Fara í efni

Erindisbréf fastanefnda 2025

Málsnúmer 2501189

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 35. fundur - 23.01.2025

Erindisbréf fræðslunefndar lagt fram til kynningar.

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Til viðbótar í erindisbréfi fyrir Fræðslunefnd Skagafjarðar komi eftirfarandi:
3. gr ? Hlutverk nefndarinnar
Fylgjast með og stuðla að því að skólar í sveitarfélaginu hafi aðgang að sérfræðiþjónustu.

Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


Byggðarráð Skagafjarðar - 131. fundur - 29.01.2025

Lögð fram drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi byggðarráðs Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 30. fundur - 06.02.2025

Erindisbréf félagsmála- og tómstundanefndar lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Framlögð erindisbréf byggðarráðs, atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar, félagsmála- og tómstundanefndar, fræðslunefndar, landbúnaðar- og innviðanefndar og skipulagsnefndar. Um er að ræða erindisbréf sem hafa fengið umræðu í hverri nefnd fyrir sig og eru nú tekin til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Engin kvaddi sér hljóðs.

Erindisbréf fastanefnda borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.