Stjórn Íbúasamtaka Varmahlíðar sendi formlegt erindi til byggðarráðs Skagafjarðar dagsett 17. febrúar 2025. Í bréfinu er greint frá því að á fundi íbúasamtakanna 12. febrúar sl. hafi verið fjallað um vöntun á frágangi á Birkimel í Varmahlíð. Er þá sérstaklega horft til þess að eftir sé að ganga frá gangstéttum, setja upp götulýsingu og gerð einhverra hraðatakmarkandi aðgerða til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Óskað er eftir skriflegu svari frá sveitarfélaginu um hvernig er áætlað að ganga frá götunni og hvenær áætlað sé að því verði lokið.
Byggðarráð upplýsir um að tilhögun götulýsingar við syðri hluta Birkimels verður unnin með sama hætti og við Nestún á Sauðárkróki, þ.e. að götulýsingu verður komið fyrir við þegar byggð hús og svo bætt við koll af kolli eftir því sem fleiri hús rísa. Byggðarráð felur jafnframt sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun fyrir lagningu gangstéttar, annars vegar við norðurhluta götunnar frá þeim enda sem gangstétt lýkur, og hins vegar við nýrri hluta götunnar. Byggðarráð tekur málið aftur fyrir þegar sú áætlun liggur fyrir.
Byggðarráð upplýsir um að tilhögun götulýsingar við syðri hluta Birkimels verður unnin með sama hætti og við Nestún á Sauðárkróki, þ.e. að götulýsingu verður komið fyrir við þegar byggð hús og svo bætt við koll af kolli eftir því sem fleiri hús rísa. Byggðarráð felur jafnframt sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun fyrir lagningu gangstéttar, annars vegar við norðurhluta götunnar frá þeim enda sem gangstétt lýkur, og hins vegar við nýrri hluta götunnar. Byggðarráð tekur málið aftur fyrir þegar sú áætlun liggur fyrir.