Lagt fram erindi frá SSNV og SSNE dagsett 26. mars 2025. Árið 2023 samþykktu öll sveitarfélög á svæði Norðurlands eystra og Norðurlands vestra sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Með svæðisáætluninni hafa sveitarfélögin sett sér sameiginlega stefnu og markmið í úrgangsmálum á landsvæðinu, en einnig samþykkt aðgerðaáætlun sem inniheldur 18 aðgerðir í úrgangsmálum. Með erindinu sem sent var til sveitarfélagsins Skagafjarðar er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni tengilið vegna þeirrar vinnu sem framundan er við áætlunina.
Frestur til að skila inn tilnefningu er til föstudagsins 4. apríl næstkomandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, sem tengilið Skagafjarðar vegna vinnu við aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.
Frestur til að skila inn tilnefningu er til föstudagsins 4. apríl næstkomandi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, sem tengilið Skagafjarðar vegna vinnu við aðgerðaráætlun í úrgangsmálum.