Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

25. fundur 12. nóvember 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 25  – 12.11.2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
mánudaginn 12.11.2007, kl. 14:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir, Bjarni Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:
1)      Fjárhagsáætlun 2008
2)      Heimasíða sveitarfélagsins
3)      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1)      Fjárhagsáætlun 2008
Menningarmál, liður 05 lagður fram til umræðu af sviðsstjóra með upplýsingum frá forstöðumönnum safna.  Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 112.623.735.- og tekjur kr. 24.510.000.- Heildarútgjöld kr. 88.113.735.- Einnig samþykkt að gera tillögu um liður 21470 – kynningarmál, gjöld upp á kr. 3.500.000.- 
Samþykkt að vísa 05- liðnum og 21470 með þessari afgreiðslu til byggðarráðs. 

2)      Heimasíða sveitarfélagsins
Rætt um tilmæli frá sveitarstjórn um að nefndin útfæri texta og leggi fram nýjar verklagsreglur fyrir heimasíðuna með áorðnum breytingum.
Ákveðið að kalla eftir tillögum varðandi fyrirkomulag á skrifum fulltrúa á heimasíðuna frá fulltrúa Vinstri-hreyfingarinnar græns framboðs, vegna athugasemda sem oddviti þeirra kom á framfæri við sviðsstjóra.
Nefndin beinir þeim tilmælum til nefnda og sviðsstjóra að yfirfara það efni sem viðkemur þeirra málaflokkum á heimasíðunni.

3)      Önnur mál

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00