Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

37. fundur 08. apríl 2025 kl. 16:15 - 17:38 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason varam.
    Aðalmaður: Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 137

Málsnúmer 2503010FVakta málsnúmer

Fundargerð 137. fundar byggðarráðs frá 12. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra vegna áforma um uppbyggingu á Líforkuveri sem ætlað er að framleiða orkugjafa og áburðarefni sem unnin eru úr lífmassa. Líforkuverinu er einnig ætlað að leysa úr ófullnægjandi innviðum til förgunar á aukaafurðum dýra í efsta áhættuflokki (CAT1), en sakir heilsu manna, dýra og umhverfis er mikilvægt að dýraleifar séu meðhöndlaðar á ábyrgan og viðurkenndan hátt. Ísland var dæmt brotlegt með dómi EFTA dómstólsins í máli E-3/22 sem kveðinn var upp hinn 29. júlí 2022 og ESA hefur upplýst um að stofnunin muni gefa út tilkynningu þess efnis að matvælaöryggi á Íslandi sé ekki tryggt, finnist ekki viðunandi lausn.

    Á síðasta ári gerðist mikið í málefnum Líforkuvers, en um það var stofnað sérstakt félag í eigu SSNE. Ríkið kom að því félagi gegnum umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið. Á árinu skapaðist mikil samstaða á Norðurlandi eystra um mikilvægi verkefnisins, sem byggði á þeim grunni sem hafði verið lagður árin á undan. Þá vann félagið tillögu að samræmdu söfnunarkerfi fyrir dýraleifar á landsvísu.

    Nú halda nýir ráðherrar um málaflokkana, en bæði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið (áður matvælaráðuneytið), koma að málum. Það er óljóst hvar málin eru stödd innan stjórnkerfisins og erfiðlega hefur gengið að fá svör.

    Fyrir liggur beiðni frá SSNE um þátttöku hagsmunaaðila í áskorun á stjórnvöld um uppbyggingu móttökustöðvar fyrir dýrahræ og úrgang dýraafurða á Norðurlandi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í umræddri áskorun á stjórnvöld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði leggur fram svohljóðandi tillögu:
    "Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð leggur til að byggðarráð Skagafjarðar falli frá áformum um sölu félagsheimilisins í Hegranesi og unnið verði í samstarfi við íbúafélagið í Hegranesi að lausnum sem tryggja að húsið haldi áfram að þjóna samfélaginu án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið.

    Greinargerð:
    Félagsheimili Rípurhrepps hefur verið hjarta samfélagsins í Hegranesi í áratugi, vettvangur fyrir menningarviðburði, samkomur og samfélagsleg verkefni sem styrkja félagsauð og samheldni íbúa. Húsið er byggt af þessu samfélagi, m.a. af elsta kvenfélagi landsins sem enn á þar sinn samverustað. Samfélagið í Hegranesi fer stækkandi og hefur sýnt eindreginn vilja sinn til að halda rekstri félagsheimilisins áfram.

    VG og óháð telja að stjórnsýslan eigi að miða að því að finna sjálfbærar lausnir sem gera íbúum kleift að halda utan um eignina án þess að sveitarfélagið þurfi að bera beinan rekstrarkostnað, þar sem það er augljós vilji íbúa í Hegranesi að halda starfsemi hússins óbreyttri. Við leggjum til að unnið verði áfram í samráði við íbúasamtökin í Hegranesi til að útfæra lausn sem gerir þeim kleift að taka yfir rekstur hússins með formlegum samningi við sveitarfélagið í stað þess að húsið verði selt á almennum markaði til hæstbjóðanda.

    VG og óháð leggja áherslu á að:
    - Sala félagsheimila í dreifðum byggðum verði ekki framkvæmd án breiðrar sáttar við íbúa svæðisins.
    - Fjárhagsleg sjónarmið verði ekki lögð til grundvallar nema tekið sé fullt tillit til menningarlegra og samfélagslegra áhrifa.
    - Útfærslur verði skoðaðar þar sem íbúar geti tekið yfir eignarhald og rekstur hússins með samningi í stað sölu. Fordæmi eru fyrir leigufríu afnoti húss í eigu sveitarfélagsins samanber Sýndarveruleiki ehf., sveitarfélagið sér þó um viðhald þess húss.
    - Eða sambærilegar útfærslur verði farnar og áður hafa verið farnar í Skagafirði, t.d. með matskvarða samanber Hlaðan eða Sauðá.

    Að því sögðu leggjum við til að byggðarráð hætti við áform um almenna sölu félagsheimilisins í Hegranesi og vinni þess í stað áfram með íbúum að lausn sem tryggir framtíð hússins sem samfélagslegs mannvirkis án fjárhagslegrar ábyrgðar sveitarfélagsins."

    Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
    "Frestað verður framkvæmd ákvörðunar um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps. Áður en til hennar kemur verður kannaður grundvöllur þess, með auglýsingu, hvort áhugasamir aðilar hafi hug og getu til þess að sjá um rekstrarhald framangreindra félagsheimila, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Við mat á viðhaldi, sem leigutaki skuldbindur sig til að sinna, verður horft til þess að árleg viðhaldsfjárhæð nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur 1,5% af brunabótamati. Ekki verður innheimt leiga í öðru formi fyrir afnot félagsheimilanna. Rekstraraðila verður skylt að reka húsin áfram sem félagsheimili. Skilmálar til að tryggja þetta og takmarka önnur not munu koma fram í leigusamningi. Sveitarstjóra er falið að auglýsa fasteignirnar til leigu með framangreindum hætti, í samræmi við lög um opinber fjármál og ríkjandi sjónarmið um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við sölu eða leigu opinberra eigna, og útbúa í samráði við lögfræðing sveitarfélagins leigusamninga til allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda, svo sem byggðarráð ákvað á 135. fundi þess 26. febrúar sl. Gildir þá jafnframt samhljóða samþykkt byggðarráðs frá sama fundi um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna. Þetta ákvæði gildir ekki í þeim tilfellum þar sem til eru sérsamningar milli viðkomandi félaga og sveitarfélagsins um skiptingu söluandvirðis, komi til sölu viðkomandi félagsheimils. Sveitarstjóra er jafnframt falið að segja upp núverandi samningi um rekstur á félagsheimilinu í Hegranesi við Álfaklett ehf. frá árinu 2012. Í Skagaseli er hússtjórn sem hefur beðist lausnar. Að þessu frágengnu verður svo áfram unnið með íbúum og eigendum annarra félagsheimila að breyttri leiguleið eða sölu.

    Greinargerð:
    Um langt skeið hafa allir flokkar sem eiga kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar sammælst um að ekki sé rétt að sveitarfélagið eigi að öllu leyti eða stærstu leyti eignarhlut í 10 félagsheimilum í sveitarfélaginu. Ekkert annað sveitarfélag á Íslandi á jafn mörg félagsheimili og Skagafjörður. Fjölmörg dæmi eru jafnframt orðin um sölu á félagsheimilum í öðrum sveitarfélögum þar sem nýir eigendur hafa endurvakið húsin og glætt þau lífi með ýmsum hætti eins og að breyta þeim í íbúðarhús, fjölnota ferðaþjónustustað, sýningarhald eða ýmis konar menningartengda starfsemi. Flest þessara húsa í dag hafa fremur umfangslitla starfsemi, hvort sem horft er til fjölda viðburða eða tekna af útleigu til að standa straum af rekstrarkostnaði þeirra sem reka húsin. Samhliða því ber svo sveitarfélagið umtalsverðan kostnað af rekstrinum ásamt því að sjá um viðhald þeirra samkvæmt samningum við viðkomandi rekstraraðila.

    Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
    "Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
    Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
    Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
    VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."

    Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Þessi liður var tekinn inn með afbrigðum á 36. fund sveitarstjórnar þann 12. mars 2025 og afgreiddur á þeim fundi.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagt fram bréf dagsett 4. mars 2025 frá samtökunum Landsbyggðin lifi sem sent var á allar sveitarstjórnir landsins. Samtökin leita eftir samstarfi við sveitarfélög í dreifbýli vegna þátttöku samtakanna í samstarfsverkefninu „Coming, Staying, Living - Ruralizing Europe“. Verkefnið leitast við að efla byggð í dreifbýli og smærri samfélögum með áherslu á grunnþjónustu, sjálfbærni og samfélagsþol.

