Í lok síðasta árs samdi Skagafjörður við HR Monitor um reglulegar mannauðsmælingar. Mannauðsstjóri stillir upp mælingum í samstarfi við HR Monitor. Hægt er að mæla allt að 12 sinnum á ári. Upphaflega var stefnt að því að senda út könnun mánaðarlega en nú er horft til þess að gera mælingar annan hvern mánuð. Spurt er um níu þætti í hvert sinn sem snúa að gæðum og tengslum, starfsánægju, sjálfstæði til ákvarðanatöku, stuðning frá stjórnendum, kröfur um árangur, skýra framtíðarsýn, um áhuga, virðingu og hollustu, þjálfun og þróun og ein opin spurning er lögð fyrir í hverjum mánuði. Helstu niðurstöður úr mælingum eru sendar beint til þeirra sem tóku þátt í mælingu, en jafnframt er áhersla lögð á að stjórnendur taki samtal með sínum starfsmannahóp um niðurstöður mælinga hverju sinni.
Niðurstöður fyrstu mælinga í skólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar fyrir fræðslunefnd.
Niðurstöður fyrstu mælinga í skólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar fyrir fræðslunefnd.