Fara í efni

Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52 2016 (fyrirkomulag almennra íbúða)

Málsnúmer 2502217

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 135. fundur - 26.02.2025

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 40/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennar íbúðir, nr. 52/2016 (fyrirkomulag almennra íbúða)".

Umsagnarfrestur er til og með 06.03.2025.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um breytingar á lögum um almennar íbúðir. Nauðsynlegt er að stuðla að lækkun fjármögnunarkostnaðar stofnframlagshafa en einnig að tryggja að stuðningur við húsnæðisuppbyggingu sé í samræmi við raunverulegan byggingarkostnað íbúða.