Fara í efni

Hofsstaðasel L146407 - Fyrirspurn um stækkun byggingarreits gripahús

Málsnúmer 2502275

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 70. fundur - 21.03.2025

Þann 03. maí 2017 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Hofsstaðasels, landnr. 146407, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar, staðfest í sveitarstjórn þann 08. maí 2017.
Bessi Freyr Vésteinsson og Sólrún Ingvadóttir, f.h. Sels ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofsstaðasels, landnr. 146407, óska með eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.775,6 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70670201 útg. 13. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40 m til norðurs og um 2 m til austurs og vesturs við norðurenda núverandi byggingar.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi fjósbyggingar sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður 1.300 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 og L-3 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Reiturinn gengur inn á um 818 m² ræktaðs lands en er að öðru leyti í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Umrædd skerðing á ræktuðu landi hefur engin áhrif á búrekstrarskilyrði enda ræktað land jarðarinnar skráð 27 ha. Skerðingin er því um 0,3 %. Þá er það mat umsækjanda að stækkun til norðurs lágmarki áhrif uppbyggingar á aðra.
Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Einnig kemur fram í umsókn að fyrirhuguð viðbygging fjósbyggingar sé grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar og verður hún í hvarfi fyrir Hofsstaðaseli landi, L179937, sem er jafnframt í um 360 m fjarlægð frá umbeðinni stækkun byggingarreits.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.