Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

2. fundur 21. ágúst 2006 kl. 16:00 - 17:00

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 2  – 21.08. 2006


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 21.08.2006, kl. 16:00.



DAGSKRÁ:

1)      Umræður um starfsemi nefndarinnar, fundartíma og fleira
2)      Starfsáætlun nefndarinnar
3)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Umræður um starfsemi nefndarinnar, fundartíma og fleira
Rætt um fundartíma og skipulag á starfi nefndarinnar.  Ákveðið að funda annan hvern miðvikudag. 
 
2)      Starfsáætlun nefndarinnar
Sviðsstjóri fjallaði um aðkomu sveitarfélagsins að menningar- og kynningarmálum og starf sitt að þeim á síðustu árum.
Ákveðið að vinna stefnumótun í safnamálum í samvinnu við forstöðumenn þeirra.  Ákveðið að kynning á sveitarfélaginu sem búsetukosti og upplýsingastreymi til íbúa verði verkefni nefndarinnar, en kynning til ferðamanna ekki.
Rætt um starfsemi félagsheimila, stefnt að viðræðum við húsnefndir og stjórn eignasjóðs um þau, rætt um næstu skref varðandi menningarhús.
 
3)      Önnur mál
Voru engin
 
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00
 
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.