Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

17. fundur 12. desember 2024 kl. 09:00 - 11:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir ritari
Dagskrá

1.Fyrirkomulag gjaldskráar vegna dýrahræja

Málsnúmer 2311146Vakta málsnúmer

Sigfús Ólafur Guðmundsson deildarstjóri atvinnu- menningar og kynningarmála kynnti hvernig haga mætti rafrænni notendakönnun meðal búfjáreigenda í Skagafirði um þá fjóra möguleika sem fram komu varðandi hirðingu dýrahræja á íbúafundi sem haldinn var af nefndinni og Búnaðarsambandi Skagafjarðar í Ljósheimum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að halda íbúakönnun vegna málsins.
Allir þeir sem skráðir eru greiðendur gjalds vegna förgunar dýrahræja geta kosið í könnuninni sem stendur til 20 desember.
Nánari upplýsingum og slóð á könnunina verður dreift á samfélagsmiðlum og heimasíðu Skagafjarðar.

2.Vetrarþjónusta í dreifbýli

Málsnúmer 2412092Vakta málsnúmer

Kynntar voru breytingar á umboðsmannakerfi snjómoksturs í dreifbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að framvegis verði tveir aðilar tengiliðir íbúa við Vegagerðina vegna helmingamoksturs vega í stað sex aðila áður. Annarsvegar verkstjóri þjónustumiðstöðvar og hinsvegar umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi Skagafjarðar. Með þessu vonast nefndin til að þjónusta verði skilvirkari og betri fyrir íbúa. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi frá 1. jan. 2025 og verður kynnt frekar á heimasíðu Skagafjarðar.

3.Samþykkt um hunda og kattahald

Málsnúmer 2411166Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á samþykkt um hunda og kattahald lögð fram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.Gjaldskrá hunda- og kattahald 2025

Málsnúmer 2410037Vakta málsnúmer

Tillaga að breytingu á gjaldskrá um hunda og kattahald lögð fram.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að afla frekari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

5.Ráðning á nýjum aðila í vetrarveiði refa

Málsnúmer 2412010Vakta málsnúmer

Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi lagði fram tillögu að ráðningu á nýjum aðila í vetrarveiði refa og minka.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ganga frá samningi við Andra Val Ómarson.

6.Leiga og sala hólfa við Hofsós

Málsnúmer 2409226Vakta málsnúmer

Farið yfir umsókn Gunnars Eysteinssonar um beitarhólf við Hofsós sem auglýst voru fyrr á árinu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

7.Gjaldskrá Moltu ehf. frá 1. jan 2025

Málsnúmer 2411056Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Moltu ehf. sem gildir frá 1 jan 2025.

8.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu héraðsvega

Málsnúmer 2409239Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu Víðilundsvegar af vegaskrá þar sem hann uppfyllir ekki lengur skilyrði c.-liðar2. mgr. 8 gr.vegalaga nr. 80/2007 um fasta búsetu og lögheimili.

Fundi slitið - kl. 11:00.