Fara í efni

Samgöngunefnd

17. fundur 03. júní 2004 Vegagerðin, Sauðárkróki

Ár 2004, þann 3. júní, var Samgöngunefnd saman komin til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar á Sauðárkróki.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir, Ársæll Guðmundsson, Hallgrímur Ingólfsson og Guðmundur Ragnarsson frá Vegagerðinni.

 

Fundarefni:

  1. Safnvegaáætlun 2004-2006
  2. Siglingavernd
  3. Önnur mál

 

Afgreiðslur:

Brynjar Pálsson formaður Samgöngunefndar seetti fund og bauð fundarfólk velkomið.

1. Guðm. Ragnarsson gerði grein fyrir framkvæmdaskýrslu ársins 2003. Fjárveiting var 17.842.000 og skuld frá 2002 var 1.793.000, til ráðstöfunar voru 16.049.000.

Skipting gjalda var eftirfarandi:

Nýbyggingar

kr.

5.210.693

Malarslitlög

2.825.011

Heflun, bleyting

1.615.760

Almennt viðhald

2.413.634

Rekstrarafgangur

3.983.902

Samtals  kr.

16.049.000

 

Erindi til nefndarinnar og tillaga að Safnvegaáætlun 2004 – 2006. Fjárveiting er kr. 20.006.000, rekstrarafgangur frá 2003 kr. 3.984.000, alls til ráðstöfunar eru því kr. 23.990.000.

Guðmundur kynnti þau erindi, sem borist hafa til nefndarinnar vegna 2004.

Nýbyggingar:

1.Mölburður á Reykjaströnd og Hjaltadal, kostnaður áætlaður kr. 3.360.000.

2.Lækjarholt, frágangur. Kostnaður áætlaður kr. 200.000.

3.Syðra-Skörðugil. Nýbygging að tveimur nýjum íbúðarhúsum. Kostnaður áætlaður kr. 3-5 millj.

4.Heimreið, Sólgarðaskóli. Kostnaður áætlaður 900 þús.

5.Jaðar, færsla á heimreið. Kostnaður kr. 300 þús.

6.Jaðar, nýbygging vestan Sauðárkróksbrautar. Kostnaður áætlaður kr. 200 þús.

7.Hólkotsvegur, Unadal. Kostnaður áætlaður kr. 300 þús.

8.Lónsvegur,  lagfæring. Kostnaðaráætlun kr. 250 þús. 

9.Austurdalsvegur, hörpun og mölburður. Áætlun kr. 1 milljón.

10. Héraðsdalsvegur, viðhald og lagfæring á snjóastað. Kostn. áætlaður kr. 400   þús.

11. Stekkjardalir, frágangur á heimreið. Áætlað kr. 200 þús.

12. Neðribyggðarvegur, heimreiðar að Kleif og Lágmúla. Kostnaðaráætl. kr. 600 þús.

13. Reykjarhólsvegur við Varmahlíð, styrking og mölburður. Kostn. áætl. kr. 410 þús.

14. Garðhúsavegur, styrking og mölburður. Kostnaður áætlaður kr. 450 þús.

 
Beiðnir um ristahlið á eftirfarandi bæi:

15. Hlíðarendi, kostnaður kr. 200 þús.

16. Mýrarkot, kostnaður kr. 200 þús.

17. Stóra-Holt, kostnaður kr. 200 þús.

18. Nes, Fljótum, kostnaður kr. 200 þús.

19. Melur, Hjaltadal, kostnaður 100 þús.

 
Öll þessi erindi voru samþykkt nema liður 15, Hlíðarendi. Samþykkt var að fresta því erindi og skoða málið nánar.

Ennfremur voru tekin fyrir erindi frá Trausta Sveinssyni vegna Bjarnargils og Leifi Hreggviðssyni vegna Bakkakots. Samþ. var að fela hönnunardeild Vegagerðarinnar að skoða þessi erindi og gera kostnaðaráætlun um þau.

 

Kostnaður við nýbyggingar

kr.

 

15.790.000

Almennt viðhald

2.700.000

 

Heflun og bleyting

2.000.000

 

Stikun

500.000

 

Malarslitlög

3.000.000

 

Viðhald samtals

 

8.200.000

Heildarkostnaður  kr.

23.990.000

 

2. Siglingavernd.

Nú kom Gunnar Steingrímsson hafnarvörður á fundinn. Hann gerði grein fyrir kostnaði við að girða af hafnarsvæðið til að uppfylla lög og reglur Siglingaverndar. Hann greindi frá að verndaráætlun, sem hann vann fyrir höfnina, hafi verið samþykkt af Siglingastofnun og ennfremur að hann hefur verið samþykktur sem verndarfulltrúi fyrir Sauðárkrókshöfn.

Einnig kynnti hafnarvörður bréf frá Eimskipafélagi þar sem spurt er hvernig tryggt verði að svokallaður óhreinn farmur fari ekki um borð í skip og einnig um væntanlega gjaldtöku, svokallað siglingaverndargjald, af vörum sem umskipað er, lestaðar eru eða landað í höfn.

Ljóst er að kostnaður til að uppfylla skilyrði Siglingaverndarinnar verður um 4-4,5 millj. króna. Leitað verður heimildar Byggðarráðs til lántöku vegna þessa kostnaðar.

3. Önnur mál.

Eftirfarandi tillaga til Vegagerðarinnar samþykkt: Samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar beinir því til Vegagerðarinnar að Flókadalsvegur eystri, frá gatnamótum við Siglufjarðarveg að Sólgarðaskóla, verði breikkaður og lagt á hann bundið slitlag. Þessi vegarkafli, sem er um 500 metrar að lengd, er tvímælalaust sá mest ekni í Fljótum í tengslum við leik- og barnaskóla, sem þar er starfræktur, og jafnframt sundlaugina, sem mikið er notuð af ferðamönnum á sumrin. Vegurinn er nú (vorið 2004) í lélegu ástandi og afar holóttur. Þrátt fyrir að hann sé heflaður sækir fljótt í sama farið aftur.

Fundarmenn færa Vegagerðinni þakkir fyrir höfðinglegar móttökur.


Fleira ekki gert.

Örn Þórarinsson (ritari fundarg.)

Brynjar Pálsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir          

Hallgrímur Ingólfsson