Fara í efni

Sauðárhæðir L143929 - HSN- Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Málsnúmer 2412170

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 54. fundur - 20.12.2024

Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur, leggur fram f.h. eigenda gögn yfir tilkynnta framkvæmd er varðar endurnýjun á fráveitulögnum í austurhluta kjallara húsnæðis HSN á Sauðárhæðum, ásamt því að koma fyrir fituskilju í plani austan eldhúss og vörumóttöku. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli. Uppdráttur í verki 01420001, númer P-100, P-101 og P-102, dagsettir 01.12.2024. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.