Fara í efni

Tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps

Málsnúmer 2503095

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 137. fundur - 12.03.2025

Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð leggur til að byggðarráð Skagafjarðar falli frá áformum um sölu félagsheimilisins í Hegranesi og unnið verði í samstarfi við íbúafélagið í Hegranesi að lausnum sem tryggja að húsið haldi áfram að þjóna samfélaginu án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið.

Greinargerð:
Félagsheimili Rípurhrepps hefur verið hjarta samfélagsins í Hegranesi í áratugi, vettvangur fyrir menningarviðburði, samkomur og samfélagsleg verkefni sem styrkja félagsauð og samheldni íbúa. Húsið er byggt af þessu samfélagi, m.a. af elsta kvenfélagi landsins sem enn á þar sinn samverustað. Samfélagið í Hegranesi fer stækkandi og hefur sýnt eindreginn vilja sinn til að halda rekstri félagsheimilisins áfram.

VG og óháð telja að stjórnsýslan eigi að miða að því að finna sjálfbærar lausnir sem gera íbúum kleift að halda utan um eignina án þess að sveitarfélagið þurfi að bera beinan rekstrarkostnað, þar sem það er augljós vilji íbúa í Hegranesi að halda starfsemi hússins óbreyttri. Við leggjum til að unnið verði áfram í samráði við íbúasamtökin í Hegranesi til að útfæra lausn sem gerir þeim kleift að taka yfir rekstur hússins með formlegum samningi við sveitarfélagið í stað þess að húsið verði selt á almennum markaði til hæstbjóðanda.

VG og óháð leggja áherslu á að:
- Sala félagsheimila í dreifðum byggðum verði ekki framkvæmd án breiðrar sáttar við íbúa svæðisins.
- Fjárhagsleg sjónarmið verði ekki lögð til grundvallar nema tekið sé fullt tillit til menningarlegra og samfélagslegra áhrifa.
- Útfærslur verði skoðaðar þar sem íbúar geti tekið yfir eignarhald og rekstur hússins með samningi í stað sölu. Fordæmi eru fyrir leigufríu afnoti húss í eigu sveitarfélagsins samanber Sýndarveruleiki ehf., sveitarfélagið sér þó um viðhald þess húss.
- Eða sambærilegar útfærslur verði farnar og áður hafa verið farnar í Skagafirði, t.d. með matskvarða samanber Hlaðan eða Sauðá.

Að því sögðu leggjum við til að byggðarráð hætti við áform um almenna sölu félagsheimilisins í Hegranesi og vinni þess í stað áfram með íbúum að lausn sem tryggir framtíð hússins sem samfélagslegs mannvirkis án fjárhagslegrar ábyrgðar sveitarfélagsins."

Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Frestað verður framkvæmd ákvörðunar um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps. Áður en til hennar kemur verður kannaður grundvöllur þess, með auglýsingu, hvort áhugasamir aðilar hafi hug og getu til þess að sjá um rekstrarhald framangreindra félagsheimila, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Við mat á viðhaldi, sem leigutaki skuldbindur sig til að sinna, verður horft til þess að árleg viðhaldsfjárhæð nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur 1,5% af brunabótamati. Ekki verður innheimt leiga í öðru formi fyrir afnot félagsheimilanna. Rekstraraðila verður skylt að reka húsin áfram sem félagsheimili. Skilmálar til að tryggja þetta og takmarka önnur not munu koma fram í leigusamningi. Sveitarstjóra er falið að auglýsa fasteignirnar til leigu með framangreindum hætti, í samræmi við lög um opinber fjármál og ríkjandi sjónarmið um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við sölu eða leigu opinberra eigna, og útbúa í samráði við lögfræðing sveitarfélagins leigusamninga til allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda, svo sem byggðarráð ákvað á 135. fundi þess 26. febrúar sl. Gildir þá jafnframt samhljóða samþykkt byggðarráðs frá sama fundi um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna. Þetta ákvæði gildir ekki í þeim tilfellum þar sem til eru sérsamningar milli viðkomandi félaga og sveitarfélagsins um skiptingu söluandvirðis, komi til sölu viðkomandi félagsheimils. Sveitarstjóra er jafnframt falið að segja upp núverandi samningi um rekstur á félagsheimilinu í Hegranesi við Álfaklett ehf. frá árinu 2012. Í Skagaseli er hússtjórn sem hefur beðist lausnar. Að þessu frágengnu verður svo áfram unnið með íbúum og eigendum annarra félagsheimila að breyttri leiguleið eða sölu.

