Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um borgarstefnu

Málsnúmer 2503221

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 158. mál - Borgarstefna.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 1. apríl nk.

Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu en leggur áherslu á að þess verði samhliða gætt að ekki verið dregið úr nauðsynlegri uppbyggingu grunninnviða annars staðar á landinu, m.a. hvað varðar heilbrigðisþjónustu, mennta- og menningarmál, löggæslu og opinbera stjórnsýslu. Þá er nauðsynlegt að stórefla samgöngur til að stuðla að því að t.d. Akureyri geti sinni svæðishlutverki til vesturs. Þar er brýnt að horfa til jarðganga um Tröllaskaga til að stytta og styrkja samgöngur á milli allra helstu þéttbýliskjarna á Norðurlandi. Einnig er mikilvægt að rík áhersla verði lögð í borgarstefnu á hlutverk Reykjavíkurflugvallar og Landspítala Íslands í lífsbjargandi þjónustu við íbúa landsbyggðanna.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir umsögn Múlaþings við framangreinda þingsályktunartillögu hvað varðar nauðsyn stefnumótunar fyrir þau svæði utan borgarsvæðanna sem gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöðvar þjónustu og verslunar fyrir stór og dreifbýl landsvæði.