Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

9. fundur 08. nóvember 2006

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 9  – 08.11. 2006


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 08.11.2006, kl. 15:00.

 
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.  Hrund Pétursdóttir forfallaðist vegna veikinda en var með á fundinum í síma.
 
DAGSKRÁ:
1)      Fjárhagsáætlun
2)      Vefsíðan
3)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Fjárhagsáætlun
Nefndin samþykkir að senda til byggðarráðs til fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar fyrir 2007 áætlun upp á kr. 78.221.416 fyrir liði 05 – menningarmál.
Nefndin samþykkir að leggja til við byggðarráð að kr. 2.200.000 verði færðar af lið 21450 – Markaðs- og þróunarsvið yfir á nýjan lið 21470 – Kynningarmál.  Auk þess verði gerð ráð fyrir kr. 420.000 á  lið 21470 sem er helmingur af kostnaði við Menningar- og kynningarnefnd.
 
2)      Vefsíðan
Umræðum um vefsíðuna frestað.
 
3)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00