Greinargerð:
Um langt skeið hafa allir flokkar sem eiga kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar sammælst um að ekki sé rétt að sveitarfélagið eigi að öllu leyti eða stærstu leyti eignarhlut í 10 félagsheimilum í sveitarfélaginu. Ekkert annað sveitarfélag á Íslandi á jafn mörg félagsheimili og Skagafjörður. Fjölmörg dæmi eru jafnframt orðin um sölu á félagsheimilum í öðrum sveitarfélögum þar sem nýir eigendur hafa endurvakið húsin og glætt þau lífi með ýmsum hætti eins og að breyta þeim í íbúðarhús, fjölnota ferðaþjónustustað, sýningarhald eða ýmis konar menningartengda starfsemi. Flest þessara húsa í dag hafa fremur umfangslitla starfsemi, hvort sem horft er til fjölda viðburða eða tekna af útleigu til að standa straum af rekstrarkostnaði þeirra sem reka húsin. Samhliða því ber svo sveitarfélagið umtalsverðan kostnað af rekstrinum ásamt því að sjá um viðhald þeirra samkvæmt samningum við viðkomandi rekstraraðila.

Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."

Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."

Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 137. fundi byggðarráðs frá 12. mars 2025, þannig bókað:
"Álfhildur Leifsdóttir, áheyrnarfulltrúi VG og óháðra í byggðarráði leggur fram svohljóðandi tillögu:
"Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð leggur til að byggðarráð Skagafjarðar falli frá áformum um sölu félagsheimilisins í Hegranesi og unnið verði í samstarfi við íbúafélagið í Hegranesi að lausnum sem tryggja að húsið haldi áfram að þjóna samfélaginu án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið.

Greinargerð:
Félagsheimili Rípurhrepps hefur verið hjarta samfélagsins í Hegranesi í áratugi, vettvangur fyrir menningarviðburði, samkomur og samfélagsleg verkefni sem styrkja félagsauð og samheldni íbúa. Húsið er byggt af þessu samfélagi, m.a. af elsta kvenfélagi landsins sem enn á þar sinn samverustað. Samfélagið í Hegranesi fer stækkandi og hefur sýnt eindreginn vilja sinn til að halda rekstri félagsheimilisins áfram.

VG og óháð telja að stjórnsýslan eigi að miða að því að finna sjálfbærar lausnir sem gera íbúum kleift að halda utan um eignina án þess að sveitarfélagið þurfi að bera beinan rekstrarkostnað, þar sem það er augljós vilji íbúa í Hegranesi að halda starfsemi hússins óbreyttri. Við leggjum til að unnið verði áfram í samráði við íbúasamtökin í Hegranesi til að útfæra lausn sem gerir þeim kleift að taka yfir rekstur hússins með formlegum samningi við sveitarfélagið í stað þess að húsið verði selt á almennum markaði til hæstbjóðanda.

VG og óháð leggja áherslu á að:
- Sala félagsheimila í dreifðum byggðum verði ekki framkvæmd án breiðrar sáttar við íbúa svæðisins.
- Fjárhagsleg sjónarmið verði ekki lögð til grundvallar nema tekið sé fullt tillit til menningarlegra og samfélagslegra áhrifa.
- Útfærslur verði skoðaðar þar sem íbúar geti tekið yfir eignarhald og rekstur hússins með samningi í stað sölu. Fordæmi eru fyrir leigufríu afnoti húss í eigu sveitarfélagsins samanber Sýndarveruleiki ehf., sveitarfélagið sér þó um viðhald þess húss.
- Eða sambærilegar útfærslur verði farnar og áður hafa verið farnar í Skagafirði, t.d. með matskvarða samanber Hlaðan eða Sauðá.

Að því sögðu leggjum við til að byggðarráð hætti við áform um almenna sölu félagsheimilisins í Hegranesi og vinni þess í stað áfram með íbúum að lausn sem tryggir framtíð hússins sem samfélagslegs mannvirkis án fjárhagslegrar ábyrgðar sveitarfélagsins."

Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Frestað verður framkvæmd ákvörðunar um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps. Áður en til hennar kemur verður kannaður grundvöllur þess, með auglýsingu, hvort áhugasamir aðilar hafi hug og getu til þess að sjá um rekstrarhald framangreindra félagsheimila, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra, hvort heldur sé litið til rekstrarkostnaðar í formi m.a. rafmagns, hita, trygginga og fasteignaskatta eða viðhaldskostnaðar. Við mat á viðhaldi, sem leigutaki skuldbindur sig til að sinna, verður horft til þess að árleg viðhaldsfjárhæð nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur 1,5% af brunabótamati. Ekki verður innheimt leiga í öðru formi fyrir afnot félagsheimilanna. Rekstraraðila verður skylt að reka húsin áfram sem félagsheimili. Skilmálar til að tryggja þetta og takmarka önnur not munu koma fram í leigusamningi. Sveitarstjóra er falið að auglýsa fasteignirnar til leigu með framangreindum hætti, í samræmi við lög um opinber fjármál og ríkjandi sjónarmið um gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni við sölu eða leigu opinberra eigna, og útbúa í samráði við lögfræðing sveitarfélagins leigusamninga til allt að 10 ára, með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda, svo sem byggðarráð ákvað á 135. fundi þess 26. febrúar sl. Gildir þá jafnframt samhljóða samþykkt byggðarráðs frá sama fundi um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna. Þetta ákvæði gildir ekki í þeim tilfellum þar sem til eru sérsamningar milli viðkomandi félaga og sveitarfélagsins um skiptingu söluandvirðis, komi til sölu viðkomandi félagsheimils. Sveitarstjóra er jafnframt falið að segja upp núverandi samningi um rekstur á félagsheimilinu í Hegranesi við Álfaklett ehf. frá árinu 2012. Í Skagaseli er hússtjórn sem hefur beðist lausnar. Að þessu frágengnu verður svo áfram unnið með íbúum og eigendum annarra félagsheimila að breyttri leiguleið eða sölu.

