Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

16. fundur 29. mars 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar

Fundur 16  – 29.3.2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 29.3.2007, kl. 15:00.

DAGSKRÁ:

1)      Kynningarmál
2)      Menningarsjóður – 2. úthlutun
3)      Vefsíðan
4)      Málefni félagsheimila
5)      Kynning á menningarstarfi fyrir börn í sumar
6)      Hátíðir - yfirlit
7)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

1)      Kynningarmál
Rætt um að samræmingu á kynningarstarfi, ákveðið að ræða málið nánar á næsta fundi.
 
2)      Menningarsjóður – 2. úthlutun
Lögð fram gögn frá Karlakórnum Heimi, Rökkurkórnum og Skagfirska Kammerkórnum sem nefndin óskaði eftir á síðasta fundi. 
Fengist hefur staðfestingu frá aðstandendum Sönglagahátíðar í Sæluviku á því að haldin verði barnasýning á Sönglagahátíð föstudaginn 4. maí.
Eftirfarandi úthlutun var samþykkt:

Karlakórinn Heimir v. tvennra tónleika   200.000
Karlakórinn Heimir v.sýningar um Bólu-Hjálmar   150.000
Rökkurkórinn v. tvennra tónleika   200.000
Skagfirski Kammerkórinn v. tónleika   100.000
Jónsmessuhátíð í Hofsósi   100.000

 
3)      Vefsíðan
Samþykktar verklagsreglur vegna vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Samþykkt drög að nýju útliti fyrir vefsíðu sveitarfélagsins, sviðsstjóra falið að vinna að málinu.  Stefnt er að því að verkinu verði lokið um miðjan maí.
 
4)      Málefni félagsheimila
Sviðsstjóra falið að vinna tillögu að úthlutun styrkja til félagsheimila fyrir næsta fund.
 
5)      Kynning á menningarstarfi fyrir börn í sumar
María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi kom á fundinn og lagði fram hugmyndir sem hún hefur unnið að varðandi íþrótta-, tómstunda- og menningarstarf fyrir börn á komandi sumri.
 
6)      Hátíðir – yfirlit
Sviðsstjóri lagði fram fyrstu drög að dagskrár Sæluviku 2007.
 
7)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30