Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

4. fundur 02. september 1998 kl. 16:30 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 2. september kl. 16.30 í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Hlín Bolladóttir, Ólafur Adolfsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen auk Páls Kolbeinssonar ritara.

Dagskrá:

  1. Starfsmannamál.
  2. Tillaga Hlínar Bolladóttur
  3. Skíðasvæði sunnan Lámbárbotna
  4. Vetrarstarf.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Starfsmaður kynnti stöðu í starfsmannamálum stofnunarinnar. Nefndin samþykkir að auglýsa eftir starfsmönnum í hlutastörf í félagsmiðstöð Sauðárkróks.
Nefndin samþykkir að veita Heiðu Láru Eggertsdóttur forstöðumanni félagsmiðstöðvar Sauðárkróks launalaust leyfi til 01.05.1999.

2. Nefndin telur nauðsynlegt að tómstundamál í Skagafirði verði skoðuð í heild sinni og stefna mótuð. Brýnt er að menningar - íþrótta og æskulýðs, skólanefnd og skólarnir í Skagafirði komi sér saman um fyrirkomulag þessa málaflokks. Þessi vinna þarf að fara í gang sem fyrst.

3. Starfsmaður lagði fram gögn og gerði grein fyrir stöðu mála. Rétt er að benda á að ákvörðun um uppbyggingu skíðasvæðis hefur ekki verið samþykkt af hálfu Héraðsnefndar eða Bæjarstjórnar Sauðárkróks.

4. Starfsmaður sagði frá dagskrá vetrarins. Nefndarmenn leggja sérstaka áherslu á að íþróttaskólar verði starfræktir víðar en á Sauðárkróki.

5. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.