Menningar- og kynningarnefnd
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 18.10.2006, kl. 09:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
1) Markaðsáætlun
2) Vefsíða sveitarfélagsins
3) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Markaðsáætlun
Nefndin ákveður að einbeita sér fyrst um sinn að því að kynna búsetukosti í Skagafirði og þjónustu sveitarfélagsins fyrir núverandi íbúum og nemendum sem hingað koma í skóla. Ennfremur verður skoðað hvernig auðvelda má upplýsingastreymi til þeirra sem flutt hafa frá Skagafirði. Nefndin mun hafa samráð við aðrar nefndir um nánari skilgreiningu markhópa og markmiðssetningu í kynningu á búsetukostum.
2) Vefsíða sveitarfélagsins
Rætt um heimasíðu sveitarfélagsins. Einstaklingar sem heimsækja síðuna eru 500-600 á dag og síðan skilar að mörgu leiti vel hlutverki sínu sem upplýsingasíða. Nefndin ákvað að setja í gang vinnuferli til að fá fram viðhorf íbúa til síðunnar með það fyrir augum að bæta hana enn frekar.
3) Önnur mál
Náttúrugripasafn
Nefndin hefur móttekið bréf frá Páli Dagbjartssyni dags. 26. sept. sl. Nefndin ákveður að fresta umræðum um málið til næsta fundar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:45