Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 62/2025, "Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald".
Umsagnarfrestur er til og með 03.04.2025.
Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað:
"Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.
Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.
Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.
Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.
Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.
Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.
Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
- Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
- Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
- Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
- Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
- Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.
Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.
Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."
Umsagnarfrestur er til og með 03.04.2025.
Fulltrúar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Byggðalista óska bókað:
"Í Samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um veiðigjald, nr. 145/2018. Megin breyting laganna gengur út á verulega hækkun veiðigjalds af bolfisktegundunum þorski og ýsu ásamt þremur uppsjávartegundum, síld, kolmunna og makríl, en að veiðigjöld verði áfram tekin samkvæmt verðlagsstofuverði af öðrum tegundum.
Fjárhagsleg og samfélagsleg áhrif af þessum hækkunum á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði eða á landinu öllu liggja ekki fyrir en samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Það að gera þetta ekki í upphafi máls er því bæði ólöglegt og óábyrgt.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að umsagnarfrestur um frumvarpsdrögin sé of skammur og leggur til að hann verði framlengdur um amk. 4 vikur. Með lengri umsagnarfresti gefst byggðarráði tími til að vanda betur umsagnir sínar og meta með meira öryggi áhrif hækkaðs veiðigjalds á starfsemi sjávarútvegs í Skagafirði og fjárhag sveitarfélagsins.
Byggðaráð Skagafjarðar mótmælir því að til viðmiðunar sé haft markaðsverð á fiski skv. Fiskistofu Noregs. Hver sem veiðigjöld á sjávarútveg eru á hverjum tíma ber að miða þau við íslenskar aðstæður.
Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum. Þetta er eitt þeirra atriða sem stjórnvöld og hagsmunaaðilar þurfa að skoða gaumgæfilega áður en til breytinga kemur á veiðigjöldum.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að fara þurfi mjög varlega, og einungis að vel ígrunduðu máli, byggt á gögnum og staðreyndum, í allar breytingar á gjaldtöku af sjávarútvegi á Íslandi en mjög mikilvægt er að hann þróist áfram með öruggum og sjálfbærum hætti og verði þannig áfram samkeppnishæfur við erlendan sjávarútveg.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja í sjávarútvegi þurfi að taka upp mun meira samtal og samráð um fyrirkomulag íslensks sjávarútvegs með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi.
Í Skagafirði er rekið öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu allra félagsmanna Kaupfélags Skagfirðinga og er ekki á hlutabréfamarkaði. Félagið rekur meðal annars öfluga landvinnslu á bolfiski á Sauðárkróki.
Rekstur FISK Seafood á Sauðárkróki veitir ríflega tvö hundruð manns atvinnu á sjó og í landi og skapar í heildina um 12,5% af útsvarstekjum sveitarfélagsins Skagafjarðar. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er með rúmlega 1% af sínum útsvarstekjum frá sjávarútvegi. Það er ljóst að tekjutap sveitarfélaga af samdrætti sjávarútvegs myndi fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og þannig auka aðstöðumuninn á milli hennar og höfuðborgarinnar.
Þá eru ótalin öll þau gríðarmiklu og jákvæðu áhrif sem rekstur FISK Seafood hefur á fjölmörg önnur fyrirtæki í Skagafirði og nágrannabyggðum sem sjá um margvíslega þjónustu við bæði útgerð og vinnslu. Vissulega og sem betur fer hefur rekstur FISK Seafood skilað hagnaði á liðnum árum en sá hagnaður hefur ekki verið greiddur til einstaklinga heldur nýttur til frekari eflingar og uppbyggingar fyrirtækisins og ýmissa samfélagslegra verkefna, t.d. umhverfismála, styrkingu starfsemi björgunarsveita, margskonar íþróttastarfs í héraðinu o. fl. sem of langt mál er að telja upp hér. Til viðbótar þessu öllu hefur aðkoma FISK Seafood að uppbyggingu fiska- og fiskalíffræðibrautar Háskólans á Hólum verið gríðarleg í gegnum árin m.a. með því að útvega gjaldlausa aðstöðu til kennslu og rannsókna fyrir skólann í fjöldamörg ár á Sauðárkróki, ásamt því að afhenda þeim nú síðast fiskeldis- og kennsluaðstöðuna á Hólum.
Með þessari auknu skattlagningu á fyrirtækið er því augljóslega verið að draga úr möguleikum þess til frekari uppbyggingar og fjárfestinga og möguleikum þess til fjárhagslegrar aðkomu að ýmiss konar annarri uppbyggingu samfélagsins og samfélagslegum verkefnum. Jafnframt veldur aukin skattheimta keðjuverkandi samdrætti, ekki bara á greinina sjálfa heldur líka á iðnað, þjónustu og nýsköpun. Afleiðingarnar eru bein neikvæð áhrif á hag fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélaga.
