Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
45. fundur Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar Skagafjarðar haldinn að Skrifstofu Sveitarfélagsins þann 13. mars 2000 kl. 1600.
Mættir voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Erna Rós Hafsteinsdóttir.
DAGSKRÁ:
- Frestuð erindi v/námskeiðs fyrir listamenn á Akureyri.
- Erindi frá forstöðumanni Safnahúss á Sauðárkróki.
- Félagsheimili.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Samþykkt að greiða niður helming námskeiðsgjalda eða kr. 7.000 á mann.
- Nefndin samþykkir að lána ótímabundið bækur úr safni Björns Egilssonar til Byggðasafnsins í Glaumbæ. Þar er um að ræða bækur sem tengjast þjóðfræði og sögu.
- Félagsheimili í Skagafirði - rætt um tillögu MÍÆ nefndar varðandi Félagsheimili í Skagafirði. Ákveðið að leggja fram og afgreiða á næsta fundi.
- Önnur mál.
a) Rætt um málefni Minjahúss.
Fleira ekki gert og fundi slitið.