Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 16.09.1998 kl. 18.00. í Áshúsi, Glaumbæ.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Hlín Bolladóttir, Helgi Thorarensen og Trausti Kristjánsson. Ennfremur var Sigríður Sigurðardóttir mætt á fundinn.
Dagskrá:
- Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri.
- Hjalti Pálsson, forstöðumaður Safnahúss.
- Jón Ormar Ormsson.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri í Glaumbæ gerði grein fyrir og kynnti starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga.
Sigríður vék nú af fundi. - Hjalti Pálsson, forstöðumaður Safnahúss, gerði grein fyrir og kynnti starfsemi Safnahússins og þeirra stofnana sem þar eru, héraðsskjalasafns, listasafns og bókasafns.
Hjalti vék nú af fundi. - Jón Ormar Ormsson kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar um menningarmál í Skagafirði.
- Önnur mál engin.