    Byggðarráð telur sér ekki fært að taka þátt í verkefninu en óskar samtökunum velfarnaðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. mars 2025 frá Erlu Einarsdóttur formaður Sólon myndlistafélags og Ingibjörgu Hafstað gjaldkerfi félagsins. Í erindinu fara þær þess á leit að koma á fundi við byggðarráð vegna framkvæmda og hækkaðs upphitunarkostnaðar Gúttó.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við fundarbeiðninni og felur sveitarstjóra að boða þau á fund byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Máli vísað frá 31. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. mars sl., þannig bókað:
    "Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna, reglurnar grundvallast á 15. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Máli vísað frá 31. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. mars sl., þannig bókað:
    "Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. þar sem nefndin samþykkti drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Starfsfólk fjölskyldusviðs Skagafjarðar leggur til breytingar á reglum Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum. Verið er að innleiða rafræna fjárhagsaðstoð og eru tillögurnar nauðsynlegar til að klára innleiðinguna. Reglurnar voru endurskoðaðar með tilliti til innleiðingarinnar. Í ferlinu voru einnig lagðar til aðrar breytingar sem einfaldað geta vinnslu mála ráðgjafa á fjölskyldusviði, þegar sótt er um fjárhagsaðstoð. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 54/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.)".

    Umsagnarfrestur er til og með 12.03.2025.
    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagt fram til kynningar bréf frá Draupni Lögmannsþjónustu „Andmæli landeigenda við áformum Landnets vegna Blöndulínu 3“, dags. 28. febrúar 2025, sem sent var á bæði sveitarfélagið Skagafjörð og Landsnet með samhljóða afriti á hvorn aðila, móttekið þann 4. mars 2025.
    Þar kemur fram ítrekun á andmælum landeigenda eftirtalinna jarða við lagningu loftlínu Blöndulínu 3 um jarðir þeirra á svokallaðri Kiðaskarðsleið:

    - Brúnastaðir, landnr. 146157
    - Brúnastaðir 3, landnr. 220621
    - Hvíteyrar, landnr. 146178
    - Lækjargerði, landnr. 220303
    - Laugamelur, landnr. 216379
    - Litli-Dalur, landnr. 146204
    - Starrastaðir, landnr. 146225
    - Starrastaðir, landnr. 145226

    Byggðaráð bendir á að vinnslutillaga Aðalskipulags Skagafjarðar var samþykkt á 69. fundi skipulagnefndar Skagafjarðar þann 5. mars síðastliðinn og fer fyrir sveitarstjórn síðar í dag.

    Verði vinnslutillagan samþykkt á fundi sveitarstjórnar fer hún í formlegt auglýsinga- og umsagnarferli ásamt því að haldnir verða fundir með vinnustofum. Í þessu ferli verður hægt að koma á framfæri umsögnum varðandi málið á skipulagsgáttinni undir málsnúmeri 613/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613).

    Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagt fram til kynningar ódagsett bréf frá framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins fimmtudaginn 20. mars nk. Jafnframt fylgja bréfinu tillögur fyrir aðalfundinn. Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn en sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 137 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu á innleiðingu tillagna úr skýrslu HLH ehf um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 137. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 138

Málsnúmer 2503018FVakta málsnúmer

Fundargerð 138. fundar byggðarráðs frá 18. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Mál síðast á dagskrá 129. fundar byggðarráðs þann 15. janúar sl.

    Lagt fram erindi frá stjórn UMSS, dagsett 13. mars sl., þar sem stjórn UMSS sækir formlega um stuðning frá sveitarfélaginu Skagafirði við að halda 27. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki, dagana 30. júlí - 2. ágúst 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að styðja UMSS til þess að halda unglingalandsmótið árið 2026.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Lagt fram erindi frá Ólafi Jónssyni, dagsett 27. febrúar sl.

    Í erindi sínu fer Ólafur fram á það við byggðarráð Skagafjarðar að fá upplýsingar um tekjur sveitarfélagsins fyrir árin 2022, 2023 og 2024 sem verða til í póstnúmeri 570. Er þar vísað til útsvarstekna, tekna af fasteignum í póstnúmeri 570, tekjur frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga og allra annarra tekna Skagafjarðar vegna íbúa eða fyrirtækja í póstnúmeri 570.

    Stór hluti þeirra upplýsinga sem Ólafur biður um berast sveitarfélaginu ekki sundurliðaðar og því ekki hægt að sækja allar umbeðnar upplýsingar. Útsvar sem greitt er til sveitarfélagsins, tekjur úr jöfnunarsjóði og aðrar slíkar tekjur berast sveitarfélaginu í einni greiðslu og er ekki sundurliðuð niður á einstaka íbúa eða svæði.

    Sveitarstjóri lagði fram drög að svari, þar sem búið er að taka saman þær upplýsingar sem fyrir liggja sundurliðaðar niður á póstnúmer. Er þar um að ræða fasteignaskatt og sorphirðugjöld, auk tekna vegna hitaveitu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Máli vísað frá 36. fundi fræðslunefndar þann 27. febrúar 2025, þannig bókað:
    "Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaráðgjafar, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti þjónustu við gerð og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð. Skólastjórnendur grunnskóla Skagafjarðar hafa fengið kynningu frá Ásgarði og er í samráði við þá lagt til að gengið verði til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf um vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Ásgarð með þeim fyrirvara að Byggðarráð samþykki að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs undirbúa gerð viðauka að upphæð 2,5 milljóna króna vegna samningsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.

    Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
    "Mikilvægt er að kannaðir verði allir kostir og gallar virkjunarkosta Héraðsvatna. Ég tel því ekki tímabært að tekin sé afstaða hvort virkjunarkostir eigi að fara í nýtingarflokk eða verndunarflokk. Við skorum á stjórnvöld að halda virkjunarkostum í Héraðsvötnum í biðflokk þangað til allir faghópar hafa skilað af sér áliti. Einnig skorum við á stjórnvöld að halda kynningarfund fyrir íbúa Skagafjarðar þar sem allir faghópar kynna sínar niðurstöður."

    Fulltrúar meirihluta, Gísli Sigurðsson og Einar E Einarsson, óska bókað:
    "Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri tillögu sem sett er fram í framangreindri þingsályktunartillögu um breytingar á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þannig að eftirfarandi kostir á Norðurlandi færist úr biðflokki í verndarflokk:
    Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun C, R3107C,
    Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun D, R3107D,
    Norðurland, Héraðsvötn, Villinganesvirkjun, R3108A,
    Norðurland, Héraðsvötn, Blanda, Vestari-Jökulsá, R3143A.

    Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).

    Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu. Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Lítið virðist þar t.d. gert með minnisblað verkfræðistofunnar Verkíss sem dagsett er 15. desember 2015. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Þá er einnig áréttað að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.

    Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi.

    Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.

    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði því áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum óskar bókað:
    "VG og óháð fagna því að með þessari tillögu verði Héraðsvötnin sett aftur í verndarflokk samkvæmt rammaáætlun og að virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun C og D, Villinganesvirkjun og virkjun á Vestari-Jökulsá í Héraðsvötnum verði þar með felldir úr áformum um virkjun.
    Við teljum að þessi breyting sé mikið framfaraskref í átt að náttúruvernd þar sem Héraðsvötnin og Vestari-Jökulsá eru ómetanleg náttúruauðlind og mikilvæg fyrir lífríki, ásýnd landsins og samfélagið á svæðinu. Með því að setja þessar virkjanahugmyndir aftur í verndarflokk er verið að tryggja að svæðið haldi áfram að njóta verndar gegn óafturkræfum inngripum.
    Þetta skref er einnig í samræmi við áherslur á líffræðilega fjölbreytni og vernd vatnasvæða. Að auki sýnir þessi ákvörðun fram á að stjórnvöld séu tilbúin að byggja ákvarðanir á traustum vísindalegum gögnum og náttúruverndarsjónarmiðum, en faghópur sem metið hefur áhrif virkjana í Héraðsvötnum staðfesti að áhrif þeirra hefðu ekki verið ofmetin heldur væru alvarleg.
    VG og óháð leggja áherslu á að vernd náttúruauðlinda sé sett í forgang og að stefna í orkumálum taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins, náttúrunnar og komandi kynslóða. Við teljum að þessi ákvörðun styrki umgjörð rammans og veiti skýra línu um mikilvægi náttúruverndar.
    Við hvetjum Alþingi til að samþykkja þessa breytingu og tryggja að Héraðsvötnin fái nauðsynlega vernd til framtíðar."
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

