Fara í efni

Umsókn um leigu á skólahúsnæðinu að Sólgörðum

Málsnúmer 2503257

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 140. fundur - 02.04.2025

Skagafjörður auglýsti til leigu Sólgarðaskóla í Fljótum þann 3. mars síðastliðinn. Leigutími er frá 1. apríl til 31. desember 2025, með möguleika á áframhaldandi leigu. Ein umsókn barst um leigu á fasteigninni frá Sótahnjúk ehf. þar sem hugmyndir eru um að nýta fasteignina undir ferðaþjónustu og tengda starfsemi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við félagið um leigu á Sólgarðaskóla í samræmi við umræður á fundinum.