Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

126. fundur 11. desember 2024 kl. 12:00 - 13:05 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Útboð seinni áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 2412081Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins. Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskólinn í Varmahlíð - Innanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 29. nóvember sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Trésmiðjan Stígandi hf. átti lægsta tilboð sem nam 117,8% af kostnaðaráætlun.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar og að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum.

2.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2412004Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2024. Stærstu liðir til hækkunar rekstrar eru greiðslur til félagsmanna KÍ sem eru hluti af yfirstandandi kjaraviðræðum, lækkaðar tekjur leikskóla um vegna verkfalls, uppgjör við tónlistarkennara auk þess sem aukin útgjöld eru í viðhaldi gatna, aukin launakostnaður í dagvöl og búsetukjarna. Þessum útgjöldum er mætt með auknum framlögum en áætlanir gerðu ráð fyrir frá jöfnunarsjóði, auknum útsvarstekjum en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Einnig er fjárfestinga og efnahagsbreytingar í viðaukanum þar sem verið er að auka við fjármagni í framkvæmdir sem voru vanfjármagnaðar, lækka liði áætlunar þar sem ekki var unnt að ráðast í framkvæmdir á áætlun en einnig eru framkvæmdir við aðlögun útleigueiningar á Faxatorgi. Dregið er úr væntum tekjum af eignasölu og lægri gatnagerðargjöldum en áætlað var. Útistandandi eru 40 milljónir sem mætt er með lækkun handbærs fjár.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Þjónustustefna Skagafjarðar 2025

Málsnúmer 2411134Vakta málsnúmer

Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 27. nóvember sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá tveimur einstaklingum.

Byggðarráð samþykkir stefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Niðurfelling gatnagerðargjalda

Málsnúmer 2412060Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um íbúðalóðir sem úthlutað er frá og með 1. janúar 2025 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftir greindum lóðum við þegar tilbúnar götur á bæði Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir jafnframt um eftirtaldar lóðir á Steinsstöðum: Lækjarbakka nr 2, 4, 6 og 8. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31. desember 2025, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.

Fundi slitið - kl. 13:05.