    VG og óháð ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "VG og óháð fagna því að með þessari tillögu verði Héraðsvötnin sett aftur í verndarflokk samkvæmt rammaáætlun og að virkjunarkostir eins og Skatastaðavirkjun C og D, Villinganesvirkjun og virkjun á Vestari-Jökulsá í Héraðsvötnum verði þar með felldir úr áformum um virkjun.
    Við teljum að þessi breyting sé mikið framfaraskref í átt að náttúruvernd þar sem Héraðsvötnin og Vestari-Jökulsá eru ómetanleg náttúruauðlind og mikilvæg fyrir lífríki, ásýnd landsins og samfélagið á svæðinu. Með því að setja þessar virkjanahugmyndir aftur í verndarflokk er verið að tryggja að svæðið haldi áfram að njóta verndar gegn óafturkræfum inngripum.
    Þetta skref er einnig í samræmi við áherslur á líffræðilega fjölbreytni og vernd vatnasvæða. Að auki sýnir þessi ákvörðun fram á að stjórnvöld séu tilbúin að byggja ákvarðanir á traustum vísindalegum gögnum og náttúruverndarsjónarmiðum, en faghópur sem metið hefur áhrif virkjana í Héraðsvötnum staðfesti að áhrif þeirra hefðu ekki verið ofmetin heldur væru alvarleg.
    VG og óháð leggja áherslu á að vernd náttúruauðlinda sé sett í forgang og að stefna í orkumálum taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins, náttúrunnar og komandi kynslóða. Við teljum að þessi ákvörðun styrki umgjörð rammans og veiti skýra línu um mikilvægi náttúruverndar.
    Við hvetjum Alþingi til að samþykkja þessa breytingu og tryggja að Héraðsvötnin fái nauðsynlega vernd til framtíðar."

    Byggðalisti ítrekar bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Mikilvægt er að kannaðir verði allir kostir og gallar virkjunarkosta Héraðsvatna. Ég tel því ekki tímabært að tekin sé afstaða hvort virkjunarkostir eigi að fara í nýtingarflokk eða verndunarflokk. Við skorum á stjórnvöld að halda virkjunarkostum í Héraðsvötnum í biðflokk þangað til allir faghópar hafa skilað af sér áliti. Einnig skorum við á stjórnvöld að halda kynningarfund fyrir íbúa Skagafjarðar þar sem allir faghópar kynna sínar niðurstöður."

    Meirihluti ítrekar bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri tillögu sem sett er fram í framangreindri þingsályktunartillögu um breytingar á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, þannig að eftirfarandi kostir á Norðurlandi færist úr biðflokki í verndarflokk:
    Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun C, R3107C,
    Norðurland, Héraðsvötn, Skatastaðavirkjun D, R3107D,
    Norðurland, Héraðsvötn, Villinganesvirkjun, R3108A,
    Norðurland, Héraðsvötn, Blanda, Vestari-Jökulsá, R3143A.

    Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).

    Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu. Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Lítið virðist þar t.d. gert með minnisblað verkfræðistofunnar Verkíss sem dagsett er 15. desember 2015. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Þá er einnig áréttað að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.

    Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi.

    Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.

    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði því áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."

  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 58/2025, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar". Umsagnarfrestur er til og með 20.03. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur að í grunninn tryggi núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi sjálfbærni veiða, hagkvæmni í greininni og tekjur til þjóðarbúsins í formi veiðigjalda. Ekkert kerfi er hins vegar fullkomið og eðlilegt að regluverk séu endurskoðuð með reglubundnum hætti.

    Ekki er unnt að sjá af texta reglugerðarinnar í Samráðsgátt hvernig ný ríkisstjórn ætlar að tryggja 48 daga strandveiðar þar sem ekki er gert ráð fyrir auknum kvóta eða tilfærslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins til að mæta því markmiði.

    Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir með umsögn bæjarráðs Ísafjarðar þar sem kemur fram að greiningar hafi sýnt að launahlutfall sé verulega lægra í strandveiðum en í öðrum veiðum, þrátt fyrir að telja mætti að mannaflsfrekar veiðar krefðust þess. Sveitarfélög hafa sínar tekjur af útsvari, og lægri laun hafa því áhrif á tekjur sveitarfélaga. Þetta verður enn skýrara ef sjómenn búa ekki árið um kring í sveitarfélaginu og hafa ekki lögheimili þar.

    Byggðarráð Skagafjarðar er fylgjandi breytingum á reglum um strandveiðar í þá átt að meira af afleiddum áhrifum verði eftir í sjávarbyggðunum en er hinsvegar ekki fylgjandi auknu vægi strandveiða á kostnað fyrirtækja sem stunda veiðar og vinnslu og skapa störf og tekjur í heimabyggð, árið um kring.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 138 Lagt fram svarbréf frá Byggðastofnun til SSNV dagsett 7. mars sl. þar sem tilkynnt er um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur að tillögu valnefndar samþykkt styrk vegna verkefnisins „Þekkingargarðar“ að upphæð 8.000.000 kr.

    Byggðarráð fagnar veittu framlagi til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 139

Málsnúmer 2503026FVakta málsnúmer

Fundargerð 139. fundar byggðarráðs frá 26. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Erla Einarsdóttir formaður Sólon myndlistafélags og Ingibjörg Hafstað gjaldkeri félagsins sátu fundinn undir þessum lið.

    Málið tekið fyrir á 137. fundi byggðarráðs þann 12. mars 2025. Þá samþykkti byggðarráð að boða forsvarskonur Sólon myndlistafélags til fundar við byggðarráð vegna hækkaðs upphitunarkostnaðar í Skógargötu 11, oft nefnt Gúttó, í kjölfar yfirstandandi viðhaldsframkvæmda á húsnæðinu. Mikil viðhaldsþörf var komin á húsnæðið og þarf að styrkja útveggi, skipta um glugga og þak ásamt því að steypa og endurbyggja kjallarann. Ljóst er að það mun taka u.þ.b. þrjú ár til viðbótar að klára þessar framkvæmdir. Verkið stendur nú þannig að norðurbyggingin er óeinangruð að hluta og heldur því illa hita. Starfsmenn eignasjóðs fóru ásamt pípara í yfirferð og stilltu af hitakerfi hússins til að vinna móti húshitunarkostnaði en ljóst er að aukinn kostnaður fylgir húshitun á meðan byggingin stendur óeinangruð að hluta.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að styrkja Sólon myndlistafélag um greiðslu húshitunarkostnaðar, þannig að Sólon myndlistafélag greiðir húshitun miðað við eðlilegt árferði en Skagafjörður greiðir umframnotkun á meðan á framkvæmdum stendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Mál áður á dagskrá 133. fundar byggðarráðas Skagafjarðar þann 12. febrúar 2025. Þar var samþykkt að bjóða þjónustuna út.

    Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl. Eitt tilboð barst og var bjóðandi FGH Lausnir ehf. sem buðu verð sem var 2% yfir kostnaðaráætlun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf og felur sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga við félagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Mál áður á dagskrá 133. fundar byggðarráðas Skagafjarðar þann 12. febrúar 2025. Þar var samþykkt að bjóða þjónustuna út.

    Boðnir voru út tveir hlutar í útboðinu, annars vegar akstursleið 1 sem er að mestu akstur innan Sauðárkróks 5 daga vikunnar en 2 daga vikunnar í dreifbýli til viðbótar við innanbæjaraksturinn, hins vegar akstursleið 2 sem er eingöngu í dreifbýli 2 daga í viku.

    Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl.

    Ekkert tilboð barst í akstursleið 1.

    Eitt tilboð barst í akstursleið 2. Bjóðandi er FGH Lausnir ehf. og hljóðar tilboðsverð upp á 90,6% af kostnaðaráætlun.

    Í ljósi þess að ekkert tilboð barst í akstursleið 1, þá þarf að leita lausna til að útvega þjónustuaðila til að taka að sér akstur á þeirri leið.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf í akstursleið 2. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga um akstursleið 1 við aðila sem uppfylla kröfur útboðsins. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins.

