Fara í efni

Samgöngunefnd

22. fundur 09. júní 2005 Vegagerðin, Sauðárkróki

Þann 9. júní (2005) var samgöngunefnd saman komin til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, Borgarsíðu 8, (Skr.)

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Jón Örn Berndsen, Víglundur Rúnar Pétursson, Guðmundur Ragnarsson og Ársæll Guðmundsson.


Dagskrá:

  1. Safnvegaáætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.

 

Afgreiðslur:

Guðm. Ragnarsson bauð fólk velkomið til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar.

Hann greindi frá að framkvæmdaskýrsla ársins 2004 liggur ekki fyrir enn.

Því næst fór Guðmundur yfir tillögu að Safnvegaáætlun 2005 samkvæmt þeim beiðnum, sem liggja fyrir. 

1.

 

Mölburður Sauðárkróksbraut / Sæmundarhlíð

1.300

2.

 

Heimreið að Sólgarðaskóla

500

3.

 

Veðramót, styrking og mölburður

300

4.

 

Miðdalur, styrking og mölburður

1.000

5.

 

Villinganes, styrking og mölburður

1.200

6.

 

Dælisvegur, Sæmundarhlíð, vegskurður

200

7.

 

Lónsvegur, styrking og mölburður

500

8.

 

Stekkjardalir, frágangur

500

9.

 

Stekkholt, endurgreiðsla

100

10.

 

Reykjarhólsvegur, styrking og mölburður

1.000

11.

 

Austurdalsvegur við Bústaði, lagfæring

500

12.

 

Húsabakkavegur, lagfæring og mölburður

1.000

13.

 

Knappstaðakirkja, mölburður

150

14.

 

Mýrarkot, ristahlið

200

15.

 

Stóra-Seyla, ristahlið

200

16.

 

Stóra-Holt, ristahlið

200

17.

 

Vellir, ristahlið

200

18.

 

Lónkot, ristahlið

200

19.

 

Óráðstafað

300

 

 

Samtals

9.550

 

 

 

 

 

20.

 

Almennt viðhald

3.000

21.

 

Heflun og bleyting

2.000

22.

 

Stikun

500

23.

 

Malarslitlög

3.000

 

 

Viðhald samtals

8.500

 

 

 

 

 

 

Umdæmisálag 13%

2.373

 

 

Samtals

20.423

 

 

 

 

 

 

Fjárveiting ársins 2005

20.399

 

 

 

 

 

Beiðni um lagfæringu á heimreið að Svaðastöðum var frestað.

Tillagan að Safnvegaáætlun borin upp og samþykkt samhljóða.

Brynjar formaður tók til máls og þakkaði Guðmundi Ragnarssyni samstarfið á undanförnum árum, en hann hafði fyrr á fundinum upplýst að þetta yrði síðasti fundur hans með Samgöngunefnd. Einnig bauð Brynjar Víglund Rúnar Pétursson velkominn til starfa, en hann tekur nú við því starfi sem Guðmundur hefur gegnt á undanförnum árum.

Að fundi loknum nutu nefndarmenn höfðinglegra veitinga af hálfu Vegagerðarinnar.


Fleira ekki gert.

Örn Þórarinsson

Ársæll Guðmundsson                       

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Brynjar Pálsson

Guðmundur Ragnarsson

Vígl. Rúnar Pétursson