Samgöngunefnd
Þriðjudaginn 16. september 2003 var Samgöngunefnd Skagafjarðar saman komin til fundar á Kaffi Krók á Sauðárkróki - Þetta var fundur nr. 12 hjá nefndinni.
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir og Hallgrímur Ingólfsson.
Fundurinn var sameiginlegur fundur Samgöngunefndar og Skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins. Fyrir Skipulags- og byggingarnefnd mættu Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson og Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi. Einnig mætti Árni Ragnarsson, arkitekt á fundinn.
Bjarni Maronsson setti fund og skipaði Brynjar fundarstjóra.
Dagskrá:
- Skipulagsmál og samstarf nefndanna.
Afgreiðslur:
1. Skipulagsmál og samstarf nefndanna.
Rætt um skipulagsmál hafnarsvæðisins og erindi Kaupfélags Skagfirðinga um viðbyggingu við Hesteyri 2. Samþykkt að breyta lóðinni Hesteyri 2 og byggingarreit lóðarinnar og auglýsa þá breytingu samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Fundarmenn eru sammála um að í framhaldi af því sé nauðsynlegt að taka deiliskipulag hafnarsvæðisins til heildarendurskoðunar.
Ákveðið var að hvor nefnd geri drög að erindisbréfi fyrir sig og vinni þau saman, þar sem starfssvið þeirra skarast.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,50.
Örn Þórarinsson (ritari fundar)
Brynjar Pálsson
Bjarni Maronsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Jón Örn Berndsen
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Árni Ragnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Hallgrímur Ingólfsson