Fara í efni

Málstefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2502191

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 136. fundur - 05.03.2025

Á 61. fundi byggðarráðs þann 13. september 2023 var lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísað til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Þá var samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega málstefnu fyrir sveitarfélögin. Ekki lá fyrir neitt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma en málið hefur verið í farvegi og nú eru lögð fram drög að fullmótaðri málstefnu fyrir Skagafjörð.

Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 136. fundi byggðarráðs frá 5. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Á 61. fundi byggðarráðs þann 13. september 2023 var lagt fram bréf dagsett 5. september 2023 frá innviðaráðuneytinu til allra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til mótun málstefnu og vísað til 130. greinar sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Þá var samþykkt að fela sveitarstjóra að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega málstefnu fyrir sveitarfélögin. Ekki lá fyrir neitt hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á þeim tíma en málið hefur verið í farvegi og nú eru lögð fram drög að fullmótaðri málstefnu fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir framlagða málstefnu Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Málstefna Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.