Fara í efni

Fræðsla fyrir starfsmenn skólamötuneyta

Málsnúmer 2502195

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 36. fundur - 27.02.2025

Í kjölfar þess að E.coli smit kom upp á leikskóla í Reykjavík leggur fræðslunefnd áherslu á mikilvægi þess að starfsfólk skólamötuneyta sæki námskeið um matvælaöryggi. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga úr skugga um að allt starfsfólk skólamötuneyta hafi fengið fræðslu um matvælaöryggi. Ef úrbóta er þörf er mikilvægt að bregðast við því tafarlaust. Samþykkt samhljóða.