Samgöngunefnd
Þann 9. júní (2005) var samgöngunefnd saman komin til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, Borgarsíðu 8, (Skr.)
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Jón Örn Berndsen, Víglundur Rúnar Pétursson, Guðmundur Ragnarsson og Ársæll Guðmundsson.
Dagskrá:
- Safnvegaáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
Afgreiðslur:
Guðm. Ragnarsson bauð fólk velkomið til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar.
Hann greindi frá að framkvæmdaskýrsla ársins 2004 liggur ekki fyrir enn.
Því næst fór Guðmundur yfir tillögu að Safnvegaáætlun 2005 samkvæmt þeim beiðnum, sem liggja fyrir.
1. |
|
Mölburður Sauðárkróksbraut / Sæmundarhlíð |
1.300 |
2. |
|
Heimreið að Sólgarðaskóla |
500 |
3. |
|
Veðramót, styrking og mölburður |
300 |
4. |
|
Miðdalur, styrking og mölburður |
1.000 |
5. |
|
Villinganes, styrking og mölburður |
1.200 |
6. |
|
Dælisvegur, Sæmundarhlíð, vegskurður |
200 |
7. |
|
Lónsvegur, styrking og mölburður |
500 |
8. |
|
Stekkjardalir, frágangur |
500 |
9. |
|
Stekkholt, endurgreiðsla |
100 |
10. |
|
Reykjarhólsvegur, styrking og mölburður |
1.000 |
11. |
|
Austurdalsvegur við Bústaði, lagfæring |
500 |
12. |
|
Húsabakkavegur, lagfæring og mölburður |
1.000 |
13. |
|
Knappstaðakirkja, mölburður |
150 |
14. |
|
Mýrarkot, ristahlið |
200 |
15. |
|
Stóra-Seyla, ristahlið |
200 |
16. |
|
Stóra-Holt, ristahlið |
200 |
17. |
|
Vellir, ristahlið |
200 |
18. |
|
Lónkot, ristahlið |
200 |
19. |
|
Óráðstafað |
300 |
|
|
Samtals |
9.550 |
|
|
|
|
20. |
|
Almennt viðhald |
3.000 |
21. |
|
Heflun og bleyting |
2.000 |
22. |
|
Stikun |
500 |
23. |
|
Malarslitlög |
3.000 |
|
|
Viðhald samtals |
8.500 |
|
|
|
|
|
|
Umdæmisálag 13% |
2.373 |
|
|
Samtals |
20.423 |
|
|
|
|
|
|
Fjárveiting ársins 2005 |
20.399 |
|
|
|
|
Beiðni um lagfæringu á heimreið að Svaðastöðum var frestað.
Tillagan að Safnvegaáætlun borin upp og samþykkt samhljóða.
Brynjar formaður tók til máls og þakkaði Guðmundi Ragnarssyni samstarfið á undanförnum árum, en hann hafði fyrr á fundinum upplýst að þetta yrði síðasti fundur hans með Samgöngunefnd. Einnig bauð Brynjar Víglund Rúnar Pétursson velkominn til starfa, en hann tekur nú við því starfi sem Guðmundur hefur gegnt á undanförnum árum.
Að fundi loknum nutu nefndarmenn höfðinglegra veitinga af hálfu Vegagerðarinnar.
Fleira ekki gert.
Örn Þórarinsson
Ársæll Guðmundsson
Valgerður Inga Kjartansdóttir
Brynjar Pálsson
Guðmundur Ragnarsson
Vígl. Rúnar Pétursson