Fara í efni

Samgöngunefnd

21. fundur 16. mars 2005 - 11:37 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þann 16. mars 2005 var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Jón Örn Berndsen, settur sviðsstjóri.


Fundarefni:

  1. Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar
  2. Tillaga um hækkun á gjaldskrá f. rafmagn
  3. Önnur mál

 
Afgreiðslur:

1. Brynjar formaður setti fund og bauð fólk velkomið. Hann gaf síðan Gunnari hafnarverði orðið um fyrsta lið dagskrár. Hann kynnti Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Reglugerðin er að mestu samin upp úr eldri reglugerðum. Hún hefur þegar fengið samþykki í Samgönguráðuneytinu og Siglingastofnun. Nefndin samþykkir reglugerðina fyrir sitt leyti og vísar henni til Byggðarráðs Skagafjarðar.

2. Gunnar hafnarvörður greindi frá því að vegna breytinga á sölufyrirkomulagi RARIK um áramót væri óhjákvæmilegt að hækka gjaldskrá Skagafjarðarhafna á raforkusölu. Tillaga Gunnars um nýja gjaldskrá var eftirfarandi:

 

 

Var

Verður

Tengigjald f. stærri skip

1.240,00

1.800,00

Tengigjald f. smábáta

500,00

650,00

Sauðárkrókshöfn, kílówattst.

6,93

9,00

Hofsósshöfn             “

8,51

9,00

Mælaskott

 

25.000,00

Fastagjald á hvern mæli á ári

44.220,00

240.761,00

Fyrir hækkun var innkaupsverð kr. 5,83 hver kílówattstund og eftir hækkun verður   innkaupsverð kr. 5,90 kwst.

Nefndin samþykkti þessa tillögu hafnarvarðar og vísar málinu til Byggðarráðs.

3. Önnur mál: Gunnari hafnarverði falið að kanna hvort til sé vír til að strengja fyrir smábátahöfnina á Sauðárkr. og höfnina á Hofsósi ef um verulegt ísrek verður að ræða á næstunni.


Fleira ekki gert, fundi slitið 11:37

Örn Þórarinsson, ritari

Valgerður Inga Kjartansdóttir                                              

Brynjar Pálsson                                                         

Gunnar S. Steingrímsson

Jón Örn Berndsen