Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Ársreikningur Skagafjarðar 2024
Málsnúmer 2501114Vakta málsnúmer
2.Stjórnsýsluskoðun Skagafjarðar 2024
Málsnúmer 2503107Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla KPMG frá 24. mars 2025 þar sem farið er yfir niðurstöður stjórnsýsluskoðunar hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2024.
3.Þarfir barna og ungmenna við áskorunum nútímans
Málsnúmer 2503341Vakta málsnúmer
Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki grunn- og framhaldsskóla, foreldrafélögum- og ráðum, ungmennaráði og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar um hvernig hægt sé að mæta þörfum barna og ungmenna við áskorunum nútímans.
Greinagerð:
Í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu að undanförnu um notkun barna og ungmenna á samfélagsmiðlum og forritum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Mikilvægt er að Skagafjörður sem heilsueflandi sveitarfélag leggi sitt af mörkum til mæta breyttum veruleika barna og ungmenna.
Börn og ungmenni hafa ólíkan bakgrunn og bakland og eru oft og tíðum að kljást við hinar ýmsu áskoranir. Það er mikilvægt að Skagafjörður bregðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu og skapi umgjörð og aðstæður þar sem velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi."
Tillaga Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að ræða útfærslu verkefnisins við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og farsældarfulltrúa Norðurlands vestra.
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki grunn- og framhaldsskóla, foreldrafélögum- og ráðum, ungmennaráði og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar um hvernig hægt sé að mæta þörfum barna og ungmenna við áskorunum nútímans.
Greinagerð:
Í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu að undanförnu um notkun barna og ungmenna á samfélagsmiðlum og forritum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Mikilvægt er að Skagafjörður sem heilsueflandi sveitarfélag leggi sitt af mörkum til mæta breyttum veruleika barna og ungmenna.
Börn og ungmenni hafa ólíkan bakgrunn og bakland og eru oft og tíðum að kljást við hinar ýmsu áskoranir. Það er mikilvægt að Skagafjörður bregðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu og skapi umgjörð og aðstæður þar sem velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi."
Tillaga Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að ræða útfærslu verkefnisins við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og farsældarfulltrúa Norðurlands vestra.
4.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025
Málsnúmer 2503234Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar sem hér segir:
- Hækkun launaáætlunar í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Skagafjarðar vegna kjarasamninga KÍ félaga samtals 199,3 m.kr.
- Viðauki vegna reksturs mötuneytis Árskóla, samtals 32,6 m.kr.
- Lagfæringar á körfuboltavelli við Árskóla eftir skemmdir í óveðri samtals 4 m.kr.
- Nýr samningur við skíðadeild Tindastóls, samtals 2 m.kr.
- Aðkeypt ráðgjöf við undirbúning og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð 2,5 m.kr.
- Hækkun gjalda við akstursþjónustu fyrir dagdvöl aldraðra í kjölfar útboðs 21,5 m.kr.
- Uppsetning Faxa, samtals 2 m.kr.
- Úttekt á gervigrasvelli á Sauðárkróki, samtals 0,6 m.kr
Samtals útgjaldaaukning upp á 159 m.kr.
Gert er ráð fyrir auknu útsvari að fjárhæð 35 milljóna króna.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 124 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- Hækkun launaáætlunar í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskóla Skagafjarðar vegna kjarasamninga KÍ félaga samtals 199,3 m.kr.
- Viðauki vegna reksturs mötuneytis Árskóla, samtals 32,6 m.kr.
- Lagfæringar á körfuboltavelli við Árskóla eftir skemmdir í óveðri samtals 4 m.kr.
- Nýr samningur við skíðadeild Tindastóls, samtals 2 m.kr.
- Aðkeypt ráðgjöf við undirbúning og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð 2,5 m.kr.
- Hækkun gjalda við akstursþjónustu fyrir dagdvöl aldraðra í kjölfar útboðs 21,5 m.kr.
- Uppsetning Faxa, samtals 2 m.kr.
- Úttekt á gervigrasvelli á Sauðárkróki, samtals 0,6 m.kr
Samtals útgjaldaaukning upp á 159 m.kr.
Gert er ráð fyrir auknu útsvari að fjárhæð 35 milljóna króna.
Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun handbærs fjár hjá sveitarfélaginu upp á 124 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu í viðaukanum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025-2028 og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.GAV - Hofsós grunnskóli, endurbætur hönnun
Málsnúmer 2211367Vakta málsnúmer
Skagafjörður sendi frá sér verðfyrirspurn um klæðningu og gluggaskipti á vesturhlið Grunnskólans austan vatna á Hofsósi. Föstudaginn 21. mars 2025 klukkan 13:00 voru opnuð tilboð í verðfyrirspurnina.
Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá K-tak ehf. upp á 38,4 m.kr. og hitt tilboðið frá Uppsteypu ehf. upp á 39,2 m.kr. Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið og að gerður verði viðauki fyrir mismuni á kostnaðaráætlun og upphæð tilboðs sem tekið var.
Tvö tilboð bárust í verkið, annars vegar frá K-tak ehf. upp á 38,4 m.kr. og hitt tilboðið frá Uppsteypu ehf. upp á 39,2 m.kr. Bæði tilboðin eru yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboði lægstbjóðanda og felur sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið og að gerður verði viðauki fyrir mismuni á kostnaðaráætlun og upphæð tilboðs sem tekið var.
6.Umsókn um leigu á skólahúsnæðinu að Sólgörðum
Málsnúmer 2503257Vakta málsnúmer
Skagafjörður auglýsti til leigu Sólgarðaskóla í Fljótum þann 3. mars síðastliðinn. Leigutími er frá 1. apríl til 31. desember 2025, með möguleika á áframhaldandi leigu. Ein umsókn barst um leigu á fasteigninni frá Sótahnjúk ehf. þar sem hugmyndir eru um að nýta fasteignina undir ferðaþjónustu og tengda starfsemi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við félagið um leigu á Sólgarðaskóla í samræmi við umræður á fundinum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við félagið um leigu á Sólgarðaskóla í samræmi við umræður á fundinum.
7.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 2503306Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá SSNV og SSNE dagsett 26. mars 2025. Árið 2023 samþykktu öll sveitarfélög á svæði Norðurlands eystra og Norðurlands vestra sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Með svæðisáætluninni hafa sveitarfélögin sett sér sameiginlega stefnu og markmið í úrgangsmálum á landsvæðinu, en einnig samþykkt aðgerðaáætlun sem inniheldur 18 aðgerðir í úrgangsmálum. Með erindinu sem sent var til sveitarfélagsins Skagafjarðar er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið vegna þeirrar vinnu sem framundan er við áætlunina.
Frestur til að skila inn tilnefningu er til föstudagsins 4. apríl næstkomandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, sem tengilið Skagafjarðar vegna vinnu við aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.
Frestur til að skila inn tilnefningu er til föstudagsins 4. apríl næstkomandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, sem tengilið Skagafjarðar vegna vinnu við aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.
8.Starfshópur Tónlistarskóla Skagafjarðar
Málsnúmer 2501190Vakta málsnúmer
Á 116. fundi byggðarráðs þann 8. október 2024 samþykkti byggðarráð samhljóða að skila starfshóp til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Starfshópurinn hefur lokið störfum sínum og skýrsla starfshópsins lögð fyrir byggðarráð til kynningar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa skýrslunni einnig tekin til umfjöllunar í fræðslunefnd í samræmi við ákvörðun byggðarráðs frá 116. fundi ráðsins þann 8. október sl.
Starfshópurinn hefur lokið störfum sínum og skýrsla starfshópsins lögð fyrir byggðarráð til kynningar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa skýrslunni einnig tekin til umfjöllunar í fræðslunefnd í samræmi við ákvörðun byggðarráðs frá 116. fundi ráðsins þann 8. október sl.
9.Styrkbeiðni vegna fasteignaskatts
Málsnúmer 2503309Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók.
10.Samráð; Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald
Málsnúmer 2503295Vakta málsnúmer
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 62/2025, "Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald".
Umsagnarfrestur er til og með 03.04.2025.
Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað:
"Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.
Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.
Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.
Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.
Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.
Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.
Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
- Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
- Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
- Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
- Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
- Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.
Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.
Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."
Umsagnarfrestur er til og með 03.04.2025.
Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað:
"Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.
Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.
Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.
Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.
Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.
Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.
Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
- Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
- Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
- Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
- Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
- Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.
Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.
Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."
Fundi slitið - kl. 14:35.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið auk Hrundar Pétursdóttur og Sólborgar Sigurrósar Borgarfsdóttur sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu 9.493 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 8.077 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 480 millj. kr., þar af jákvæð í A-hluta um 215 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 5.117 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A-hluta nam 2.781 millj. kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.