Samgöngunefnd
Ár 2004, þann 4. nóvember, var Samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson og Gunnar Steingrímsson hafnarvörður.
Fundarefni:
- Haganesvíkurhöfn
- Hofsósshöfn – Framkvæmdir
- Rekstur Sauðárkrókshafnar
- Snjómokstur
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Formaður kynnti tillögu að smábátahöfn í Haganesvík, sem Siglingastofnun hefur gert. Kostnaðaráætlun að upphæð 40-55 millj. króna fylgir. Kostnaður ræðst að talsverðu leyti af umfangi dýpkunar í höfninni. Málinu vísað til byggðarráðs.
2. Hallgrímur upplýsti að framkvæmdir við Hofsósshöfn væru að hefjast af hálfu K.N.H. verktaka (samanber lið tvö í síðustu fundargerð).
Nefndin samþykkir að tilboði KNH verktaka verði tekið.
3. Gunnar hafnarvörður kynnti rekstur Skagafjarðarhafna fyrstu 10 mánuði ársins. Reksturinn virðist góður á þessu tímabili.
4. Hallgrímur kynnti snjómokstursáætlun fyrir dreifbýli Skagafjarðar næsta vetur. Áætlun er með svipuðu sniði og á fyrri árum.
5. Önnur mál:
a) Valgerður kynnti beiðni frá íbúum í Varmalækjarhverfi um að komið verði upp lýsingu við þjóðveginn í hverfinu vegna mikillar umferðar gangandi fólks og hestamanna. Þá er umferðarhraði þarna verulega mikill.
b) Beiðni frá framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings til Skipulags- og byggingarnefndar varðandi leyfi til að byggja við hús Fiskiðjunnar, sem stendur á lóðinni Sandeyri 2. Erindi sent frá skipulagsnefnd til samgöngunefnar.
Samgöngunefnd samþykkir umbeðið leyfi fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9,35.
Örn Þórarinsson, ritari
Brynjar Pálsson
Gunnar S. Steingrímsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Hallgrímur Ingólfsson