem mætt er með lækkun handbærs fjár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

11.Þjónustustefna Skagafjarðar 2025

Málsnúmer 2411134Vakta málsnúmer

Vísað frá 126. fundi byggðarráðs frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 27. nóvember sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá tveimur einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir stefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Niðurfelling gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2412060Vakta málsnúmer

Vísað frá 126. fundi byggðarráðs frá 11. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2025 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.“

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Aðalgata 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2412026Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúa liggur fyrir umsókn frá Sigurði Óla Ólafssyni, f.h. IC2 ehf. Umsókn um leyfi til að breyta aðalinngangi og útliti Sauðárkróksbakarís sem stendur á lóðinni númer 5 við Aðalgötu.
Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Meðfylgjandi:
- Aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100 og A-101, dagsettir 20.11.2024.
- Umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsett 3. desember 2024.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar og/eða athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

14.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

Málsnúmer 2202094Vakta málsnúmer

Vísað frá 63. fundi skipulagsnefndar frá 28. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 25.09.2024- 08.11.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 208/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/208 .

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi, Skógargötureitur, Sauðárkróki, Skagafirði með óverulegum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson kom inn í hennar stað.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A - Deiliskipulag

Málsnúmer 2412056Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi skipulagsnefndar frá 12. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, Eyjólfur Sigurðsson f.h. Ártorgs ehf., Þórarinn G. Sverrisson f.h. Öldunnar stéttarfélags og Jóhannes Kári Bragason f.h. Frímúrarastúkunnar Mælifells, þinglýstra lóðarhafa og eigenda fasteigna á iðnaðar- og athafnalóðunum Borgarmýri 1, landnr. 143222, og Borgarmýri 1A, landnr. 200074, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Borgarmýrar 1 og 1A að sunnan-, vestan- og norðanverðu. Að austanverðu, upp að Borgarmýri, ná mörk skipulagssvæðis að götu. Stærð skipulagssvæðis er 6.988 m². Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
Fyrir liggur deiliskipulag fyrir Borgarmýri 1, samþykkt í Byggðaráði Skagafjarðar, með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, þann 03.07.2024. Undir lok skipulagsferils sýndi þarfagreining að framtíðarsýn lóðarhafa kallaði á meiri uppbyggingu en gert var ráð fyrir. Samþykki sveitarfélagið umsókn þessa og nýtt deiliskipulag öðlast gildi, eftir meðferð skv. skipulagslögum og ógildar því fyrri skipulagstillögu.
Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að meginforsendur liggi fyrir í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 og því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

16.Freyjugata 44 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2412095Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi skipulagsnefndar frá 12. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 9. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi, f.h. Arons Más Jónssonar. Umsókn um leyfi til að byggja forstofu og geymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 44 við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3352, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.12.2024, ásamt viðauka, uppdráttur númer A-202.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr., 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46.“

Hrund Pétursdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46.

17.Bakkavörn í Svartá fyrir landi Reykja - Beiðni um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2412057Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi skipulagsnefndar frá 12. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Sigurjón Einarsson verkefnastjóri varna gegn landbroti hjá Landi og skógi, áður Landgræðslunni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörn í landi Reykja.
Með umsókninni fylgir verklýsing, samþykki veiðifélagsins, umsögn frá Hafrannsóknarstofnun og leyfi frá Fiskistofu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“

Hrefna Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

18.Veglagning að Fossalaug - Reykir L146213 - Beiðni um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2411044Vakta málsnúmer

Vísað frá 64. fundi skipulagsnefndar frá 12. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Dagur Torfason landeigandi Reykja L146213 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir veg að Fosslaug. Fyrirhugaður vegur verður í landi Reykja L146213.

Leitað til þess að hafa veginn uppá melum þar sem þess er kostur svo rask verði sem minnst en þar sem vegurinn fer yfir mýri þarf að grafa skurði meðfram honum. Þar sem landi verður raskað verður land grætt upp.
Norðurhlutinn vegarins verður í gamalli reiðleið sem er nú sundurgrafin af vatnsrennsli, þar verður farið í frekari jarðabætur.
Í dag er mikil umferð ferðamanna að Fosslaug og hefur verið ákall um að fá betri og öruggari leið þar að.
Vegurinn mun hafa óveruleg áhrif í landslagi.

Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
Einnig meðfylgjandi tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 4.11.2024 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu vegtengingar við Héraðsdalsvegs (754) og tölvupóstur dags. 11.12.2024 frá Minjastofnun Íslands þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.

19.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

958. og 959. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember 2024 og 29. nóvember 2024 lagðar fram til kynningar á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024

20.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2024

Málsnúmer 2401006Vakta málsnúmer

Fundargerðir heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 5. nóvember 2024 og 10. desember 2024 lagðar fram til kynningar á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024.

21.Fundagerðir SSNV 2024

Málsnúmer 2401025Vakta málsnúmer

115. fundargerð stjórnar Samtaka Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra frá 4. desember 2024 lögð fram til kynningar á 33. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 18. desember 2024.
Forseti vill að lokum óska sveitarstjórnarfólki, starfsmönnum sveitarfélagsins og Skagfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 16:45.