    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Í kjölfar þess að fjöldi lóðaleigusamninga vegna lóða á Nöfunum á Sauðárkróki rann út fyrir síðustu áramót sendi Skagafjörður bréf á alla leigutaka til að upplýsa um að samningar hefðu runnið út. Í því bréfi var óskað eftir upplýsingum um hvort leigutakar hyggðust nýta forleigurétt sinn á þeirri lóð sem viðkomandi hafði á leigu. Í bréfinu var jafnframt upplýst um að þeir sem ekki ætla sér að nýta forleiguréttinn skulu víkja af lóðinni og bæri þá leigutökum að fjarlægja eigur sínar af henni, krefjist sveitarfélagið þess.

    Fyrir liggur að lóð 38 verður skilað til sveitarfélagsins. Á lóðinni standa mannvirki sem ekki eru skráð. Mannvirkin eru í mjög bágu standi og þyrfti að rífa.

    Fyrir liggur að lóð 13 verður skilað inn. Leigutaki er látinn og forsvarsmenn dánarbúsins óska eftir formlegri ákvörðun um hvort staðið verði við þá ákvörðun að lóðin verði afhent sveitarfélaginu hrein eða hvort afhenda megi lóðina með þeim mannvirkjum sem á henni standa.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að gera ekki kröfu á dánarbúið að láta rífa mannvirki af lóð 13 við afhendingu hennar til sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að ekki komi til greiðslu af hendi sveitarfélagsins fyrir þá muni eða mannvirki sem afhent verða með lóðinni.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að sjá til þess að mannvirki á lóð 38 verði rifin.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi nýja kjarasamninga við aðildafélög KÍ. Þar er farið yfir væntanleg fjárhagsleg áhrif nýs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ á sveitarsjóð Skagafjarðar.

    Í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 var gert ráð fyrir að hækkun launa yrði að jafnaði 5,4% á árinu 2025 í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Áætluð áhrif kjarasamnings aðildarfélaga KÍ er u.þ.b. 195 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun 2025 gerir ráð fyrir. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 voru teknar frá 105 m.kr. í varúðarfærslu vegna ófyrirséðra langtímaveikinda og mögulegra umframlaunahækkana umfram það sem gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá. Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aukakostnaði nýgerðra kjarasamninga á sveitarsjóð með hagræðingaraðgerðum og/eða tekjuöflun.

    Þess ber að geta að ríkisvaldið hefur lýst því yfir að hluti málaflokks barna með fjölþættan vanda verði yfirtekinn af ríkinu og mun yfirfærslan hafa einhver jákvæð áhrif á tekjuhlið fjárhagsáætlunar. Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir að rekstrarhalli á málefnum fatlaðs fólks nemi u.þ.b. 71,5 m.kr. fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og ljóst að þrátt fyrir yfirfærslu málefna barna með fjölþættan vanda verður áfram talsverður rekstrarhalli á málaflokknum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna kjarasamninganna. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að ráðist verði í ítarlega greiningu á því til hvaða hagræðingaraðgerða sé hægt að grípa á árinu 2025 hvað varðar rekstur og fjárfestingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Magnúsi B. Jónssyni fyrir hönd stjórnar Norðurár bs., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins föstudaginn 28. mars nk., kl. 13.00 í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Sveitarstjóri er sjálfkrafa handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Máli vísað frá 32. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 20. mars 2025, þannig bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs."

    Gjaldskrá byggðasafnsins var síðast hækkuð í upphafi árs 2025. Þá var almennur aðgangseyrir á sýningar safnsins í Glaumbæ hækkaður um 10-11,76%. Í gjaldskrá ársins 2026 er lagt til að þessu gjaldi verði haldið óbreytt frá gjaldskrá ársins 2025. Gjaldið í Víðimýrarkirkju hefur ekki verið hækkað undanfarin ár og því lögð til hækkun um 10-14% í framlagðri gjaldskrá.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.

    Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 139 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál - Borgarstefna.

    Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.

    Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu en leggur áherslu á að þess verði samhliða gætt að ekki verið dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annars staðar á landinu, m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Þá er nauðsynlegt að stórefla samgöngur til að stuðla að því að t.d. Akureyri geti sinni svæðishlutverki til vesturs. Þar er brýnt að horfa til jarðganga um Tröllaskaga til að stytta og styrkja samgöngur á milli allra helstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi. Einnig er mikilvægt að rík áhersla verði lögð í borgarstefnu á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítala Íslands í lífsbjargandi þjónustu við íbúa landsbyggðanna.
    Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir umsögn Múlaþings við framangreinda þingsályktunartillögu hvað varðar nauðsyn stefnumótunar fyrir þau svæði utan borgarsvæðanna sem gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöðvar þjónustu og verslunar fyrir stór og dreifbýl landsvæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 139. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 140

Málsnúmer 2503035FVakta málsnúmer

Fundargerð 140. fundar byggðarráðs frá 2. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Kristján Jónasson og Helgi Níelsson endurskoðendur frá KPMG sátu fundinn undir þessum lið og lögðu fram ársreikning Skagafjarðar 2024. Öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum, sem ekki sitja í byggðarráði, var boðið að vera viðstödd kynningu hans.
    Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið auk Hrundar Pétursdóttur og Sólborgar Sigurrósar Borgarfsdóttur sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

    Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu 9.493 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 8.077 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 480 millj. kr., þar af jákvæð í A-hluta um 215 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 5.117 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A-hluta nam 2.781 millj. kr.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ársreikningur Skagafjarðar 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Lögð fram skýrsla KPMG frá 24. mars 2025 þar sem farið er yfir niðurstöður stjórnsýsluskoðunar hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki grunn- og framhaldsskóla, foreldrafélögum- og ráðum, ungmennaráði og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar um hvernig hægt sé að mæta þörfum barna og ungmenna við áskorunum nútímans.

    Greinagerð:
    Í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu að undanförnu um notkun barna og ungmenna á samfélagsmiðlum og forritum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Mikilvægt er að Skagafjörður sem heilsueflandi sveitarfélag leggi sitt af mörkum til mæta breyttum veruleika barna og ungmenna.
    Börn og ungmenni hafa ólíkan bakgrunn og bakland og eru oft og tíðum að kljást við hinar ýmsu áskoranir. Það er mikilvægt að Skagafjörður bregðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu og skapi umgjörð og aðstæður þar sem velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi."

    Tillaga Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að ræða útfærslu verkefnisins við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og farsældarfulltrúa Norðurlands vestra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar sem hér segir:
    - Hækkun launaáætlunar í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Skagafjarðar vegna kjarasamninga KÍ félaga samtals 199,3 m.kr.
    - Viðauki vegna reksturs mötuneytis Árskóla, samtals 32,6 m.kr.
    - Lagfæringar á körfuboltavelli við Árskóla eftir skemmdir í óveðri samtals 4 m.kr.
    - Nýr samningur við skíðadeild Tindastóls, samtals 2 m.kr.
    - Aðkeypt ráðgjöf við undirbúning og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð 2,5 m.kr.
    - Hækkun gjalda við akstursþjónustu fyrir dagdvöl aldraðra í kjölfar útboðs 21,5 m.kr.
    - Uppsetning Faxa, samtals 2 m.kr.
    - Úttekt á gervigrasvelli á Sauðárkróki, samtals 0,6 m.kr

    Samtals útgjaldaaukning upp á 159 m.kr.
    Gert er ráð fyrir auknu útsvari að fjárhæð 35 milljóna króna.
    Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 124 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu í viðaukanum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Skagafjörður sendi frá sér verðfyrirspurn um klæðningu og gluggaskipti á vesturhlið Grunnskólans austan vatna á Hofsósi. Föstudaginn 21. mars 2025 klukkan 13:00 voru opnuð tilboð í verðfyrirspurnina.

    Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá K-tak ehf. upp á 38,4 m.kr. og hitt tilboðið frá Uppsteypu ehf. upp á 39,2 m.kr. Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið og að gerður verði viðauki fyrir mismuni á kostnaðaráætlun og upphæð tilboðs sem tekið var.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Skagafjörður auglýsti til leigu Sólgarðaskóla í Fljótum þann 3. mars síðastliðinn. Leigutími er frá 1. apríl til 31. desember 2025, með möguleika á áframhaldandi leigu. Ein umsókn barst um leigu á fasteigninni frá Sótahnjúk ehf. þar sem hugmyndir eru um að nýta fasteignina undir ferðaþjónustu og tengda starfsemi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við félagið um leigu á Sólgarðaskóla í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Lagt fram erindi frá SSNV og SSNE dagsett 26. mars 2025. Árið 2023 samþykktu öll sveitarfélög á svæði Norðurlands eystra og Norðurlands vestra sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Með svæðisáætluninni hafa sveitarfélögin sett sér sameiginlega stefnu og markmið í úrgangsmálum á landsvæðinu, en einnig samþykkt aðgerðaáætlun sem inniheldur 18 aðgerðir í úrgangsmálum. Með erindinu sem sent var til sveitarfélagsins Skagafjarðar er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið vegna þeirrar vinnu sem framundan er við áætlunina.

    Frestur til að skila inn tilnefningu er til föstudagsins 4. apríl næstkomandi.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, sem tengilið Skagafjarðar vegna vinnu við aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Á 116. fundi byggðarráðs þann 8. október 2024 samþykkti byggðarráð samhljóða að skila starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar.

    Starfshópurinn hefur lokið störfum sínum og skýrsla starfshópsins lögð fyrir byggðarráð til kynningar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa skýrslunni einnig tekin til umfjöllunar í fræðslunefnd í samræmi við ákvörðun byggðarráðs frá 116. fundi ráðsins þann 8. október sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 140 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 62/2025, "Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald".

    Umsagnarfrestur er til og með 03.04.2025.

    Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað:
    "Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.

    Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.

    Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.

    Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.

    Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
    Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
    Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.

    Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
    Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
    Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."

    Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
    "Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.

    Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
    - Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
    - Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
    - Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
    - Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
    - Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.

    Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.

    Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
    Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."
    Bókun fundar Afgreiðsla 140. fundar byggðarráðs staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

    VG og óháð ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.

    Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
    - Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
    - Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
    - Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
    - Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
    - Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.

    Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.

    Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
    Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."

    Fulltrúar meirihluta og byggðalista ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
    "Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.

    Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.

    Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.

    Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.

    Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
    Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.

    Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
    Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
    Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.

    Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
    Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
    Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32

Málsnúmer 2503022FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Gísli Sigurðsson og Hrefna Jóhannesdóttir kvöddu sér hljóðs
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Kristín Sigurrós Einarsdóttir, héraðsbókavörður kom inn á fundinn og kynnti ársskýrslu Héraðsbókasafns Skagfirðinga. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Teknar fyrir niðurstöður þjónustukönnunar fyrir Héraðsbókasafn Skagfirðinga sem framkvæmd var í nóvember og desember 2024. Alls bárust 202 svör og munu niðurstöðurnar nýtast í áframhaldandi þróun á þjónustu Héraðsbókasafnsins.
    Helstu niðurstöður voru á þá leið að mikill áhugi er fyrir laugardagsopnun, fjölbreyttari viðburðum fyrir yngrafólk og betri aðstöðu fyrir námsmenn.
    Kristín Sigurrós Einarsdóttir, héraðsbókavörður sat fundinn undir þessum dagskrálið.

    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • 5.3 2503145 Víkingurinn 2025
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekið fyrir erindi vegna Víkingsins 2025 sem fer fram 11. - 13. júní 2025. Leitað er að fjórum sveitarfélögum þar sem keppt yrði í 2 keppnisgreinum á hverjum stað. Með Víkingnum 2025 er verið að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir samhljóða að styrkja verkefnið ef keppnin verður haldin í Skagafirði um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Víkingsins ásamt einni máltíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Sögusetri íslenska hestsins dagsett 18.03.2025.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2025. Fjármunir teknir af málaflokki 05890.
    Sigurður Hauksson vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Lagðar fram aðsóknartölur fyrir tjaldsvæðin í Skagafirði árið 2024.
    Heildar aðsókn allra tjaldsvæða í Skagafirði var 9.650 fyrir árið 2024 en var 11.129 fyrir árið 2023 en það ár var mikil aukning í gestafjölda.
    Heildar aðsóknartölur eftir árum fyrir öll tjaldsvæði er eins og hér segir:
    2024 - 9.650
    2023 - 11.129
    2022 - 7.168
    2021 - 5.723
    2020 - 4.246
    2019 - 7.677
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Lagðar fram til kynningar rekstrartölur fyrir félagsheimili í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Sæluvika Skagfirðinga verður haldin dagana 27. apríl til 2. maí nk.
    Starfsmenn nefndarinnar fóru yfir fyrirkomulag hátíðarinnar og dagskrá.
    Verið er að auglýsa eftir viðburðum á hátíðina og hvetur nefndin áhugasama að standa fyrir viðburðum á Sæluviku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32 Tekin fyrir styrkbeiðni frá skagfirska tónlistarmanninum Atla Degi Stefánssyni, dagsett 5. mars 2025, vegna útgáfutónleika í Sæluviku.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd óskar Atla Degi til hamingju með útgáfuna og samþykkir samhljóða að styrkja útgáfutónleikana um 94 þúsund krónur til leigu á hljóðkerfi og hljóðmanni. Fjármagn tekið af styrktarlið Sæluviku, lið 0511.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

6.Félagsmála- og tómstundanefnd - 32

Málsnúmer 2503012FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 12. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 32 Norðurorg er söngkeppni allra félagsmiðstöðva á Norðurlandi. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi eru um 19 talsins og keppast þær um fimm sæti í lokakeppni söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni í byrjun maí. Félagsmiðstöðvarnar á Norðurlandi skiptast á að halda undankeppnina og í ár fer hún fram í Skagafirði þann 14. mars.
    Viðburðurinn er óhagnaðardrifinn og óska skipuleggjendur eftir afnotum af íþróttahúsinu endurgjaldslaust. Reiknað er með að um 500 manns af Norðurlandi verði á viðburðinum.
    Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 32 Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, fyrir hönd skemmtinefndar Árskóla, óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir árshátíð Árskóla þann 28. mars nk. Um er að ræða 1/3 af salnum. Gengið verður frá að lokinni árshátíð og mun viðburðurinn ekki hafa áhrif á dagskrá í húsinu á laugardeginum.
    Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að lána 1/3 af íþróttahúsinu endurgjaldslaust fyrir árshátíð starfsmanna Árskóla. Vísað er til eldra samkomulags á milli íþróttahússins og Árskóla og beinir nefndin því til starfsmanna að uppfæra það samkomulag og móta skriflegan samning um afnot af íþróttahúsinu undir viðburði á vegum skólans.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 33

Málsnúmer 2503028FVakta málsnúmer

Fundargerð 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 3. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 33 Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. mars sl., þá bókað: "Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar."

    Forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar, þeir Atli Víðir Arason, Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason og Ingvi Þór Óskarsson komu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi Pílukastfélagsins. Nefndin fagnar starfsemi félagsins og leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að greiða styrk út ágúst 2025 að upphæð 35.000 kr. á mánuði. Nefndin felur byggðarráði að ákvarða upphaf styrktímabils. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • 7.2 2412001 Frístundaakstur
    Félagsmála- og tómstundanefnd - 33 Niðurstöður könnunar sem send var forráðamönnum iðkenda á vegum Smárans, Neista og Hjalta í árgöngum 2009-2014 lagðar fram. Alls bárust 25 svör. Niðurstöður sýna að almenn ánægja sé með fyrirkomulag frístundaaksturs og leggur nefndin til við byggðarráð að óbreytt fyrirkomulag verði viðhaft næstkomandi skólaár og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir haustönn 2025. Nefndin felur starfsfólki nefndarinnar að vinna málið áfram með hlutaðeigandi aðilum og biðlar til skólastjórnenda að hafa frístundaakstur í huga við skipulag skólastarfs skólaársins 2025-2026. Samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 33 Lögð fram skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar frá því í mars 2025 um frumkvæðisathugun á akstursþjónustu sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024.

    GEV beinir tilmælum um úrbætur, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 88/2021 um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (lög um GEV), til sveitarfélagsins að það skuli tryggja að einkaaðilar sæki um rekstrarleyfi til GEV í samræmi við 5. gr. laga um GEV. Bendir GEV á að sveitarfélögum er óheimilt að semja um veitingu þjónustu samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 við aðra aðila en þá sem hafa fengið rekstrarleyfi frá GEV, sbr. 9. gr. laganna. Úrbótum skal lokið innan þriggja mánaða frá útgáfu skýrslunnar.

