Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

59. fundur 20. nóvember 2000 kl. 16:00 - 17:57 Á skrifstofu sveitarfélagsins

59. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 20. nóv. 2000 kl. 1600.

 

            Mættir: Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson

 

Dagskrá:

  1. Borgarafundur um vímu- og fíkniefnamál.
  2. Forgangsröðun íþróttamannvirkja.
  3. Félagsheimili í Skagafirði.
  4. Fjárhagsáætlun 2001.
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

  1. Ómar sagði frá borgarafundi s.l. miðvikudag.  Mjög góð þátttaka var á fundinum og fjölmörg góð erindi flutt.   Unnið verður áfram að forvarnarmálum og tekið mið af upplýsingum fundarmanna.
  2. Ákveðið að halda vinnu áfram við þetta málefni.
  3. Lárus Dagur Pálsson og Jakob Frímann Þorsteinsson frá Atvinnuþróunarfélaginu
    Hring komu á fundinn.
  4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 er í vinnslu og verða drög hennar kynnt fyrir
    nefndarmönnum næstu daga.
  5. Önnur mál engin.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,57 .