Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

3. fundur 30. ágúst 2006 kl. 09:00 - 10:30
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 3  – 30.08. 2006


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, miðvikudaginn 30.08.2006, kl. 09:00.

DAGSKRÁ:

1)      Kynningarmál – kynning sveitarstjórnar og nefnda
Formaður kynnti fyrirhugaðan kynningardag sveitarstjórnar, nefndafólks og embættismanna sem Menningar- og kynningarnefnd stendur fyrir.    Sviðsstjóri vinnur áfram að málinu.

2)      Menningarhús og félagsheimili
Sviðsstjóri lagði fram yfirlit yfir fjárveitingar á lið 05610, félagsheimili á síðasta ári.  Rætt um skipulag á rekstri félagsheimila og nauðsyn þess að endurskoða það skipulag í samráði við eignarsjóð og húsnefndir.
Rætt um þá undirbúningsvinnu sem farið hefur fram varðandi menningarhús á Sauðárkróki.  Nefndin leggur áherslu á að áfram verði unnið að undirbúningi verkefnisins.

3)      Fjármál - staðan
Sviðsstjóri lagði fram yfirlit yfir stöðu fjármála á lið 05 – menningarmál.

4)      Önnur mál
Lagt fram erindi frá Sigríði Sveinsdóttur, dags. 26.05.2006, þar sem hún segir sig úr húsnefnd Árgarðs af persónulegum ástæðum.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.