    GEV þakkar sveitarfélaginu fyrir góða samvinnu við framkvæmd athugunarinnar.

    Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsfólki að fylgja úrbótum eftir með aðilum sem sjá um akstursþjónustu fyrir tilgreindan tímafrest. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 33 Innviðaráðherra auglýsir nú eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A. 10 Almenningssamgöngur á milli byggða. Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem m.a. auka möguleika ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2025.
    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að sótt verði um framlög til verkefna sem tengjast bættum samgöngum sem gagnast ungu fólki á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 33 Lögð fram til kynningar 34.fundargerð frá 31. mars 2025 Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

8.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23

Málsnúmer 2503036FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að rætt verði við Fisk Seafood varðandi samstarf um umhverfisdaga Skagafjarðar. Með því og öflugu samstarfi við önnur fyrirtæki í héraðinu og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra mætti auka árangur umhverfisdaga enn frekar. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Á fundi sínum þann 4. mars sl. samþykkti Landbúnaðar- og innviðanefnd að skipa eftirtalda í starfshóp um endurskoðun fjallskilasamþykktar Skagafjarðar: Einar Eðvald Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, Einar Kári Magnússon og Atli Már Traustason frá fjallskilanefndunum og Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi. Með hópnum starfa sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og lögfræðingur sveitarfélagsins ásamt öðrum sem kallaðir verða til eftir þörfum. Nú hefur Atli Már Traustason beðist undan setu í hópnum og samþykkir landbúnaðar og innviðanefnd samhljóða að skipa Rúnar Páll Dalmann Hreinsson í hans stað.

    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lögð fram beiðni frá Brunavarnasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félagi slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt
    Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi varðandi þáttöku í samræmdri úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi.
    Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tilnefna Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóra hjá Skagafjarðarveitum sem tengilið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lagt fram til kynningar bréf frá Bjarmalandi félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink þar sem lýst er áhyggjum af lágu tímakaupi við veiðarnar og leggja fram sínar hugmyndir um greiðslufyrirkomulag.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar en minnir á að Skagafjörður hefur hækkað framlag sitt til veiðanna árlega, m.a. fyrir vetrarveidd dýr, ógotnar læður og útköll veiðimanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2024 Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2024 Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lagðir fram til kynningar ársreikningar fjallskilanefnda Unadals og Austur - Fljóta
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lögð fram til kynningar útboðslýsing vegna veiði í Unadalsá 2025-2029 Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 23 Lagt fram til kynningar bréf frá Rótarí hreyfingunni og Einari Bárðarsyni þar sem tilkynnt er að stóri plokkdagurinn fari fram þann 27. apríl 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 70

Málsnúmer 2503024FVakta málsnúmer

Fundargerð 70. fundar skipulagsnefndar frá 21. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 70 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Veitur á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/814 .
    Fimm umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/816 .
    Ein umsögn barst, sem gefur ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu fyrir "Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403" sem var í kynningu dagana 19.02.2025- 05.03.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 808/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/808 .

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 39/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/39/ .
    Sjö umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Lögð fram deiliskipulagstillaga sem uppdráttur ásamt greinargerð fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu", dags. 20.03.2025, útgáfa 1.0, uppdráttur DS01, unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Þann 03. maí 2017 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Hofsstaðasels, landnr. 146407, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar, staðfest í sveitarstjórn þann 08. maí 2017.
    Bessi Freyr Vésteinsson og Sólrún Ingvadóttir, f.h. Sels ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofsstaðasels, landnr. 146407, óska með eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.775,6 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70670201 útg. 13. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40 m til norðurs og um 2 m til austurs og vesturs við norðurenda núverandi byggingar.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi fjósbyggingar sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður 1.300 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 og L-3 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Reiturinn gengur inn á um 818 m² ræktaðs lands en er að öðru leyti í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Umrædd skerðing á ræktuðu landi hefur engin áhrif á búrekstrarskilyrði enda ræktað land jarðarinnar skráð 27 ha. Skerðingin er því um 0,3 %. Þá er það mat umsækjanda að stækkun til norðurs lágmarki áhrif uppbyggingar á aðra.
    Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
    "Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
    Einnig kemur fram í umsókn að fyrirhuguð viðbygging fjósbyggingar sé grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar og verður hún í hvarfi fyrir Hofsstaðaseli landi, L179937, sem er jafnframt í um 360 m fjarlægð frá umbeðinni stækkun byggingarreits.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsstaðasel L146407 - Fyrirspurn um stækkun byggingarreits gripahús, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Eyþór Einarsson og Þórdís Sigurðardóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sólheimagerði, landnr.146337, óska eftir heimild til að stofna 2163,92m² byggingarreit um útihús á landi jarðarinnar,skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75810101 útg. 11. mars 2025.
    Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
    Núverandi byggingar og áform:
    Neðangreindir matshlutar eru innan byggingarreits:
    Mhl040101 byggt 1948
    Mhl050101 byggt 1948
    Mhl070101 byggt 1939
    Mhl090101 byggt 1948
    Hlaða Mhl 07 0101, 182 m2, að stærð byggð árið 1939 sem áföst er núverandi útihúsi/fjárhúsi verður rifin. Á sama stað verður reist ný bygging sem notuð verður sem fjárhús og sauðburðaraðstaða. Fyrirhuguð bygging verður um 9 metrum breiðari til norðausturs og um einum metri hærri en núverandi bygging.
    Byggingarreiturinn gengur ekki á ræktað land. Nýbyggingin verður að hámarki 500 m²að stærðog hámarkshæð frá gólfi í mæni verður 7 metrar.
    Að loknum breytingum verður heildarbyggingarmagn innan reitsins að hámarki 800 m2 (Núverandi útihús: Mhl 04, 05 og 09, eru samtals 253,5 m2 að stærð skv. fasteignaskrá 2025).
    Afstöðuuppdrátturinn gerir grein fyrir staðsetningu og meðfylgjandi ásýndarmynd sýnir áætlað útlit fyrirhugaðrar byggingar.
    Skipulagsmál:
    Byggingarreitur sem sótt er um, er innan landbúnaðarsvæðis í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
    Eitt af markmiðum í aðalskipulaginu fyrir landbúnaðarsvæði er að áfram verði öflugur landbúnaður í sveitarfélaginu, í sátt við umhverfið. Byggingaráform eru í samræmi við ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 4.14 í greinargerð aðalskipulagsins þar sem kemur fram að aðalskipulag komi ekki í veg fyrir að einstakar nýbyggingar og breytingar á húsum á bújörðum. Fyrirhuguð bygging er viðbygging við núverandi fjárhús og byggð á grunni eldri byggingar. Núverandi innviðir nýtast áfram. Byggingaáformin skerða hvorki aðgengi né hafa veruleg ásýndaráhrif sem kunna að varða hagsmuni nærliggjandi landeigna. Lögð er áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar þar sem farið er fram á að minjavörður verði kallaður á staðinn þegar að grafið verður frá húsinu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sólheimagerði L146337 - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Margrét Sigurmonsdóttir eigandi landsins Miklihóll land landnúmer L196598, fasteignanúmer eignar F2275553 óskar eftir nafnbreytingu á landinu, ásamt frístundahúsi sem byggt er árið 1991 og á landinu stendur.
    Óskað er eftir því að nýtt nafn verði Miklihóll Eystri.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 Starfsmannafélag Vegagerðarinnar Norðursvæðis óskar eftir að skila inn frístundalóðinni Steinsstaðir lóð 2.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 Starfsmannafélag Vegagerðarinnar Norðursvæðis óskar eftir stækkun á frístundalóðinni Steinsstaðir lóð 1 sem nemur veginum sem liggur heim að bústaðnum um Steinsstaði lóð 2 þar sem félagið hefur óskað eftir að skila þeirra lóð aftur til sveitarfélagsins. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd bústaður.PNG sem sýnir umbeðna lóðarstækkun.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna lóðarstækkun og felur skipulagsfulltrúa að láta útbúa merkjalýsingu, nýtt lóðarblað og lóðarleigusamning við hluteigandi á kostnað umsækjenda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Sundlaug Sauðárkróks, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
    Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

    Meðfylgjandi gögn:
    - Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
    - Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Rarik.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
    Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

    Meðfylgjandi gögn:
    - Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
    - Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt því að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Sigríður Ólafsdóttir, arkitekt fyrir hönd eigenda Sóta Lodge óskar eftir formlegu samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna mögulegrar uppbyggingar á Sólgörðum í Fljótum.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að bjóða eigendum Sóta Lodge á fund skipulagsnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

    Skilgreining nýrra efnistökusvæða, nr. 0859/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
    Kynningartími er frá 10.3.2025 til 24.4.2025. Sjá nánar á vef Skipulagsgáttarinnar mál nr. 859/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/859).

