Fara í efni

Samgöngunefnd

20. fundur 21. janúar 2005 - 12:10 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þann 21. janúar 2005 var samgöngunefnd samankomin til fundar í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri. Sviðsstjóri var fjarverandi vegna veikinda. Einnig kom Gunnar Pétursson verkstjóri á fundinn.

Fundarefni:

  1. Hækkun gjaldskrár
  2. Skipakomur 2004
  3. Bláfáninn – betra haf
  4. Bréf frá Siglingastofnun varðandi úrbætur í öryggismálum Skagafjarðarhafna
  5. Bréf frá Véla- og samgöngusafninu í Stóragerði
  6. Snjómokstur
  7. Önnur mál

Brynjar Pálsson setti fund og byrjaði á að biðjast afsökunar á því að ekki var haldinn fundur í desember til að ræða fjárhagsáætlun. Skýrði Brynjar ástæður fyrir að ekki var haldinn fundur.

Afgreiðslur: 

1. Gunnar hafnarvörður  skýrði tillögur um hækkun á gjaldskrá Skagafjarðarhafna, sem tæki gildi 1. apríl 2005.

Tillaga Gunnars samþykkt með einni breytingu þannig að leiga fyrir ferm. á gámasvæði verður kr. 65,- í stað 40,- á hvern fermetra. - Málinu vísað til Byggðarráðs.

Eftirfarandi bókun samþykkt:

“Samgöngunefnd lýsir yfir áhyggjum varðandi hækkun á raforkuverði og óvissu með gjaldskrá. Nefndin fer þess á leit við Byggðarráð að kanna hvort mögulegt sé að semja við Rarik um magnkaup á rafmagni fyrir höfnina eða jafnvel stærri einingu fyrir sveitarfélagið.”

2. Gunnar hafnarvörður kynnti skipakomur í Skagafjarðarhafnir árið 2004. Einnig kynnti hann yfirlit um landaðan afla í höfnunum síðasta ár. Löndun jókst í Sauðárkrókshöfn um 3.106 tonn, á Hofsósi um 46,2 tonn en minnkaði í Haganesvík um 4 tonn.

3. Formaður kynnti bréf frá Landvernd um Bláfánann. Ljóst er að Sauðárkrókshöfn uppfyllir ekki þau skilyrði sem eru fyrir að hafa Bláfánann.

4. Formaður kynnti bréf frá Siglingastofnun sem er svar við umsókn frá 5. des. 2003 um styrk til úrbóta í öryggismálum Skagafjarðarhafna.

Lofað er styrk til úrbóta á öryggisbúnaði. Styrkurinn miðast við 60% af framkvæmda­kostnaði, þó að hámarki 900 þúsund krónur.

Samþykkt er að fela Hallgrími sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun yfir það sem brýnast er að gera í höfnunum í samráði við Siglingastofnun.

5. Formaður kynnti bréf frá Véla- og samgönguminjasafninu í Stóragerði, um lagfæringu á heimreið að safninu. Samþykkt að fela sviðsstjóra að ræða þetta mál við Vegagerðina.

6. Gunnar Pétursson kynnti hvernig staðið hefur verið að snjómokstri í sveitarfélaginu. Kostnaður við mokstur í desember á Sauðárkróki og Hofsósi var 1,6 millj. og síðan hefur verið mikill mokstur.

7. Önnur mál:  Engin.


Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 12:10..

Örn Þórarinsson, ritari

Gunnar S. Steingrímsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir          

Brynjar Pálsson