Fara í efni

Skagafjarðarhöfn - Beiðni um framkvæmdaleyfi - Þekja

Málsnúmer 2502273

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 69. fundur - 05.03.2025

Dagur Þ. Baldvinsson f.h. Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar þekju við Sauðárkrókshöfn.
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi á steyptri þekju og lagnavinnu við hafnarkant Efri garðs á Sauðárkróki samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús og 2 stk. undirstöður fyrir ljósamöstur, leggja ídráttarrör, leggja heita- og kaldavatnslagnir, setja upp vatnshana og tenglaskápa, grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu, slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 2.590 m2.
Verkliðirnir voru unnir í samráði við hafnir Skagafjarðar og Skagfjarðarveitur. Verkefnið var ákvarðað og tekið inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið og höfnina.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt verði farið fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 69. fundi skipulagsnefndar frá 5. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Dagur Þ. Baldvinsson f.h. Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar þekju við Sauðárkrókshöfn.
Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi á steyptri þekju og lagnavinnu við hafnarkant Efri garðs á Sauðárkróki samkvæmt samgönguáætlun. Helstu verkþættir eru: Steypa upp vatns- rafbúnaðarhús og 2 stk. undirstöður fyrir ljósamöstur, leggja ídráttarrör, leggja heita- og kaldavatnslagnir, setja upp vatnshana og tenglaskápa, grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna undir steypu, slá upp mótum, járnabinda og steypa þekju, alls um 2.590 m2.
Verkliðirnir voru unnir í samráði við hafnir Skagafjarðar og Skagfjarðarveitur. Verkefnið var ákvarðað og tekið inn í samgönguáætlun í samráði við sveitarfélagið og höfnina.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt verði farið fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við verklýsingu Vegagerðarinnar dags. desember 2024 og jafnframt fer sveitarstjórn fram á að Skagafjarðarhafnir láti vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir á eigin kostnað.