Álfhildur Leifsdóttir fyrir hönd VG og óháð sendi inn svohljóðandi erindi:
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024, fyrir 9 mánuðum síðan, óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Enn hafa hafa þessar upplýsingar ekki verið afhentar þrátt fyrir nokkrar ítrekanir á málinu síðastliðna mánuði.
Samkvæmt lögum um opinber innkaup og innkaupareglum sveitarfélaga, sem sveitarfélögum er skylt að setja sér, ætti að vera skýrt hvernig innkaupum er háttað, þar með talið hvenær rétt er að viðhafa útboð og hvenær þess þarf ekki. Þessar reglur ættu einnig að taka á því hvernig upplýsingar um innkaup eru aðgengileg, þar á meðal hvaða verktakar frá greiðslur fyrir verk sem ekki fara í útboð. Sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem geta komið til umfjöllunar í sveitarstjórn sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórnarmenn bera ábyrgð á að tryggja lögmæta og hagkvæma starfsemi sveitarfélags og er upplýsingarétturinn rýkur þáttur í að þeir geti uppfyllt þá skyldu.
Í ljósi þessa löngu tafa á afhendingu áður umbeðna upplýsinga, legg ég nú formlega fram það erindi fyrir byggðarráð að fá þær afhentar, nú innan þess tímaramma sem sveitarstjórnarlög kveða á um."
Samkvæmt 28. grein sveitarstjórnarlaga eiga sveitarstjórnarmenn rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þær upplýsingar sem óskað er eftir liggja ekki tilbúin fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins heldur hefur þurft mikla vinnu við að safna þeim saman og yfirfara með hvaða hætti farið var í tiltekin verk, hvort farið var í útboð, viðhöfð verðfyrirspurn, unnið eftir rammasamningum o.s.frv. Hafa ber í huga að sveitarfélagið hefur framkvæmt eða sinnt viðhaldi fyrir um eða yfir milljarð króna á ári hverju undanfarin ár.
Það er ákvörðun sveitarstjóra eða sveitarstjórnar að taka hvort farið sé í slíka vinnslu. Ef ákvörðun er tekin um slíka vinnslu er ekki tiltekinn tímafrestur á skilum heldur ber að upplýsa fyrirspyrjanda um ef vinnslan tekur langan tíma.
Fyrir liggur að sveitarstjóri hefur upplýst fyrirspyrjanda um að unnið sé að vinnslu gagna til svara fyrirspurninni. Jafnframt hefur fyrirspyrjandi verið upplýstur um hve viðamikil hún er. Þá liggur fyrir að þeir starfsmenn sem höfðu mesta aðkomu að verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins á þessum árum, þ.e. fyrrverandi sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, forstöðumaður framkvæmda og umsjónarmaður eignasjóðs, eru ýmist komnir til annarra starfa eða fallnir frá og aðgangur að hluta gagna því vandkvæðum bundinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni.
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024, fyrir 9 mánuðum síðan, óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Enn hafa hafa þessar upplýsingar ekki verið afhentar þrátt fyrir nokkrar ítrekanir á málinu síðastliðna mánuði.
Samkvæmt lögum um opinber innkaup og innkaupareglum sveitarfélaga, sem sveitarfélögum er skylt að setja sér, ætti að vera skýrt hvernig innkaupum er háttað, þar með talið hvenær rétt er að viðhafa útboð og hvenær þess þarf ekki. Þessar reglur ættu einnig að taka á því hvernig upplýsingar um innkaup eru aðgengileg, þar á meðal hvaða verktakar frá greiðslur fyrir verk sem ekki fara í útboð. Sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og varða málefni sem geta komið til umfjöllunar í sveitarstjórn sbr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórnarmenn bera ábyrgð á að tryggja lögmæta og hagkvæma starfsemi sveitarfélags og er upplýsingarétturinn rýkur þáttur í að þeir geti uppfyllt þá skyldu.
Í ljósi þessa löngu tafa á afhendingu áður umbeðna upplýsinga, legg ég nú formlega fram það erindi fyrir byggðarráð að fá þær afhentar, nú innan þess tímaramma sem sveitarstjórnarlög kveða á um."
Samkvæmt 28. grein sveitarstjórnarlaga eiga sveitarstjórnarmenn rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem liggja fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Þær upplýsingar sem óskað er eftir liggja ekki tilbúin fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins heldur hefur þurft mikla vinnu við að safna þeim saman og yfirfara með hvaða hætti farið var í tiltekin verk, hvort farið var í útboð, viðhöfð verðfyrirspurn, unnið eftir rammasamningum o.s.frv. Hafa ber í huga að sveitarfélagið hefur framkvæmt eða sinnt viðhaldi fyrir um eða yfir milljarð króna á ári hverju undanfarin ár.
Það er ákvörðun sveitarstjóra eða sveitarstjórnar að taka hvort farið sé í slíka vinnslu. Ef ákvörðun er tekin um slíka vinnslu er ekki tiltekinn tímafrestur á skilum heldur ber að upplýsa fyrirspyrjanda um ef vinnslan tekur langan tíma.
Fyrir liggur að sveitarstjóri hefur upplýst fyrirspyrjanda um að unnið sé að vinnslu gagna til svara fyrirspurninni. Jafnframt hefur fyrirspyrjandi verið upplýstur um hve viðamikil hún er. Þá liggur fyrir að þeir starfsmenn sem höfðu mesta aðkomu að verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins á þessum árum, þ.e. fyrrverandi sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, forstöðumaður framkvæmda og umsjónarmaður eignasjóðs, eru ýmist komnir til annarra starfa eða fallnir frá og aðgangur að hluta gagna því vandkvæðum bundinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni.