Samgöngunefnd
Ár 2002, hinn 3. júlí, kom Samgöngunefnd saman til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, Sauðárkróki.
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Inga Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson bæjartæknifræðingur, sveitarstjóri Ársæll Guðmundsson og Guðmundur Ragnarsson frá Vegagerð ríkisins.
Fundarefni: Safnvegaáætlun fyrir sveitarfélagið Skagafjörð 2002 - 2005.
DAGSKRÁ:
- Fundarsetning.
- Fundargerð síðasta fundar.
- Framkvæmdaskýrsla 2001.
- Erindi til nefndarinnar.
- Tillaga að safnvegaáætlun.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Brynjar Pálsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
2. Farið yfir fundargerð síðasta fundar um safnvegaáætlun frá 9. maí 2001. Guðmundur Ragnarsson skýrði fundargerðina. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.
3. Framkvæmdaskýrsla 2001 lögð fram. Guðmundur Ragnarsson gerði grein fyrir
helstu framkvæmdum. Fjárveiting til framkvæmda var kr. 18.619.000.- Skuld frá
2000 var kr. 4.837.000.- Kostnaður vegna framkvæmda ársins var 16.610.783.- og
umframkostnaður varð kr. 2.828.783.-
Kostnaðarskipting var eftirfarandi:
Nýbyggingar Kr. 11.578.342.-
Malarslitlög Kr. 1.416.433.-
Heflun, bleyting Kr. 1.165.480.-
Almennt viðhald Kr. 2.450.528.-
4. og 5. Erindi til nefndarinnar og tillaga að safnvegaáætlun 2002 - 2005. Guðmundur
kynnti aðsend erindi og gerði grein fyrir þeim;
1) Ristarhlið á Skaga. Samþykkt að verja kr. 400.000.- í ristarhlið á Skaga.
2) Austurdalsvegur. Samþykkt að verja kr. 500.000.- til lagfæringa á veginum og kr.500.000.- árið 2003.
3) Reykjarhólsvegur í Varmahlíð. Samþykkt að verja kr. 7.900.000.- til þessarar framkvæmdar í ár.
4) Arnarstaðavegur. Samþykkt að verja kr. 520.000.- til styrkingar á veginum og til malarburðar árið 2002.
5) Skúfsstaðavegur. Samþykkt að verja kr. 460.000.- til styrkingar á veginum og til malarburðar.
6) Langhús. Samþykkt að verja kr. 150.000.- til lagfæringa á heimreið.
7) Heimreið að nýbyggingu í landi Kombastaða. Samþykkt að verja kr. 1.000.000.- til verksins árið 2002 og kr. 400.000.- á árinu 2003.
8) Malarburður Hegranes/Skagi 3.45 km. Samþykkt að verja kr. 774.000.- til verksins árið 2002.
9) Malarburður Skagi/Fljót/Sauðárkróksbraut 8.59 km. Samþykkt að verja kr. 1.876.000.- til verksins árið 2003.
10) Víkurvegur (Neðra Haganes 2) Samþykkt að verja kr. 188.000.- árið 2003 til lagfæringar á heimreið.
11) Gilhagavegur. Samþykkt að verja kr. 230.000.- árið 2003 til lagfæringar á heimreið.
12) Efri-Ásvegur. Samþykkt að verja kr. 288.000.- árið 2003 til lagfæringar á heimreið.
13) Útvíkurvegur. Samþykkt að verja kr. 230.000.- árið 2003 til lagfæringar á heimreið.
14) Viðvík - ristarhlið. Samþykkt að leggja kr. 200.000.- árið 2003 í ristarhlið.
15) Akrar í Fljótum. Örn Þórarinsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt að leggja kr. 200.000.- árið 2003 í ristarhlið.
16) Villinganesvegur - ristarhlið. Guðmundi Ragnarssyni falið að vinna að lausn málsins.
17) Skarðsvegur - ristarhlið. Samþykkt að verja kr. 200.000.- árið 2003 í ristarhlið.
18) Nautabúsvegur í Hjaltadal. Samþykkt að verja kr. 805.000.- árið 2003 til styrkingar og malarburðar á heimreið.
19) Bæjarvegur. Samþykkt að verja kr. 306.000.- árið 2003 til tilfærslu á vegi heim að Bæ.
Samgöngunefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til sveitarstjóra, að hann hlutist til um það við Vegagerðina, að fjölgað verði snjómoksturs -dögum að Hólum í Hjaltadal úr 3 í 5.
Brynjar Pálsson formaður Samgöngunefndar þakkaði Guðmundi Ragnarssyni fyrir góðan viðurgjörning.
6. Önnur mál. - Engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.oo
Ársæll Guðmundsson ritaði fundargerð.
Örn Þórarinsson
Brynjar Pálsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Hallgrímur Ingólfsson
Guðmundur Ragnarsson