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni mál nr 0859 2024 í Skipulagsgátt, Skilgreining nýrra efnistökusvæða Breyting á aðalskipulagi Húnabyggðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 70 Lagt fram til kynningar bréf frá Draupni Lögmannsþjónustu "Andmæli landeigenda við áformum Landnets vegna Blöndulínu 3", dags. 28. febrúar 2025, sem sent var á bæði sveitarfélagið Skagafjörð og Landsnet með samhljóða afriti á hvorn aðila, móttekið þann 4. mars 2025. Þar kemur fram ítrekun á andmælum landeigenda eftirtalinna jarða við lagningu loftlínu Blöndulínu 3 um jarðir þeirra á svokallaðri Kiðaskarðsleið:
    - Brúnastaðir, landnr. 146157
    - Brúnastaðir 3, landnr. 220621
    - Hvíteyrar, landnr. 146178
    - Lækjargerði, landnr. 220303
    - Laugamelur, landnr. 216379
    - Litli-Dalur, landnr. 146204
    - Starrastaðir, landnr. 146225
    - Starrastaðir, landnr. 145226

    Skipulagsnefnd bendir á að vinnslutillaga Aðalskipulags Skagafjarðar var samþykkt á 69. fundi skipulagnefndar Skagafjarðar þann 5. mars síðastliðinn og fór fyrir sveitarstjórn 12.03.2025 þar sem hún var einnig samþykkt.
    Vinnslutillagan fór í formlegt auglýsinga- og umsagnarferli þann 13.03.2025 til og með 25.04.2025.
    Nefndin bendir á að haldinn verður opinn kynningarfundur þann 2. apríl næstkomandi í Miðgarði í Varmahlíð.
    Einnig bendir nefndin á að hægt er koma á framfæri umsögnum varðandi málið á skipulagsgáttinni undir málsnúmeri 613/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/613).
    Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 70 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 59 þann 13.03.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 70. fundar skipulagnefndar staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með níu atkvæðum.

10.Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 4

Málsnúmer 2503020FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 18. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs
  • Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 4 Helena Margrét Áskelsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir frá VSÓ ráðgjöf og Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

    Á 3. fundi byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki þann 22. janúar sl. var það samþykkt að bjóða Arkís arkitektum ehf, VSB verkfræðistofu ehf. og Yrki arkitektum ehf. þáttökurétt í lokaðri hönnunarsamkeppni, sem er þrep II í útboði menningarhúss í Skagafirði.

    Helena lagði fram drög að útboðsgögnum fyrir þrep II. Annars vegar er um að ræða tilboðsblað og tilboðsskrá og hins vegar útboðslýsingu.

    Byggingarnefnd samþykkir einnig samhljóða framlagða útboðslýsingu ásamt fylgiskjölum með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að bjóða út verkið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með átta atkvæðum. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.

11.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer

Á 36. fundi sveitarstjórnar þann 12. mars 2025 framlengdi sveitarstjórn Kristóferi Má Maronssyni áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar.

Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 6. apríl sl. þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 14. maí 2025.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.

12.Tilnefning í stjórn Utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði

Málsnúmer 2503108Vakta málsnúmer

Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Utanfarasjóður sjúkra í Skagafirði var stofnaður árið 1966 og er hans eina hlutverk að styrkja sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustu erlendis. Alls eru það rúmlega 25 einstaklingar sem hafa fengið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skulu skipaðir fimm stjórnarmenn, þar af skulu tveir þeirra kosnir af sveitarstjórn Skagafjarðar og tveir af sýslunefnd. Sýslunefndir eru ekki lengur starfandi og fellur það því í hlut sveitarstjórnar að skipa alla aðila í stjórnina. Tveir aðilar hafa óskað eftir að ganga úr stjórn og einn stjórnarmaður er látinn og þarf því að þessu sinni að skipa þrjá nýja aðila í stjórn.

Forseti gerir það að tillögu sinni að skipa Sigrúnu Ólafsdóttur, Bryndísi Lilju Hallsdóttur og Val Valsson í stjórn Utanfarasjóðs sjúkra í Skagafirði.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

13.Kirkjutorg 1 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

Málsnúmer 2503330Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúa liggja fyrir gögn frá Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi, f.h. Fjölbrautaskóla Norðurl. vestra er varða tilkynnta framkvæmd, einangrun og klæðningu íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Kirkjutorg á Sauðárkróki. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir. Fyrirhuguð framkvæmd samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.
Þar sem tilkynnt framkvæmd er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 75820202, númer A-100 og A-101, dagsettir 25.03.2025, ásamt umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsettri 13. mars 2025.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingatími vera tvær vikur. Hafi ábendingar og/eða athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingatíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

14.Reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 2308153Vakta málsnúmer

Vísað frá 137. fundi byggðarráðs frá 12. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 31. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. mars sl., þannig bókað:
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna, reglurnar grundvallast á 15. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

15.Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 2501377Vakta málsnúmer

Vísað frá 137. fundi byggðarráðs frá 12. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 31. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. mars sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. þar sem nefndin samþykkti drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Starfsfólk fjölskyldusviðs Skagafjarðar leggur til breytingar á reglum Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum. Verið er að innleiða rafræna fjárhagsaðstoð og eru tillögurnar nauðsynlegar til að klára innleiðinguna. Reglurnar voru endurskoðaðar með tilliti til innleiðingarinnar. Í ferlinu voru einnig lagðar til aðrar breytingar sem einfaldað geta vinnslu mála ráðgjafa á fjölskyldusviði, þegar sótt er um fjárhagsaðstoð. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

16.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026

Málsnúmer 2503217Vakta málsnúmer

Vísað frá 139. fundi byggðarráðs frá 26. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 32. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 20. mars 2025, þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs."

Gjaldskrá byggðasafnsins var síðast hækkuð í upphafi árs 2025. Þá var almennur aðgangseyrir á sýningar safnsins í Glaumbæ hækkaður um 10-11,76%. Í gjaldskrá ársins 2026 er lagt til að þessu gjaldi verði haldið óbreytt frá gjaldskrá ársins 2025. Gjaldið í Víðimýrarkirkju hefur ekki verið hækkað undanfarin ár og því lögð til hækkun um 10-14% í framlagðri gjaldskrá.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Ársreikningur Skagafjarðar 2024

Málsnúmer 2501114Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2024.

Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2024 er hér lagður fram til fyrri umræðu.

Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 9.493 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 8.077 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 8.130 m.kr., þar af A-hluti 7.251 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.364 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 826 m.kr. Afskriftir eru samtals 350 m.kr., þar af 193 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 516 m.kr., þ.a. eru 418 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2024 er jákvæð um 480 millj. króna og rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 215 millj. króna.

Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 15.417 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.789 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2024 samtals 10.290 m.kr., þar af hjá A-hluta 9.007 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.418 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 604 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 5.127 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 33,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.986 m.kr. í árslok.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.266 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 753 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.350 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2024, 1.139 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.268 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 664 m.kr. Handbært fé nam 320 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 328 m.kr.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2024, 108% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.

Ársreikningur 2024 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.

