Fara í efni

Umsókn um lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks

Málsnúmer 2503224

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 70. fundur - 21.03.2025

RARIK óskar hér með eftir því að fá lóð undir dreifistöð á Sauðárkróki í nágreni við Sundlaug Sauðárkróks, í tengslum við styrkingu á dreifikerfi RARIK á Sauðárkróki.
Húsið sem ráðgert er að nota er af gerðinni Rafal áætluð stærð 3437x2237 mm.

Meðfylgjandi gögn:
- Teikning af staðsetningu lóðar sem sótt er um
- Teikning af fyrirhuguðu húsi fyrir dreifistöð

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að stofnuð verði lóð fyrir dreifistöð við Sundlaug Sauðárkróks og henni úthlutað til Rarik.