Jóhanna Ey Harðardóttir fulltrúi Byggðalista lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki grunn- og framhaldsskóla, foreldrafélögum- og ráðum, ungmennaráði og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar um hvernig hægt sé að mæta þörfum barna og ungmenna við áskorunum nútímans.
Greinagerð:
Í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu að undanförnu um notkun barna og ungmenna á samfélagsmiðlum og forritum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Mikilvægt er að Skagafjörður sem heilsueflandi sveitarfélag leggi sitt af mörkum til mæta breyttum veruleika barna og ungmenna.
Börn og ungmenni hafa ólíkan bakgrunn og bakland og eru oft og tíðum að kljást við hinar ýmsu áskoranir. Það er mikilvægt að Skagafjörður bregðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu og skapi umgjörð og aðstæður þar sem velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi."
Tillaga Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að ræða útfærslu verkefnisins við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og farsældarfulltrúa Norðurlands vestra.
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að kalla eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki grunn- og framhaldsskóla, foreldrafélögum- og ráðum, ungmennaráði og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar um hvernig hægt sé að mæta þörfum barna og ungmenna við áskorunum nútímans.
Greinagerð:
Í ljósi umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu að undanförnu um notkun barna og ungmenna á samfélagsmiðlum og forritum sem kunna að hafa neikvæð áhrif á líðan og hegðun barna og ungmenna. Mikilvægt er að Skagafjörður sem heilsueflandi sveitarfélag leggi sitt af mörkum til mæta breyttum veruleika barna og ungmenna.
Börn og ungmenni hafa ólíkan bakgrunn og bakland og eru oft og tíðum að kljást við hinar ýmsu áskoranir. Það er mikilvægt að Skagafjörður bregðist við breyttum aðstæðum í samfélaginu og skapi umgjörð og aðstæður þar sem velferð barna og ungmenna er í fyrirrúmi."
Tillaga Byggðalista borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra er falið að ræða útfærslu verkefnisins við sviðsstjóra fjölskyldusviðs og farsældarfulltrúa Norðurlands vestra.