Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
93. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins 10. jan. 2002, kl. 17:00.
Mætt: Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson, Helgi Thorarensen, Kristín Bjarnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Minjahúsið á Sauðárkróki
- Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá stjórn villa Nova þar sem óskað er fjárstuðnings vegna endurbyggingar Villa Nova.
- Bréf frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa, vegna rútuferða á skíðasvæði Tindastóls.
- Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa f.h. samstarfshóps um bætta unglingamenningu í Skagafirði.
- Undirbúningsvinna vegna úthlutunar rekstrarstyrkja til félagsheimila.
- Fjárhagsáætlun 2002.
- Önnur mál:
a) Bréf frá húsnefnd Ketiláss.
b) Bréf frá Önnu S. Hróðmarsdóttur.
AFGREIÐSLUR:
- Formanni ásamt starfsmönnum falið að gera drög að endurnýjuðum samningi við Kristján Runólfsson.
- Erindinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
- Nefndin telur að erindið sé ekki á sínu verksviði en hvetur Skíðadeild Tindastóls til að kanna málið.
- MÍÆ-nefnd styður hugmyndir forvarnarhópsins og hvetur til að húsnæðið Borgarflöt 1 verði nýtt fyrir starfsemina. Ásdísi Guðmundsdóttur og starfsmanni falið að vinna að framgangi málsins.
- Samþ. að ganga frá úthlutun rekstrarstyrks til félagsheimilanna strax að lokinni afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2002.
- Lögð fram og samþykkt fjárhagsáætlun MÍÆ-nefndar 2002.
- Önnur mál:
a) Móttekið bréf frá húsnefnd félagsheimilisins Ketiláss ásamt fundargerð 5. jan. 2002. Húsnefndin mótmælir í bréfinu ákvörðun þeirri að selja hlut sveitarfélagsins í Ketilási.
b) Tekið fyrir bréf frá Önnu S. Hróðmarsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna þátttöku hennar í samsýningum í Reykjavík og Færeyjum. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til úthlutunar úr menningarsjóði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19,25