Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

11. fundur 08. janúar 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 11  – 08.01. 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
miðvikudaginn 08.01.2007, kl. 17:00.


Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð. 

DAGSKRÁ:
1)      Starfsáætlun nefndarinnar fyrri hluta árs 2007
2)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Starfsáætlun nefndarinnar fyrri hluta árs 2007
Formaður setti fund og bauð Pál velkominn til starfa í nefndinni.
Rætt var um eftirfarandi verkefni, sem liggja fyrir hjá nefndinni á næstu vikum og mánuðum:

a) Úthlutun menningarstyrkja, rætt um reglur og úthlutun, ákveðið að ræða málið á næsta fundi.

b) Viðburðir, ársáætlun – sviðsstjóra falið að auglýsa eftir upplýsingum um fyrirhugaða menningarviðburði í Skagafirði á árinu 2007, með það fyrir augum að safna upplýsingum um og samræma tímasetningar viðburða.

c) Byggðasaga Skagafjarðar – stefnt er að viðræðum við útgáfustjórn um framhald á útgáfu byggðarsögu.

d) Rekstur félagsheimila.
Sviðsstjóra falið að óska eftir því við SSNV atvinnuráðgjöf að hún safni saman upplýsingum um rekstur Ljósheima, Árgarðs og Skagasels.  Í framhaldi af þessari samantekt verði óskað eftir fundum með viðkomandi hússtjórnum um rekstur viðkomandi félagsheimila.
Ennfremur var ákveðið að óska eftir því við fulltrúa eigenda Skagasels að þeir komi á næsta fund nefndarinnar.
Ákveðið að beina því til nefndar sem vinnur að endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins að skipað verði í hússtjórnir félagsheimila á fjögurra ára fresti.
Ennfremur var ákveðið að óska eftir því sveitarstjóra að bókhald félagsheimila verði framvegis fært á fjármálasviði sveitarfélagsins.

e) Náttúrugripasafn, rætt um mögulegar leiðir og ákveðið að óska eftir fundi með lykilaðilum á næstu vikum.

f) Rætt um ýmis málefni Byggðasafns Skagfirðinga og ákveðið að taka þau fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

g) Menningarhús á Sauðárkróki, rætt um mikilvægi þess að vinna við samning milli sveitarfélaga í Skagafirði og Menntamálaráðaneytisins haldi áfram.

h) Vefsíða – ákveðið að leita eftir sérfræðiráðgjöf varðandi útlit heimasíðunnar og halda í framhaldinu vinnufund um hana.

2)      Önnur mál
Leiðrétting á fundargerð Menningar- og kynningarnefndar frá fundi nr. 6 sem haldinn var 4.10. 2006.  Vegna misritunar fellur út eftirfarandi úr lið 1:  en föst umsókn er til Safnasjóðs.  Í stað þess kemur, svo sem til Fornleifasjóðs.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00