Greinargerð:
Um langt skeið hafa allir flokkar sem eiga kjörna fulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar sammælst um að ekki sé rétt að sveitarfélagið eigi að öllu leyti eða stærstu leyti eignarhlut í 10 félagsheimilum í sveitarfélaginu. Ekkert annað sveitarfélag á Íslandi á jafn mörg félagsheimili og Skagafjörður. Fjölmörg dæmi eru jafnframt orðin um sölu á félagsheimilum í öðrum sveitarfélögum þar sem nýir eigendur hafa endurvakið húsin og glætt þau lífi með ýmsum hætti eins og að breyta þeim í íbúðarhús, fjölnota ferðaþjónustustað, sýningarhald eða ýmis konar menningartengda starfsemi. Flest þessara húsa í dag hafa fremur umfangslitla starfsemi, hvort sem horft er til fjölda viðburða eða tekna af útleigu til að standa straum af rekstrarkostnaði þeirra sem reka húsin. Samhliða því ber svo sveitarfélagið umtalsverðan kostnað af rekstrinum ásamt því að sjá um viðhald þeirra samkvæmt samningum við viðkomandi rekstraraðila.

Mikilvægt er að koma málefnum og rekstri félagsheimilanna til betri vegar með það að markmiði að notagildi þeirra verði meira, samfélaginu öllu til góða. Í þeirri vinnu er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að hlutur sveitarfélagsins í félagsheimilunum er eign allra íbúa Skagafjarðar og því þarf að gæta að jafnræði milli íbúa, hvort sem er við leigu þeirra eða sölu."

Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
"Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."

Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða."

Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun sína frá 137. fundi byggðarráðs frá 12. mars 2025, svohljóðandi:
"Það er ánægjulegt að sú tillaga sem VG og óháð lögðu fram hefur ásamt kröftugum mótmælum íbúa, orðið til þess að meirihluti og Byggðalisti hafa endurskoðað afstöðu sína og frestar sölu félagsheimilanna.
Meirihluti sveitarstjórnar og Byggðalisti fá hrós fyrir að sýna sveigjanleika, hlusta á vilja íbúa og taka mið af þeim fjölmörgu sjónarmiðum sem fram komu í umræðum um framtíð félagsheimilisins í Hegranesi. Með þessari ákvörðun er skref tekið í átt að traustari stjórnsýslu, auknu íbúalýðræði og betri tengingu við nærumhverfið, þar sem hagsmunir samfélagsins eru settir í forgang.
Það er okkur mikið fagnaðarefni að samfélagið í Hegranesi fái tækifæri til að vinna að raunhæfri lausn sem tryggir áframhaldandi starfsemi félagsheimilisins án beins rekstrarkostnaðar fyrir sveitarfélagið. Enda eru sannarlega fordæmi fyrir slíku hjá sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna einkarekna fyrirtækið Sýndarveruleika ehf. sem fær leigufría aðstöðu í boði sveitarfélagsins til 15 ára í húsi sem sveitarfélagið hefur séð um viðhald og hefur eytt tæpum 400 milljónum í uppbyggingu þess húss síðustu ár. Umrætt fyrirtæki greiðir ekki fasteignagjöld vegna Aðalgötu 21. Vegna þessa fordæmis mætti slaka á þeim kröfum sem breytingartillaga meirihluta og Byggðalista setja, þannig að slíkar kröfur komi ekki í veg fyrir áframhaldandi líf húsanna í hlutverki félagsheimila í öflugum og samheldnum samfélögum sveita Skagafjarðar. VG og óháð treysta því að framhald þessarar vegferðar verði byggð á áframhaldandi samtali við íbúa og að málið verði unnið af sanngirni með framtíðarsýn hvers samfélags að leiðarljósi.
VG og óháð þakka öllum þeim sem hafa látið sig þetta mál varða, ekki síst íbúum Hegraness og kvenfélaginu sem hafa sýnt samstöðu og frumkvæði í baráttunni fyrir félagsheimilið sitt ásamt sveitungum okkar í Skagafirði sem staðið hafa með röddum íbúa Hegraness í þessu máli."

Álfhildur Leifsdóttir, Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Gísli Sigurðsson og Einar E. Einarsson kvöddu sér hljóðs.

Breytingartillaga Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar VG og óháðra sitja hjá.