Menningar- og kynningarnefnd
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 24 – 23.10.2007
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 23.10.2007, kl. 13:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir, Bjarni Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
Halldóra Hreggviðsdóttir og Salvör Jónsdóttir frá fyrirtækinu Alta komu til fundarins undir 1. lið.
DAGSKRÁ:
1) Kynning frá fyrirtækinu Alta
2) Vefsíða
3) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Kynning frá fyrirtækinu Alta
Halldóra Hreggviðsdóttir og Salvör Jónsdóttir frá Alta komu til fundarins og kynntu starfsemi fyrirtækisins, en það hefur unnið með sveitarfélögum að samráði við íbúa t.d. með íbúaþingum.
2) Vefsíða
Farið yfir drög að nýju útliti heimasíðu sveitarfélagsins sem ráðgert er að opna innan skamms.
Samþykkt að breyta verklagsreglum um heimasíðu þannig að öllum fulltrúum í sveitarstjórn, nefndum og ráðum verði boðið að skrifa þar pistla.
Sviðsstjóra falið að ræða við nefndir sveitarfélagsins um fréttaflutning frá þeim inn á heimasíðuna.
3) Önnur mál
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30