Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ár 1999, fimmtudaginn 10. júní kom menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1600.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Gísli Eymarsson og Jón Garðarsson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.
DAGSKRÁ:
- Tillaga um starf framkvæmdastjóra MÍÆ.
- Forgangsröðun íþróttamannvirkja.
- Hátíðarhöld árið 2000.
- Styrkir vegna landsliðsferða.
- Bréf frá stjórn UMFT.
- Bréf frá Umf. Hjalta.
- Vinnuskóli Skagafjarðar.
- Bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar.
- Bréf frá Listasafni Íslands.
- Samningur um forvarnir.
AFGREIÐSLUR:
- Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að auglýst verði staða framkvæmdastjóra menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Einnig var lögð fram tillaga að starfslýsingu væntanlegs framkvæmdastjóra. - Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að senda bréf til stjórnar UMSS þar sem óskað er eftir því að sambandið sendi hugmyndir sínar um forgangsröðun íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Skagafirði til nefndarinnar.
- Kynntar hugmyndir að meginatriðum hátíðardagskrár í Skagafirði árið 2000.
- Kynnt beiðni sem borist hefur um styrk til Birnu Eiríksdóttur og Efemíu Sigurbjörnsdóttur vegna þáttöku þeirra í landsliðsferð en þær hafa verið valdar í unglingalandslið kvenna. Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að styrkja Birnu og Efemíu með kr. 15.000.- hvora.
- Lagt fram bréf frá Umf. Tindastól dags. 2. júní sl. þar sem vakin er athygli á námskeiði sem auglýst er á vegum félagsmiðstöðvarinnar og Sauðárkrókskirkju sækir að dómi stjórnar Tindastóls á sömu mið og námskeið á vegum Tindastóls.
- Lagt fram bréf frá Umf. Hjalta dags. 28. maí sl. Í bréfinu kemur fram að stjórn ungmennafélagsins hefur verið að kanna möguleika á því að koma upp varanlegri íþróttaaðstöðu í Hóla- og Viðvíkursveit. Jafnframt er bent á að heppilegt gæti verið að hafa íþróttaaðstöðu við Grunnskólann á Hólum. Afgreiðslu frestað.
- Á fundinn mætti nú Heiða Lára Guðmundsdóttir forstöðumaður Vinnuskóla Skagafjarðar. Í Vinnuskólanum eru nú rúmlega 100 nemendur 20 eru skráðir í atvinnuátaki. 19 flokkstjórar hafa verið ráðnir. Gerði hún grein fyrir þeim verkefnum sem Vinnuskólinn er með.
- Lagt fram bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar dags. 2. júní sl. Er spurst fyrir um hvort hægt væri að útbúa sundkort sem nota mætti á öllum sundstöðum innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd samþykkir að láta kanna hvort þessu verði við komið. - Lagt fram erindi frá Listasafni Íslands þar sem boðið er uppá að Listasafnið komi með listsýningar út á land.
- Lögð fram kynning á samningi Skagafjarðar, SÁÁ og Heilbrigðisráðuneytisins um forvarnir.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.