Sagan segir okkur að aukin skattheimta auki á samþjöppun og fækkun starfandi fyrirtækja með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum fyrir viðkomandi byggðarlög. Hefur þetta meðal annars verið staðfest í skýrslu frá Auðlindinni okkar en þar kemur skýrt fram að allar rannsóknir sýni fram á það að aukin gjaldtaka í sjávarútvegi leiði til samþjöppunar í greininni. Er þetta æskileg þróun fyrir íslenskan sjávarútveg eða byggðir landsins?
Byggðarráð Skagafjarðar harmar hversu hratt og bratt er farið í þessa miklu hækkun á veiðigjöldum og skorar á stjórnvöld að endurskoða aðferðafræðina og þá áhættu sem hún setur íslensk fyrirtæki í með gjaldtöku sem miðast við fiskverð í öðrum löndum. Telur Byggðarráð skynsamlegra að endurskoða núverandi gjaldtöku út frá íslenskum forsendum. Ef það er svigrúm til aukinnar gjaldtöku fyrir utan tekjuskatt og núverandi auðlindagjöld, verði sú aukna gjaldtaka vel ígrunduð áður en til hennar kemur og miðuð við íslenskar aðstæður svo lágmarka megi utanaðkomandi áhrif eins og gengissveiflur og ákvarðanir stjórnvalda í öðrum löndum á rekstur fyrirtækjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir hagsmuni Skagafjarðar og landsbyggðarinnar allrar að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja landsins gangi áfram vel og að honum sé ekki stofnað í hættu með þessum hætti."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Mikilvægt er að sjávarauðlindin sé sameign þjóðarinnar og að arður af nýtingu hennar renni í sameiginlega sjóði og nýtist samfélaginu öllu. VG og óháð telja að veiðigjald eigi að endurspegla raunverulegan afrakstur sjávarútvegsfyrirtækja og að það sé nauðsynlegt til að viðhalda trausti á kerfinu og jafnræði í samfélaginu. Veiðigjaldið á ekki aðeins að standa undir kostnaði við fiskveiðistjórnun heldur líka að skila samfélagslegum arði til almennings.
Við hvetjum því til þess að í endanlegu frumvarpi verði lögð áhersla á:
- Að veiðigjöld haldist í takt við afkomu greinarinnar og séu nægilega há til að tryggja eðlilegt gjald fyrir nýtingu sameiginlegrar auðlindar.
- Að veiðigjaldið sé útfært með gagnsæjum og sanngjörnum hætti, án sérhagsmunamiðaðra undanþága eða sérmeðferðar.
- Að arðurinn renni í sameiginlega sjóði og nýtist í þágu byggðaþróunar, loftslagsaðgerða og félagslegs réttlætis um land allt.
- Að tryggt sé að veiðigjald taki mið af mismunandi stærðum og afkomu fyrirtækja, en án þess að brjóta gegn grundvallarhugmyndinni um að allir greiði eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindinni.
- Að endurskoða þann hluta sem varðar afskriftir og fjármagnsliði. Sérstaklega þarf að huga að því að lækkun verði gerð á þeim hluta sem felur í sér afskriftir, auk þeirra fjármagnsliða sem lagðir eru að jöfnu við afskriftahlutann.
Þó rétt sé að taka frystiskip út úr meðaltalsreikningum til að draga úr skekkju í gjaldstofni, viljum við jafnframt vara við því að reglan um 20% lækkun við 50% frystingu getur aukið líkur á kerfisbundinni hagræðingu þar sem hlutfalli tegundar er viljandi haldið undir 50% viðmiðinu. Þar skapast freystnivandi sem getur leitt til aukins brottkasts, fari afli tegundar yfir 50% í frystingu. Slíkt grefur undan tiltrú á fiskveiðistjórnunarkerfinu, skaðar umhverfið og vinnur gegn markmiðum frumvarpsins.
Jafnframt leggjum við ríka áherslu á að fram fari markviss gagnaöflun og greining á áhrifum breytinganna, sérstaklega þegar horft er til meðalstórra og smærri fiskvinnslufyrirtækja. Slíkar greiningar eru nauðsynlegar til að tryggja að breytingarnar leiði ekki óviljandi til ójafnræðis, samdráttar í atvinnulífi í sjávarbyggðum, fækkunar starfa í vinnslu eða óeðlilegrar samþjöppunnar. Ákvarðanir sem þessar verða að byggja á traustum gögnum og samráðs við hagsmunaaðila um allt land.
Aukin tiltrú og traust á sjávarútvegi, ásamt aukinni samfélagslegri ábyrgð þeirra sem nýta sameiginlegar auðlindir er lykilatriði fyrir framtíðina."