18.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2503234Vakta málsnúmer

Vísað frá 140. fundi byggðarráðs frá 2. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar sem hér segir:
- Hækkun launaáætlunar í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Skagafjarðar vegna kjarasamninga KÍ félaga samtals 199,3 m.kr.
- Viðauki vegna reksturs mötuneytis Árskóla, samtals 32,6 m.kr.
- Lagfæringar á körfuboltavelli við Árskóla eftir skemmdir í óveðri samtals 4 m.kr.
- Nýr samningur við skíðadeild Tindastóls, samtals 2 m.kr.
- Aðkeypt ráðgjöf við undirbúning og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð 2,5 m.kr.
- Hækkun gjalda við akstursþjónustu fyrir dagdvöl aldraðra í kjölfar útboðs 21,5 m.kr.
- Uppsetning Faxa, samtals 2 m.kr.
- Úttekt á gervigrasvelli á Sauðárkróki, samtals 0,6 m.kr

Samtals útgjaldaaukning upp á 159 m.kr.
Gert er ráð fyrir auknu útsvari að fjárhæð 35 milljóna króna.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 124 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu í viðaukanum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagður viðauki borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

19.Aðalskipulagsbreyting - Veitur á Sauðárkróki - VH-401

Málsnúmer 2406121Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Veitur á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/814 .
Fimm umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda hana á Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Aðalskipulagsbreyting - Hafnarsvæði - Sauðárkrókshöfn - H-401

Málsnúmer 2406119Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á breytingu á aðalskipulagi fyrir "Hafnarsvæði, Sauðárkrókshöfn" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 816/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/816 .
Ein umsögn barst, sem gefur ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að senda hana á Skipulagsstofnun, sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A - Deiliskipulag

Málsnúmer 2412056Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagstillögu fyrir "Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 15.01.2025- 28.02.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 39/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/39/ .
Sjö umsagnir bárust, sem gefa ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi "Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki" og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum tillöguna að deiliskipulagi "Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda hana á Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

22.Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag

Málsnúmer 2407101Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram deiliskipulagstillaga sem uppdráttur ásamt greinargerð fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu", dags. 20.03.2025, útgáfa 1.0, uppdráttur DS01, unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Hofsós, Miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

23.Hofsstaðasel L146407 - Fyrirspurn um stækkun byggingarreits gripahús

Málsnúmer 2502275Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Þann 03. maí 2017 samþykkti skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar umsókn landeiganda Hofsstaðasels, landnr. 146407, um stofnun byggingarreits á landi jarðarinnar, staðfest í sveitarstjórn þann 08. maí 2017.
Bessi Freyr Vésteinsson og Sólrún Ingvadóttir, f.h. Sels ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofsstaðasels, landnr. 146407, óska með eftir heimild til að stækka áður samþykktan byggingarreit um 1.775,6 m², skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70670201 útg. 13. mars 2025. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Reiturinn stækkar um 40 m til norðurs og um 2 m til austurs og vesturs við norðurenda núverandi byggingar.
Um er að ræða byggingarreit fyrir viðbyggingu núverandi fjósbyggingar sem byggð var árið 2019. Endanleg hönnun mannvirkis liggur ekki fyrir en hámarks byggingarmagn viðbyggingar verður 1.300 m² og verður byggingarhæð sú sama og núverandi byggingar.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 og L-3 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Reiturinn gengur inn á um 818 m² ræktaðs lands en er að öðru leyti í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Umrædd skerðing á ræktuðu landi hefur engin áhrif á búrekstrarskilyrði enda ræktað land jarðarinnar skráð 27 ha. Skerðingin er því um 0,3 %. Þá er það mat umsækjanda að stækkun til norðurs lágmarki áhrif uppbyggingar á aðra.
Áform uppbyggingar eru í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 greinargerðar þar sem um er að ræða byggingu í tengslum við aðra byggingu, þ.e.a.s. viðbyggingu, núverandi innviðir nýtast áfram, ekki er verið að fjölga byggingum og um er að ræða byggingu fyrir landbúnaðarstarfsemi sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Einnig kemur fram í umsókn að fyrirhuguð viðbygging fjósbyggingar sé grundvöllur starfsemi bújarðarinnar. Byggingaráform munu efla starfsemi á svæðinu og samrýmast núverandi landnotkun. Lögð verður áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins. Áhrif á umhverfi eru óveruleg umfram áhrif núverandi byggingar og verður hún í hvarfi fyrir Hofsstaðaseli landi, L179937, sem er jafnframt í um 360 m fjarlægð frá umbeðinni stækkun byggingarreits.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.

24.Sólheimagerði L146337 - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2503239Vakta málsnúmer

Einar E. Einarsson, forseti sveitarstjórnar vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, 2. varaforseti sveitarstjórnar stýrði afgreiðslu málsins.

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Eyþór Einarsson og Þórdís Sigurðardóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Sólheimagerði, landnr.146337, óska eftir heimild til að stofna 2163,92m² byggingarreit um útihús á landi jarðarinnar,skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 75810101 útg. 11. mars 2025.
Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. af Ínu Björk Ársælsdóttur.
Núverandi byggingar og áform:
Neðangreindir matshlutar eru innan byggingarreits:
Mhl040101 byggt 1948
Mhl050101 byggt 1948
Mhl070101 byggt 1939
Mhl090101 byggt 1948
Hlaða Mhl 07 0101, 182 m2, að stærð byggð árið 1939 sem áföst er núverandi útihúsi/fjárhúsi verður rifin. Á sama stað verður reist ný bygging sem notuð verður sem fjárhús og sauðburðaraðstaða. Fyrirhuguð bygging verður um 9 metrum breiðari til norðausturs og um einum metri hærri en núverandi bygging.
Byggingarreiturinn gengur ekki á ræktað land. Nýbyggingin verður að hámarki 500 m²að stærðog hámarkshæð frá gólfi í mæni verður 7 metrar.
Að loknum breytingum verður heildarbyggingarmagn innan reitsins að hámarki 800 m2 (Núverandi útihús: Mhl 04, 05 og 09, eru samtals 253,5 m2 að stærð skv. fasteignaskrá 2025).
Afstöðuuppdrátturinn gerir grein fyrir staðsetningu og meðfylgjandi ásýndarmynd sýnir áætlað útlit fyrirhugaðrar byggingar.
Skipulagsmál:
Byggingarreitur sem sótt er um, er innan landbúnaðarsvæðis í aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Eitt af markmiðum í aðalskipulaginu fyrir landbúnaðarsvæði er að áfram verði öflugur landbúnaður í sveitarfélaginu, í sátt við umhverfið. Byggingaráform eru í samræmi við ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 4.14 í greinargerð aðalskipulagsins þar sem kemur fram að aðalskipulag komi ekki í veg fyrir að einstakar nýbyggingar og breytingar á húsum á bújörðum. Fyrirhuguð bygging er viðbygging við núverandi fjárhús og byggð á grunni eldri byggingar. Núverandi innviðir nýtast áfram. Byggingaáformin skerða hvorki aðgengi né hafa veruleg ásýndaráhrif sem kunna að varða hagsmuni nærliggjandi landeigna. Lögð er áhersla á að áformuð viðbygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar þar sem farið er fram á að minjavörður verði kallaður á staðinn þegar að grafið verður frá húsinu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“

Sveitarstjórn samþykkir, með átta atkvæðum umbeðinn byggingarreit.

25.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 2503224Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Sundlaug Sauðárkróks, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
- Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Rarik.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Rarik.

26.Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki

Málsnúmer 2503225Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
- Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt því að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.“

Guðlaugur Skúlason kvaddi sér hljóðs

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og henni úthlutað til Rarik. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að skýra lóðarmál Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og láta útbúa merkjalýsingu, lóðarblað og lóðarleigusamning.

27.Umsagnarbeiðni mál nr 0859 2024 í Skipulagsgátt, Skilgreining nýrra efnistökusvæða Breyting á aðalskipulagi Húnabyggðar

Málsnúmer 2407039Vakta málsnúmer

Vísað frá 70. fundi skipulagsnefndar frá 21. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:

Skilgreining nýrra efnistökusvæða, nr. 0859/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi). Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi. Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Kynningartími er frá 10.3.2025 til 24.4.2025. Sjá nánar á vef Skipulagsgáttarinnar mál nr. 859/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/859).

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atvkæðum að ekki verði gerð athugasemd við aðalskipulagsbreytingu Húnabyggðar

28.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga númer 971 frá 28. febrúar 2025 og 972 frá 11. mars 2025 lagðar fram til kynningar á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025

29.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2025

Málsnúmer 2504043Vakta málsnúmer

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 25. febrúar 2025 lögð fram til kynningar á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025.

30.Fundagerðir Norðurá 2025

Málsnúmer 2501005Vakta málsnúmer

119. fundargerð Norðurár bs. frá 13. mars 2025 lögð fram til kynningar á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025.

31.Fundagerðir SSNV 2025

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV frá 119. fundi frá 4. mars 2025, 120. fundi frá 11. mars 2025, 121. fundi frá 18. mars 2025 og 122. fundi frá 1. apríl 2025 lagðar fram til kynningar á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025

Fundi slitið - kl. 17:38.