Fara í efni

Vetrarþjónusta í dreifbýli

Málsnúmer 2412092

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 17. fundur - 12.12.2024

Kynntar voru breytingar á umboðsmannakerfi snjómoksturs í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að framvegis verði tveir aðilar tengiliðir íbúa við Vegagerðina vegna helmingamoksturs vega í stað sex aðila áður. Annarsvegar verkstjóri þjónustumiðstöðvar og hinsvegar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Skagafjarðar. Með þessu vonast nefndin til að þjónusta verði skilvirkari og betri fyrir íbúa. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi frá 1. jan. 2025 og verður kynnt frekar á heimasíðu Skagafjarðar.