Fara í efni

Erindi vegna Ketiláss

Málsnúmer 2502178

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 135. fundur - 26.02.2025

Stefanía Hjördís Leifsdóttir, rekstraraðili félagsheimilisins Ketiláss í Fljótum sendi formlegt bréf, dagsett 6. febrúar sl., til að lýsa yfir áhyggjum af gólfi í sal hússins. Starfsmenn eignasjóðs fóru á staðinn og hefur tóku út ástandið á gólfinu. Þeir meta ástand gott að öðru leiti en sjáanlegt slit er á álagsflötum á yfirborði gólfefna í sal sem hægt er að bregðast við með því að pússa upp parketið og lakka það að nýju.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að setja yfirborðsmeðhöndlun á parketi í fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Ketilás.