Menningar- og kynningarnefnd
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, mánudaginn 10.09.2007, kl. 17:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Bjarni K. Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. Hrund Pétursdóttir var með á fundinum í síma.
DAGSKRÁ:
1) Málefni félagsheimila
2) Menningarstyrkir
3) Erindi frá byggðarráði
4) Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007
5) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Málefni félagsheimila
Rætt um málefni félagsheimila. Sviðsstjóra falið að ræða við fulltrúa sveitarfélagsins í húsnefndum og senda þeim drög að reglum fyrir viðkomandi hús þar sem það á við.
Hússtjórn Ljósheima hefur ákveðið að auglýsa eftir umsóknum frá aðilum sem hafa áhuga á því að taka að sér rekstur hússins frá áramótum 2007-2008. Ákveðið hefur verið að segja upp húsverði Ljósheima. Meðeigendum hafa verið kynnt þessi áform.
Sviðsstjóra falið að ganga frá auglýsingu.
Eftirfarandi tilnefndur sem fulltrúi sveitarfélagsins í hússtjórn í Félagsheimili Rípurhrepps:
Sævar Einarsson.
2) Menningarstyrkir
Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarmála á síðari hluta ársins. Sviðsstjóra falið að auglýsa.
3) Erindi frá byggðarráði
Lagt fram erindi frá Byggðaráði dags. 15. maí 2007 þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Óperu Skagafjarðar þar sem óskað er eftir afslætti af húsaleigu.
Menningar- og kynningarnefnd mælir ekki með því að afslættir séu gefnir af sanngjarnri húsaleigu vegna viðburða.
Nefndin telur eðlilegra að stuðningur við menningarstarf sé í formi styrkja sem veittir eru á grundvelli auglýstra úthlutunarreglna.
4) Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2007
Lögð fram erindi frá Héraðsbókasafni varðandi endurbætur á vinnuaðstöðu og erindi frá Héraðsskjalasafni varðandi launalið safnsins á árinu 2007.
Nefndin samþykkir bæði erindin og vísar þeim til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
5) Önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30