Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
59. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 20. nóv. 2000 kl. 1600.
Mættir: Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson
Dagskrá:
- Borgarafundur um vímu- og fíkniefnamál.
- Forgangsröðun íþróttamannvirkja.
- Félagsheimili í Skagafirði.
- Fjárhagsáætlun 2001.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Ómar sagði frá borgarafundi s.l. miðvikudag. Mjög góð þátttaka var á fundinum og fjölmörg góð erindi flutt. Unnið verður áfram að forvarnarmálum og tekið mið af upplýsingum fundarmanna.
- Ákveðið að halda vinnu áfram við þetta málefni.
- Lárus Dagur Pálsson og Jakob Frímann Þorsteinsson frá Atvinnuþróunarfélaginu
Hring komu á fundinn. - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 er í vinnslu og verða drög hennar kynnt fyrir
nefndarmönnum næstu daga. - Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,57 .