Fara í efni

Samgöngunefnd

4. fundur 27. september 2002 kl. 08:15 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2002, föstudaginn 27. sept. kl. 0815, kom samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.

Dagskrá var eftirfarandi:

  1. Tilboð í raflagnir í Sauðárkrókshöfn.
  2. Ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga.
  3. Staða framkvæmda við Sauðárkrókshöfn.
  4. Snjómokstur.
  5. Önnur mál. 

Afgreiðslur:

1. Hallgrímur greindi frá að tvö tilboð hefðu borist í raflagnir í Sauðárkrókshöfn, þ.e. raflagnir í bryggju, töfluskápa, tenglaskápa og ljósamastur. Tilboðin voru frá eftirtöldum aðilum.

  1. Tengill            2.898.949 kr.
  2. Rafsjá             2.788.100  "
  3. Kostnaðarætlun var 4.363.965 kr.

Samþykkt var að taka tilboði Rafsjár, sem er 63% af kostnaðaráætlun og var Hallgrími falið að ganga til samninga við Rafsjá hf.

2. Formaður greindi frá að Ársfundur Hafnarsambands sveitarfélaga verður á Akranesi 10. og 11. okt. n.k. Hann er í stjórn sambandsins og því fulltrúi á fundinum, samþ. að  Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður verði einnig fulltrúi á ársfundinum með atkvæðisrétt.

3. Hallgrímur greindi frá stöðu framkvæmda við Sauðárkrókshöfn. Steypa á  þekjunni er nú 7-14 dögum á eftir áætlun en verklok voru áætluð 20. sept. sl.

4. Hallgrímur greindi frá tilhögun varðandi snjómokstur á safn- og tengivegum í sveitarfélaginu undanfarin ár og gerði tillögu um að fyrirkomulag verði óbreytt á komandi vetri. Hann gerði einnig tillögu um að ráða tengiliði út um sveitir til aðstoðar varðandi snjómokstur líkt og undanfarna vetur.

5. Önnur mál:

Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum vegagerðarinnar á Sauðárkróki í næsta mánuði og ræða ýmis samgöngumál.

 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Brynjar Pálsson                     

Örn Þórarinsson, ritari

Hallgrímur Ingólfsson                      

Valgerður Inga Kjartansdóttir