Samgöngunefnd
Miðvikudaginn 5. nóvember 2003 var Samgöngunefnd Skagafjarðar saman komin til fundar í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Valgerður Kjartansdóttir, Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður.
Dagskrá:
- Gjaldskrármál
- Kynningarfundur um hafnavernd
- Hafnafundur 31. okt. 2003
- Öryggisfræðsla fyrir hafnarstarfsmenn
- Haganesvíkurhöfn: Bréf frá Hermanni Haraldsyni – erindi frá Byggðarráði
- Bréf frá hagsmunaaðilum Hofsósshafnar
- Samgönguáætlun 2005 – 2008. Siglingamál
- Fjárhagsáætlun
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Gjaldskrármál hafnanna rædd.
2. Hallgrímur greindi frá fundi um hafnavernd, sem haldinn var í Reykjavík á dögunum.
Samþykkt að Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður verði verndarfulltrúi fyrir Sauðárkrókshöfn.
Hallgrímur lagði fram handbók um hafnavernd, sem nefndarmenn munu kynna sér.
3. Gunnar greindi frá hafnafundi sem hann sat og haldinn var í Reykjavík. Fundurinn var haldinn á vegum Hafnasambands sveitarfélaga.
4. Gunnar greindi frá námskeiði í öryggisfræðslu fyrir hafnarstarfsmenn, sem hann sótti á dögunum. Námskeiðið var fróðlegt og vel heppnað að mati Gunnars.
5. Rætt um Haganesvíkurhöfn. Bréf dags. 17.09.2003, undirritað af Hermanni B. Haraldssyni. Bréfið hafði áður verið rætt í Byggðarráði.
6. Bréf undirritað af Steinari Skarphéðinssyni fyrir hönd hagsmunaaðila Hofsósshafnar, þar sem óskað er eftir fundi með Samgöngunefnd um framtíð hafnarinnar, flotbryggju o.fl.
Samþ. að funda með hagsmunaaðilunum og formanni nefndarinnar falið að finna hentugan tíma.
7. Rætt um Samgönguáætlun 2005-2008.
8. Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir 2004. liður 10 – götur, holræsi og umferð. Hallgrímur kynnti áætlunina. - Samþ. að vísa tillögunni til Byggðarráðs.
Gunnar hafnarvörður kynnti fjárhagsáætlun 2004, liður 41 – hafnarsjóður. - Samþ. að vísa tillögunni til Byggðarráðs.
9. Önnur mál – engin.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 11,20.
Örn Þórarinsson (ritari)
Gunnar S. Steingrímsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Hallgrímur Ingólfsson
Brynjar Pálsson