Fara í efni

Kjarasamningar kennara og áhrif þeirra á fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2025

Málsnúmer 2503177

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025

Sveitarstjóri lagði fram minnisblað varðandi nýja kjarasamninga við aðildafélög KÍ. Þar er farið yfir væntanleg fjárhagsleg áhrif nýs kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ á sveitarsjóð Skagafjarðar.

Í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025 var gert ráð fyrir að hækkun launa yrði að jafnaði 5,4% á árinu 2025 í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Áætluð áhrif kjarasamnings aðildarfélaga KÍ er u.þ.b. 195 m.kr. umfram það sem fjárhagsáætlun 2025 gerir ráð fyrir. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 voru teknar frá 105 m.kr. í varúðarfærslu vegna ófyrirséðra langtímaveikinda og mögulegra umframlaunahækkana umfram það sem gert var ráð fyrir í þjóðhagsspá. Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aukakostnaði nýgerðra kjarasamninga á sveitarsjóð með hagræðingaraðgerðum og/eða tekjuöflun.

Þess ber að geta að ríkisvaldið hefur lýst því yfir að hluti málaflokks barna með fjölþættan vanda verði yfirtekinn af ríkinu og mun yfirfærslan hafa einhver jákvæð áhrif á tekjuhlið fjárhagsáætlunar. Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir að rekstrarhalli á málefnum fatlaðs fólks nemi u.þ.b. 71,5 m.kr. fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og ljóst að þrátt fyrir yfirfærslu málefna barna með fjölþættan vanda verður áfram talsverður rekstrarhalli á málaflokknum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna kjarasamninganna. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að ráðist verði í ítarlega greiningu á því til hvaða hagræðingaraðgerða sé hægt að grípa á árinu 2025 hvað varðar rekstur og fjárfestingar.