Menningar- og kynningarnefnd
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 27.09.2006, kl. 09:00.
Fundinn sátu Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. Guðrún Helgadóttir formaður forfallaðist.
DAGSKRÁ:
1) Málefni Héraðsskjalasafns og Listasafns
Unnar Ingvarsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns og Listasafns kynnti starfsemi safnanna. Héraðsskjalsafnið er það elsta á landinu og það stærsta á landsbyggðinni, safnið er vel sótt og mikið notað. Fjárhagur safnsins er á áætlun.
Listasafnið telur nú um 400 verk, starfsemin felst í því að varðveita þessi verk, stærsti hluti þeirra er í útleigu í stofnunum sveitarfélagsins og hjá öðrum stofnunum. Þessi leiga skilar tekjum til safnsins fyrir um 700.000 kr. á ári sem eru einu tekjur safnsins. Endurnýjun í safninu er lítil sem engin en safnkosturinn hefur nú verið skráður.
Plássleysi háir starfsemi safnanna, geymsluhúsnæði skortir og vinnuaðstaða er ekki fullnægjandi.
Eftir umræður skoðaði nefndarfólk söfnin með Unnari.
2) Önnur mál
Lagt fram erindi frá Árnýju Ragnarsdóttur, dags. 20.05.2006, þar sem hún segir upp starfi sem húsvörður frá og með næstu áramótum.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:10